Núðu salti í sárin !

Takk fyrir síðasta komment kæra bloggvinkona! Ég fékk það beint í æð eða svona eins og salt í sár ! Jú mikið vildi ég vera hjá þér í frábærum mat í kvöld og hlusta á ljúfa tóna. Eigðu samt góða helgi og mundi að ég verð þarna hjá þér í anda. Hahahahahaha

Bestu kveðjur

Jac


Samsærið

Sko, það vaða uppi samsæriskenningar um dauða-fölsun Fossets og er ég nokkuð viss um að þær raddir þagni ekkert við fundin á flugvélinni sem Fossett fékk lánaða í hinnsta flugið eða þessa "Beinflís" sem fannst á staðnum. Það er erfitt en ekki ómögulegt að fá "lánaða" beinflís úr eigin kroppi til slíkra sviðsetningar sem hér um ræðir.... ég er ekki samsærissinni, en skrítið ef aðeins finnst ein beinflís á slysstað ? Vonandi fjölskyldu hans vegna að það verði afgerandi með lát hans fljótlega. Einnig að samsærisdraugurinn verði kveðinn í kútinn við sama tækifæri.

Kveðja

Jac


mbl.is Höggið kostaði Fossett lífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er mér létt... ?

Nei, mér er ekki létt, þetta var hörmulegur stríðsglæpur, sama hvað.

Jac


mbl.is Segja mun færri hafa fallið í árásinni á Dresden 1945
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir fyrir einn ?

Hvaða lúða frétt er nú þetta? Hún byrjar á fyrirsögn og svo slúðri um Heather Locklear, ljóskunnar úr Melrose Te þáttunum... og svo kemur í endinn á þeirri frétt, örstutt lína um að Lenonardo Di Capro sé í konuleit? Hvað er málið hér....? Er þetta svona "tveir fyrir einn" frétt? Þurfti virkilega að hnýta þessu aftanvið og þá afhverju? Kannski fannst háttvirtum ritstjóra það ekki nógu spennandi út af fyrir sig að Leonardo væri í kvennastússi svo hann tímdi ekki að setja þessa merkisfrétt í sér dálk..... úúúúú það er neflilega ALLT svo merkilegt sem birtist í slúðrinu... eða þannig! Hahahahaha ég fæ stundum kjánahroll.

Jac 


mbl.is Var ljósmyndurum sigað á Heather?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr bloggvinur

Vertu velkomin í fámennan en góðan bloggvinahóp kæra Ditta.

Bestu kveðjur

Jac "Bói" Norðquist


Vertu velkomin þótt stutt verði

Vertu velkomin í bloggvinahópinn minn litla, þótt þú staldrir kannski stutt við er gaman/fróðlegt að lesa færslurnar þínar Jacky Lynn.

Bestu kveðjur

Jac Norðquist 


Ein ömurlegasta......

Ég verð að segja það að þessi frétt hér hjá Vísi er bara ein sú allra allra ömurlegasta fréttaómynd sem ég hef séð síðan ógeðisPappaRassarnir hundeltu Britney inn á hárgreiðslustofuna forðum daga..... sjáið sjálf.... er þetta ekki botninn á sorafréttamennskunni.... ætli fíflið sem að þýddi þessa grein yfir á íslensku hafi ekki verið stoltur að loknu dagsverki ??? FÁVITI !!!

Hér er svo linkurinn


Það eru ekki.....

Það eru ekki bara Danir sem hafa áhyggjur af Íslandi, ég hef bara talverðar áhyggjur af þessu helvítis brölti þarna uppi á skerinu..... Danska krónan komin í 19,20 þegar þetta er ritað.... frábært að vera námsmaður hér núna eða þannig :(

Jac


mbl.is Danir hafa áhyggjur af Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að elska...

25092008044.jpgÞú ert litla fallega dóttir mín. Þú komst í heiminn fyrir rétt tæpum mánuði en samt ertu búin að festa þig svo rækilega í sessi í hjartanu mínu. Litlu augun þín geta horft svo dáleiðandi í augun mín að mig verkjar í hjartað. Það fyllist rólegri angurværð og gleði yfir þeirri staðreynd að þú valdir mig sem foreldri þitt.

Ég lá inni í hjónarúmi með þig í dag og þú kúrðir vær hjá mér meðan ég blaðaði í dagblaðinu. Ég fann að þú tókst ekki af mér augun og að lokum hætti ég að lesa blaðið og fór að horfa á dásamlega fallega andlitið þitt. Þú ert með svo skýr og falleg augu, vel formað nef og rjómabollu-kinnar sem manni langar sífellt til að knúsa og kyssa.

Ég lagði handlegginn undir litla kroppinn þinn og dró þig nær mér. Þú horfðir stórum augum á mig og það kom smá bros fram á varir þínar. Ég veit að þú ert ekki farin að brosa sjálfrátt ennþá en þetta litla bros var ótrúlega vel tímasett. Saman lágum við feðgin í dágóðan tíma og ég spjallaði við þig á lágum nótum um heima og geyma. Þú lást alveg róleg og ég fann að rödd mín hafði róandi áhrif á þig, svo ég hélt áfram.

 Ég sagði þér að ég elskaði þig, að ég elskaði stóru bræður þína og ekki síst, að ég elskaði mömmu þína. Konuna sem fyrir 9 árum síðan gerði mig að hamingjusamasta manni í heimi með því að játast mér. Konuna sem gerði mig aftur að hamingjusamasta manni í heimi fyrir tæpum 6 árum, með því að fæða mér tvo yndislegustu drengi sem hægt er að hugsa sér og konuna sem að fæddi þig dúllan mín, litla fallega kraftaverkið mitt. Hjartað mitt er svo yfirfullt af ást og gleði að ég á næstum erfitt með að einbeita mér í hinu daglega amstri. Það er oft sem ég hrekk upp í kennslustund við að vera dagdreyma um stóru fallegu fjölskylduna mína. Eins ófullkominn og ég er, að mér skyldi þó lánast að eignast ykkur. Með sanni má segja að þið eruð líf mitt og ljós. Án ykkar væri ég ekki heill maður. Þið fullkomnið mig.

Núna ætla ég að leggja þig niður í rúmið þitt ástin mín, og kyssa þig blítt á vangan.

Góða nótt elsku ástin mín, pabbi elskar þig.

Jac Norðquist


Mikið fjári.....

Mikið fjári líst mér vel á þessa byggingu sem á að rísa í París !

Jac


mbl.is Fyrsta háhýsi Parísar í 30 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband