Afþökkum takk fyrir !
Föstudagur, 17. október 2008
Ég bara legg einfaldlega til að Íslendingar afþakki þessa gæslu Bretana. Bara einfaldlega segi Nei takk og snúi sér til Frakka eða annara vinveittra þjóða. Móðgumst nú í alvörunni og sýnum það í verki... ekki á orði heldur á borði svona einusinni ! Stríðshanskanum er kastað og það gerðu Bretarnir. Látum þá ekki strjúka okkur um tárvota vangana með honum, heldur stöndum saman gegn þeim.
Ég er meira að segja farinn að drekka Mandarín black tea í staðinn fyrir English Breakfast Tea.
Jac
Bretar sjá um varnirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eitthvað meira á spýtunni ....
Fimmtudagur, 16. október 2008
Ég á bara ekki auðvelt með að trúa þessari útgáfu ! Það bara hlýtur að vera eitthvað annað sem hékk á spýtunni en að þessar dömur væru Íslenskar!? Mér finnst það svo meira en lítið líklegt að eigandi litlu töskubúðarinnar hafi verið "erlendur" sjálfur!
Ég vona bara að þessi ágæta frú Sigrún Thorlacius kommenti hér á blogginu mínu og segi mér sjálf að þetta hafi verið svona eins og fram kom í fréttinni.
Eina mögulega skýringin fyrir mína parta er að þær vinkonur hafi verið töluvert undir áhrifum Carlsbergs nautnamjaðarins og hafi hagað sér samkvæmt lögmálum hans. Þar með komið af stað þessari milliríkjadeilu. Eins og ég segi.... ST kommentaðu hjá mér og ég mun sannfærast, annars held ég mig við mína útgáfu.
Jac Norðquist..... sem ætlar nú samt að tala bara ensku við konuna og börnin ef við förum í Bilka á eftir.......
Rekin úr búð í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Úff....
Mánudagur, 13. október 2008
Mikið er ég feginn að hann lét mig þó vita að hann væri hættur að árita minjagripi. Ég er síðustu daga og vikur búinn að tæma geymsluna hjá mér og hef pakkað öllu snyrtilega inn svo ég geti sent það til Englands til áritunar hjá mínum kæra Ringó. Nú reikna ég bara með því að fara með þetta "verðlausa" drasl á Sorpu finnst ég get ekki búið til peninga úr því með minjagripaárituninni......
Eigið góðan dag
Jac
ps, ég er sko alveg til í að árita eitthvað fyrir þig kæri lesandi, bara ekki neina pappíra eða svoleiðis skuldsetningar þú skilur ;)
Ringo áritar ei meir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Auglýsing á vondum stað ?
Mánudagur, 13. október 2008
Hér fyrir neðan er frétt sem ég tók af BT í Danmörku. Hún fjalla um Jörg Haider sem lést í bílslysi um daginn. Ég undirstrika línuna í fréttinni þar sem að er sagt að það er ekki vitað hvort hann var undir áhrifum alkóhóls.... svo beint fyrir neðan fréttina.... er auglýsing um bjór á útsölu !! Hmmm illa staðsett auglýsing finnst mér !!!
Jac
Bilen blev som en fjerbold kastet op i luften og rullede rundt flere gange, før den til slut landede på hjulene 150 meter længere fremme. Jörg Haider var dræbt på stedet som følge af skader i hovedet og brystet og et stort blodtab.
Ifølge det østrigske nyhedsbureau APA har statsadvokatens undersøgelse af bilvraget vist, at der ikke var nogen defekt ved bilen.Det vides endnu ikke, om Haider var påvirket af alkohol.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
HaustPælingar í Kreppunni
Sunnudagur, 12. október 2008
Sit hér á Sunnudagsmorgni og hlusta á Deep Purple. Drengirnir eru að leika/taka til í herberginu sínu, Guðbjörg að gefa Heklu Rós móðurmjólk inni í hjónaherbergi. Það er haust í loftinu og gulnuð laufin á trjánum bærast rólega í golunni fyrir utan gluggann minn. Krepputalið á Íslandi hefur tekið eitthvað af sálarró minni en þar sem ég er auðvitað Íslendingur, læt ég það ekki ná inn að gegnumfrosnum kjarnanum. Ég tek þessu með yfirveguðu æðruleysi og bíð eftir því sem koma vill. Nú hefur tónlistin mín farið úr Deep Purple yfir í Leonard Cohen og hann kyrjar Hallelujah af miklum móð. Mikið á það vel við á þessari stundu.
Ég var að lesa Morgunblaðið og sá á forsíðunni að Geðdeildin á LSH er ekkert sérstaklega að fyllast? Ha !? Í alvöru, áttu menn von á því að landinn færi bara nett yfirum í kreppunni? Bara Massa-Geðveiki í gangi ? Jahérna, ég átti von á því að Íslenska geðið væri sterkara en það að opna þyrfti krísu-center fyrir almenning svona rétt í upphafi krísunnar. Má ekki spila aðeins úr spilunum fyrst eða hvað? Sjá svo hvað setur .
Kannski kaupa Rússar okkur út, nú eða Norðmenn frændur okkar. Það væri nær að fá þá til þess að eiga okkur frekar en Rússana. Maður skilur í það minnsta Nojarana. Danir hæða okkur bara svo ekki hef ég mikin áhuga á hjálp frá þeirri þjóð. Það er alveg fínt að búa hér en eitthvað hefur nú traust mitt á Dananum dalað eftir að hafa horft upp á þá grenja út af afbrýði gagnvart Íslendingum, þið vitið, Janteloven og allt það. EInkennilegt hvað þeir geta verið miklar smásálir.
Þetta er auðvitað ekki meirihluti Dana sem lætur svona heldur bara örfáir fylgismenn Extrablaðsins geri ég ráð fyrir. Það voru þó yfir 60% aðspurðra sem höfðu þá skoðun að Íslendingar mættu eiga sig í þessari kreppu sem er að ganga yfir og ættu alls enga aðstoð skilið frá Dönsku þjóðinni. Ég hlaut smá særindi á sálinni við svona orð. Það er alveg vitað að bak við þessa kreppu eru örfáar hræður sem kunnu að skapa peninga úr engu. Heil þjóð geldur nú fyrir klúður og græðgi þessara hræðna. Auðvitað á svo kreppan í USA sinn þátt í hvernig fór, ég dreg ekkert dul á það. Ekki heyri ég samt Danina tala illa um eða hæða Amerikanana!?
Þetta voru bara smá pælingar hjá mér....
Ég bið ykkur vel að lifa
Jac Norðquist
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Og hvar.....
Sunnudagur, 12. október 2008
Svo er það auðvitað spurningin.... hvar lentu svo kvikyndin?
Þetta voru kannski flaugar fullar af peningum og var miðað á Ísland? Hahahahahaha
Nei bara segi svona.
Jac
Rússar skjóta langdrægum eldflaugum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Pólitískar ofsóknir/ Þetta bara fokking reddast/ Áfram Ísland
Laugardagur, 11. október 2008
Yfir kaldann eyðisand, einn um nótt ég sveima.
Nú er horfið Norðurland, nú á ég hvergi heima.
Þannig fer manni nú að líða í kreppunni þegar það er ekki hægt að fá launin sín frá Íslandi millifærð lengur, allt búið að hækka um 100% vegna gengishruns, Danir hæða okkur og Englendingar hata okkur. Hvað skal gera?
Þjóðernisskipti? Á ég að fara í sendiráð Mosabik og sækja um flóttamannahjálp vegna pólitískra ofsókna Íslenska Ríkisins á hendur mér?
Nei ætli það.... ég er og verð STOLTUR Íslendingur, við stöndum þetta af okkur eins og svo margt annað. Í æðum rennur íshröngl, ég bít á jaxl og hugsa "Þetta bara fokking reddast" !
Ég neita að láta aumann Breskann stjórnmálamann hræða mig. Ég neita að láta háð Danskra félaga minna ná tökum á mér. Ég ætla standa keikur í stafni þjóðarskútunnar og ef hún sekkur, sekk ég með æðruleysi í stafni hennar.
Áfram Ísland
Námsmenn erlendis í vanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bara láta ykkur vita....
Miðvikudagur, 8. október 2008
Kæru vinir, bloggvinir og þið hin sem þetta lesið og þurfið að ná í mig einhverra hluta vegna. Ég verð ekki við næstu daga eða vikur. Leið mín mun liggja á Vesturströnd Jótlands þar sem ég stefni á að fara í "ÞaraTýnslu" bara svona til að drýgja tekjurnar á þessum síðustu og verstu tímum. Ef ég verð heppinn... þá lofa ég að lána andvirði amk 5 kílóa af "Þara" til Ríkisstjórnar Íslands, Björgólfs og Baugsfeðga og restin fer í Glitni á sérsparðnaðsreikning.
Bestu kveðjur
Jac
Varað við kókaíni á ströndinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Aðvörun á Homma !!!
Þriðjudagur, 7. október 2008
Það var grein í Berlinske sem ég var að lesa áðan, svona aðeins til mótvægis við helvítis fjármálakreppufréttirnar. Í greinninni er talað um Breskan Prest sem vill láta tattóvera aðvörun á bakhluta samkynhneigðra karlmanna "Kynvilla er afar heilsuskaðleg" !! Alveg ótrúlega hroka og fordómafull fullyrðing hjá þessum Presti og ég er ekki hrifinn af henni.
Jac
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ha?
Sunnudagur, 5. október 2008
Afhverju þarf Morgunblaðið að endursegja fréttir úr SUNDAY TELEGRAPH um innlend málefni Íslendinga ?? Er þetta orðið þannig að Forsætisráðherran treystir sér ekki lengur til að ræða við innlenda fjölmiðla? Hvað er málið eiginlega? Mér finnst þetta frekar asnalegt að þurfa að frétta stórtíðindi úr íslensku efnahagslífi gegnum breska fjölmiðla..... skiljið þið.... þetta er bara asnalegt.
Jac
í útlöndum að lesa útlendar féttir frá Íslandi í íslenskum vefmiðli .....Nei shit hvað ég flæki þetta fyrir sjálfum mér hahahahhahaha
Rætt við norræna seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)