HaustPælingar í Kreppunni

Sit hér á Sunnudagsmorgni og hlusta á Deep Purple. Drengirnir eru að leika/taka til í herberginu sínu, Guðbjörg að gefa Heklu Rós móðurmjólk inni í hjónaherbergi. Það er haust í loftinu og gulnuð laufin á trjánum bærast rólega í golunni fyrir utan gluggann minn. Krepputalið á Íslandi hefur tekið eitthvað af sálarró minni en þar sem ég er auðvitað Íslendingur, læt ég það ekki ná inn að gegnumfrosnum kjarnanum. Ég tek þessu með yfirveguðu æðruleysi og bíð eftir því sem koma vill. Nú hefur tónlistin mín farið úr Deep Purple yfir í Leonard Cohen og hann kyrjar Hallelujah af miklum móð. Mikið á það vel við á þessari stundu.

 Ég var að lesa Morgunblaðið og sá á forsíðunni að Geðdeildin á LSH er ekkert sérstaklega að fyllast? Ha !? Í alvöru, áttu menn von á því að landinn færi bara nett yfirum í kreppunni? Bara Massa-Geðveiki í gangi ? Jahérna, ég átti von á því að Íslenska geðið væri sterkara en það að opna þyrfti krísu-center fyrir almenning svona rétt í upphafi krísunnar. Má ekki spila aðeins úr spilunum fyrst eða hvað? Sjá svo hvað setur….

Kannski kaupa Rússar okkur út, nú eða Norðmenn frændur okkar. Það væri nær að fá þá til þess að eiga okkur frekar en Rússana. Maður skilur í það minnsta Nojarana. Danir hæða okkur bara svo ekki hef ég mikin áhuga á hjálp frá þeirri þjóð. Það er alveg fínt að búa hér en eitthvað hefur nú traust mitt á Dananum dalað eftir að hafa horft upp á þá grenja út af afbrýði gagnvart Íslendingum, þið vitið, Janteloven og allt það. EInkennilegt hvað þeir geta verið miklar smásálir.

 Þetta er auðvitað ekki meirihluti Dana sem lætur svona heldur bara örfáir fylgismenn Extrablaðsins geri ég ráð fyrir. Það voru þó yfir 60% aðspurðra sem höfðu þá skoðun að Íslendingar mættu eiga sig í þessari kreppu sem er að ganga yfir og ættu alls enga aðstoð skilið frá Dönsku þjóðinni. Ég hlaut smá særindi á sálinni við svona orð. Það er alveg vitað að bak við þessa kreppu eru örfáar hræður sem kunnu að skapa peninga úr engu. Heil þjóð geldur nú fyrir klúður og græðgi þessara hræðna. Auðvitað á svo kreppan í USA sinn þátt í hvernig fór, ég dreg ekkert dul á það. Ekki heyri ég samt Danina tala illa um eða hæða Amerikanana!? 

Þetta voru bara smá pælingar hjá mér....

Ég bið ykkur vel að lifa

Jac Norðquist


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Maður heyrir fólk dálítið svekkja sig á að nágrannaþjóðir okkar og félagar í NATÓ skuli hafa sett okkur út í kuldann. Norðmenn eru þeir einu sem ég veit um af nágrönnum okkar sem hafa lýst því yfir að þeir væru tilbúnir til að rétta okkur hjálparhönd en ekki veit ég af hverju það hefur ekki verið þegið. Ég held persónulega að hluti af ástæðunni fyrir því að við erum frekar að tala við  Rússa sé einfaldlega til að spæla og hræða Breta og Bandaríkjamenn enda segi ég nú bara... niður með þá því þeir hafa ekki reynst okkur neinir vinir á ögurstundu. Manstu eftir laginu um að enginn sé vinur nema í raun reynist???? Það er ljóst núna hvaða vini Ísland á. Auðvitað er þetta svo sem flóknara en það en engu að síður er ég fúl yfir framkomu sumra í "útlöndum" undanfarið

Kristín Guðbjörg Snæland, 12.10.2008 kl. 16:26

2 Smámynd: Jacky Lynn

Indislegt að lesa bloggið þitt kæri Jac. Ég grét yfir sögunum um litlu stúlkuna þína. Þú mátt vera góður maður held ég.

Jacky Lynn

Jacky Lynn, 12.10.2008 kl. 18:23

3 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

En ég held ad Dønum finnist hafa verid svo rosaleg flottheit á Íslendingum, verid ad fara í endalausar helgarferdir til kaupmannahafnar til ad fara út ad borda, allir jepparnir og flottu húsin, og thad er mikid búid ad vera ad velta fyrir sér hvort thad sé innistæda á tékkareikningnum. Thad var svo ekki, og thá segja margir danir: I told you so.

Annars hef ég aldrei fundid fyrir thessu "brædrathjód", "vinathjód" sem er mikid talad um heima. Diskursinn hér er ekki á thann hátt. Svo finnst mér ekki ad Ìslendingar hafi efni á ad verda módgadir yfir ad fá ekki hjálp úr øllum áttum. Øll hin løndin eru í "deep shit too" og eru ad berjast vid áhrif kreppunnar.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 12.10.2008 kl. 22:52

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Danir hafa oftar en ekki spurt mig :Hvernig hafa íslendingar efni á öllu tessu......

Ég kom einu sinni á antik markad á sudur jótlandi á bílnum mínum sem ég átti tá med ísl. númeraplötu  nokkrir flottir menn sátu fyrir framan ad  spjalli en er ég kem ad teim tá syngja teir fyrir mig ...money money money

Tad gerdi íslenska númeraplatan

Knús á tig inn í gódann dag minn kæri Jac

Gudrún Hauksdótttir, 13.10.2008 kl. 09:13

5 Smámynd: Jac Norðquist

Spáðu í að ég er í Alþjóðlegri efnahagsfræði í skólanum og ég hef ekki gert annað en að rökræða við kennarana um efnahagsmál á Íslandi undanfarið ár eða svo. Ég útskýrði fyrir þeim "hagfræðina" sem að Baugur fann svo skemmtilega upp, og dáðust þeir hálft í hvoru af henni. Við vorum allir sammála um að þetta myndi ekki endast til lengdar... sem það og gerði ekki. En hvað um það.... vonum bara að það eigi eftir að batna ástandið og smjörið fari aftur að drjúpa af hverju strái :)

Knús og kveðjur

Jac

Jac Norðquist, 13.10.2008 kl. 10:05

6 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Já vonum tad  kæri Jack stöndum med vorri tjód.....

Gudrún Hauksdótttir, 13.10.2008 kl. 10:14

7 Smámynd: Anita Björk Gunnarsdóttir

takk innilega fyrir kvittið hjá mér og fyrir marga frábæra pisla

kær kv Aníta

Anita Björk Gunnarsdóttir, 13.10.2008 kl. 10:55

8 Smámynd: Jac Norðquist

Ánægjan er mín megin Aníta

 Bestu kveðjur

Jac

Jac Norðquist, 13.10.2008 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband