IceBalls
Þriðjudagur, 21. október 2008
Ég var í skólanum fram til klukkan 15:30 í dag. Eftir að hafa fagnað því að hafa staðist loka áfangann af Project D, viðskiptalaga hlutann, fór ég á bak mótorhjólinu mínu og lagði af stað heim á leið.
Þegar ég var að spenna hjálminn á hausinn, verður mér litið til himna þar sem að grábólgin skýin hrönnuðst upp. Ég glott með sjálfum mér og hugsaði að ég slyppi örugglega heim áður en rigningin færi að kræla á sér og glaður í bragði þeysti ég var stað, fullur tilhlökkunar að hitta konuna mína og börnin eftir langan dag í skólanum.
Þegar ég átti eftir 2 kílómetra af 8 heim, byrjaði að helli rigna. Ég hló örlítið með sjálfum mér vegna þess að regnbuxurnar mínar lágu vel geymdar í farangursrými hjólsins. Hláturinn kafnaði þó fljótlega þegar ísköld rigningin þrengdi sér niður gallabuxurnar mínar og inn að boxer nærbuxunum og kitlaði svo með ísköldum fingrum sínum hið allra heilagsta.
Alls ekki skemmtileg upplifun skal ég segja ykkur og hver maður gæti vel verið án svona upplifelsis. Þegar ég kom svo heim, var auðvitað hætt að rigna. Ég lagði hjólinu og fór inn til að ná mér í þurr föt og fá smá yl í kroppinn.
Ef ég verð heppin, mun manndómur minn koma úr felum síðar í kvöld. Eins og staðan er núna, lýtur allt út fyrir að ég þurfi að pissa sitjandi.
Bestu kveðjur
Jac Norðquist
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ha? Er þetta grín?
Þriðjudagur, 21. október 2008
Hvað er málið með að hamra á því í fjölmiðlum að þessir og hinir ætli að aðstoða Íslendinga í kreppunni með myndarlegum lánum, en svo þegar rætt er beint við þessa aðila, kannast þeir ekkert við málið? Væri ekki bara andskotans nær fyrir þessa svokölluðu blaðamenn, að kanna fyrst hvort það sé einhver fótur fyrir helvítis fréttunum sem þeir hamast við að copy&paste-a af erlendum copy paste miðlum? Er til of mikils mælst að einhver sauðurinn bara taki upp uppfinningu Alexander Grahams Bell og nái í viðkomandi menn og spurji þá beint út hvað er að gerast? Ó fyrir ykkur ungu kynslóðina, google kynslóðina þá bendi ég ykkur á að googla hann bara....
Bestu kveðjur frá mér til ykkar.
Jac
sem er orðinn þreyttur á staðhæfulausum fréttum.... drullu þreyttur alveg hreint.
Japanar þekkja ekki til viðræðna IMF og Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
En þvag?
Þriðjudagur, 21. október 2008
Það er greinilegt að umferð hefur aukist inn á hjartadeildina, sumir með einkenni frá Maga, aðrir frá hjarta.... en hvað með þá sem fá Hland fyrir hjartað? Er engin læknisfræðileg skýring á því?
Jac "alltaf að spekulera" Norðquist
Fleiri fá fyrir hjartað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
KrúttBeyglan
Þriðjudagur, 21. október 2008
Æ hvað hún er mikil krúttbeygla þessi elsku eldri kona. Fallegt af löggunni að ætla að skutla henni í læknisheimsóknina. Verra væri ef þessi skoðun væri svo vegna þess að hana grunar að hún sé ólétt eftir havaríið á elliheimilinu síðustu helgi !
Jac
Sjúkleg stundvísi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Spes Blogg !!!
Mánudagur, 20. október 2008
http://jackylynn.blog.is/blog/jackylynn
Þetta er bloggvinkona sem hefur frá mörgu spes að segja. Ég er alveg húkkt á frásögn hennar.
Bestu kveðjur
Jac
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nákvæmlega....
Mánudagur, 20. október 2008
Mér persónulega, finnst þetta vera alveg rétt mat hjá Hr. Aliber! Ég er viss um að Ízlenska Ríkisstjórnin væri betur sett að skoða stjörnur en að halda áfram að klúðra það lita sem stendur af efnahagnum. Af með kvótakerfið, leyfum frjálsar veiðar tímabundið næstu 3 árin, burt með ríkisstjórnina, þjóðnýtum hagkerfið og reynum að ná tökum á ástandinu áður en skerið siglir alveg í strand.
Jac
(Shit, ef maður les þessar línur hér að ofan.... er í fljóti bragði hægt að halda að ég vissi eitthvað í minn koll.... en svo kemur berlega í ljós að svo er ekki ;))
Stjórnvöld skilningslaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Síðasta línan.....
Mánudagur, 20. október 2008
Mér finnst þetta vera alveg ótrúleg gúrkutíð hjá Sænskum þingmönnum að fara væla eitthvað inni á sænska þinginu um samþjöppun á íslenskum blaðamarkaði?! Er ekki neitt annað fyrir þá að gera þarna á þinginu?
Annars liggur nú fréttin, að mínu mati, í síðustu línum þessara fréttar.....
"Við sama tækifæri sagði Göran að Svíþjóð og önnur Evrópusambandsríki ættu að sjá sóma sinn í að bjóða Íslandi upp á annað val en lán frá Rússum."
Rússarnir voru nú fljótir að kippa að sér höndunum þegar ljóst var að Ísland næði ekki inn í öryggisráðið..... Ætli það verði nokkuð samkomulag með Rússa-aurinn ? Ég leyfi mér stórlega að efast um það!
Jac
Áhyggjur af fjölmiðlum hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
ÚT Í HÖTT!!!
Mánudagur, 20. október 2008
Já ég verð að segja að mér finnst þetta framboð sem kostaði þjóðarbúið á milli 200-300 milljónir, vera alveg út í hött. Ok, gefum okkur að þetta hefði ekki kostað neitt, þá væri mér nokk sama. En við erum að tala um töluverða fjármuni og til hvers? Að sitja í Öryggisráðinu í aðeins eitt ár ? EITT ÁR ? Er ekki alveg í lagi? Ég er hins vegar alls ekki sammála Paul Kennedy, þar sem hann ræðst á þessa ákvörðun Íslendinga um sæti í Öryggisráðinu, hann notar þær forsendur að við erum Herlaus þjóð. Það sem hann meinar með því að án hers, erum við ekki með heilbrygða sýn á hernaðarbrölt annarra þjóða!? Kom on herra Paul. Við höfum þó smá kommon sense er það ekki?...... hmmmm í ljósi atburða á Íslandi undanfarnar vikur.... fer ég að efast.
Jac
Framboð Íslands út í hött? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gera eitthvað og það HRATT !!!
Mánudagur, 20. október 2008
Það verður bara að fara að gera EITTHVAÐ ! og það ekki seinna en strax. Það er svo ótrúlega grátlegt hversu illa helv. krónan er að leika okkur sem erum búsett erlendis en fáum launin okkar frá íslandi.
Svo legg ég nú til að það verði farið í aðgerðir gagnvart þessari blessuðu ríkisstjórn. Eru þeir ekki búnir að sanna það kyrfilega að þeir eru ekki vandanum vaxnir! Þetta klúður er ekki bara Baugi að kenna.... Svona í alvöru.... efna til kosninga fljótlega og fellum þessa ríkisstjórn takk.
Jac
Einhugur um að sækja um lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
CNN segir.....
Laugardagur, 18. október 2008
UNITED NATIONS (CNN) -- Iran and Iceland lost their bids Friday to win two of five rotating member seats on the U.N. Security Council.
Iran is under U.N. sanctions for its nuclear program, and Iceland is having financial problems.
Svo mörg voru þau orð
Jac
Segja Ísland hafi orðið fyrir auðmýkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)