Pólitískar ofsóknir/ Þetta bara fokking reddast/ Áfram Ísland

Yfir kaldann eyðisand, einn um nótt ég sveima.

Nú er horfið Norðurland, nú á ég hvergi heima.

Þannig fer manni nú að líða í kreppunni þegar það er ekki hægt að fá launin sín frá Íslandi millifærð lengur, allt búið að hækka um 100% vegna gengishruns, Danir hæða okkur og Englendingar hata okkur. Hvað skal gera?

Þjóðernisskipti? Á ég að fara í sendiráð Mosabik og sækja um flóttamannahjálp vegna pólitískra ofsókna Íslenska Ríkisins á hendur mér?

Nei ætli það.... ég er og verð STOLTUR Íslendingur, við stöndum þetta af okkur eins og svo margt annað. Í æðum rennur íshröngl, ég bít á jaxl og hugsa "Þetta bara fokking reddast" !

Ég neita að láta aumann Breskann stjórnmálamann hræða mig. Ég neita að láta háð Danskra félaga minna ná tökum á mér. Ég ætla standa keikur í stafni þjóðarskútunnar og ef hún sekkur, sekk ég með æðruleysi í stafni hennar.

Áfram Ísland


mbl.is Námsmenn erlendis í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Og veistu bara hvad????

Ég stend og fell med tér ...Og hana nú.

Gódur pistill minn kæri bara alveg frábær.

Eigdu góda helgi.

Gudrún Hauksdótttir, 11.10.2008 kl. 07:10

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góður pistill eins og venjulega...

Svona smá útidúr; Allir muna eftir bláu ljóðabókinni sem ég hataði... kennarinn þvingaði mig að lær allavega eitt ljóð og ljóðið sem ég lærði og kann en í dag er þetta: Yfir kaldan eyðisand, einn um nótt... 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.10.2008 kl. 23:10

3 Smámynd: Jac Norðquist

Takk fyrir JD ig GHE ! Ég á líka minningar úr bláu ljóðabókinni.... ljóðið sem ég læri þar var " Nú er frost á fróni...." og svo videre...

Bestu kveðjur og takk enn og aftur fyrir falleg komment

Jac

Jac Norðquist, 12.10.2008 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband