Færsluflokkur: Bloggar
En er þá ekki.....
Mánudagur, 2. júní 2008
Ljótt að vera grínast með þetta... en ég bara verð !
Er þá ekki offramboð af smjöri !
(ok, ég skal þýða þetta fyrir þig dúllan mín.... ef þú þeytir rjóma of mikið, verður hann af smjöri= skjálftahristingurinn þeytti allan rjómann og ...... já þú skilur ;)
Kveðja
Jac...sem hristist af hlátri
![]() |
Skortur á skyri vegna skjálftanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Duck a l´Orange
Mánudagur, 2. júní 2008
Já maður verður að viðurkenna að það fóru straumar um mann eftir að Ísland vann SvíaGrýluna loksins og það á svona mikilvægu augnabliki. Þeir eru semsagt búnir að tryggja sér sæti á Kínverska veitingastaðnum "The Happy Panda" sem er við hliðina á Ól höllinni. Mér finnst hann Róbert orða þetta skemmtilega þegar hann segir "Sænskir Pappakassar" og er að tala um landsliðmenn svía. Pappakassar !? Afhverju Pappakassar.... Æ það er svo langt síðan að ég lék prófessjónal handbolta að ég er alveg búinn að gleyma hugtökunum og orðatiltækjunum..... ó já, nú man ég.... ég hef ALDREI leikið handbolta prófessjónalt
Jac, ekki alveg pappakassi en meira svona burðarpoki !
![]() |
Sænskir pappakassar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stundum sko.....
Laugardagur, 31. maí 2008
Það er fokkt opp að koma heim til sín eftir svona. Það er eins og það hafi verið snargeðveikt partí hérna í viku, hrópaði Magni Ásgeirsson rokkstjarna
Sko, stundum er hreint og klárt grenjandi fyndið að lesa fréttir hér á MBL !! Ætlar einhver að telja mér trú um það að karlinn, rokkstjarnan, ofurtöffarinn hann Magni, hafi staðið eins og geðsjúklingur og "HRÓPAÐ" þessa setningu yfir eyðilegginguna heima hjá sér? Þetta er eins og Séð og Heyrt, brandari.
Talandi um séð og heyrt... ég frétti að það hefði komið brandari eftir mig (þýddur) í nýlegur tölublaði þess ágæta tímarits :)
Jac Norðquist
Sérlegur brandararithöfundur séð og Heyrt.
![]() |
Allar gullplöturnar ónýtar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Já ekki ber á .....
Laugardagur, 31. maí 2008
Já það ber ekki á öðru en stúlkan sé bara hið ágætasta ofurkrútt ! Ég verð að segja það að ég er alveg hlynntur því að það séu haldnar fegurðarsamkeppnir. Ég sé ekkert að því. Einhver sagði einhverntíman að það ætti alltaf að vera mótvægi svo að hlutirnir gengju upp á langtímaskemanu!? Okey, ætli náist þá jafnvægi á fegurðarsamkeppnir ef það væri haldin samkeppni í Ljótleika? Titillinn Ljótasta stúlkan 2008 og Herra Subbulegur væru kannski lausnir sem vert væri að skoða.
Ég verð að segja að ég myndi fagna þeim titli að vera kosinn ljótasti maður Íslands, það myndi staðfesta það að allir speglar sem ég lýt í eru EKKI ónýtir, heldur sýna einmitt mitt ljóta smetti eins og ég sé það.... nei nei Jac minn, sagði mamma alltaf í gamla daga, þú ert ekkert ljótur, guð sendi öll börnin sín beint af himnum..... það er ekkert honum að kenna að þú lentir beint á andlitið ! Ég væri stoltur af þeim titli, því að þá væri staðfest margra ára minnimáttarkennd mín yfir útlitinu á mér og falskar athugasemdir eins og " Djöfull lýtur þú vel út" og "Noh, er minn að leggja af" eða "Minn bara helMassaður" myndu einfaldlega hætta og menn færu að verða hreinskylnir og segja "Jac, minn bara með ófríðara móti", "Æ, ertu ekki til í að snúa þér í hina áttina, við erum að reyna að borða hér" og síðast en ekki síst... pabbi, ertu ekki til í að hætta kyssa okkur góða nótt (need I say more) Hahahahahahahaha
Svona í alvöru... þá finnst mér ekkert að fegurðarsamkeppnum og meðan stúlkur nenna þessu og fólk nennir að horfa á þetta, þá er mér nokk sama. Ég þekki amk 2 stúlkur sem voru ungfrú Reykjavík og eina sem var Ungfrú heimur og þær eru allar alveg yndislega jarðbundnar og heilsteyptar manneskjur.
Jac (sem á ekkert nema gallaða spegla)
ps
flest af ofanskrifuðu er hreint og klárt grín, ég er alls ekkert með minnimáttarkennd og finnst oft á tíðum ég vera töluvert fallegur....
![]() |
Alexandra Helga valin ungfrú Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Okey, nú varð ég hrifinn !!!
Laugardagur, 31. maí 2008
Eftir að hafa horft á náttúruverndarsinna skíta upp á bakið á sér ótal sinnum með glötuðum mótmælum og illa að verki stöðnum, kemur þessi "Útitónleika-mótmæla" frétt eins og ferskur andblær gegnum tölvuskjáinn hjá mér. Það er neflilega töluverð skynsemi í lokaniðurlagi fréttarinnar, eins og Björk orðar hana. Kútós fyrir Björk.
Annars verð ég að segja að Tónlist Bjarkar hefur bara aldrei fallið hið minnsta að mínum smekk. Ég hef prófað ítrekað að hlusta á hana með opnum huga...en samt
Ætli ég sé með AntiBjarkarheilkenni ?
Jac
![]() |
Björk og Sigur Rós með útitónleika í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já já.....
Laugardagur, 31. maí 2008
Ok setjum þessa blaðamenn upp í kappaksturs bíl og látum þá keyra á 300+km hraða og sjá hvort þeir preformi alltaf óaðfinnalega ! Ég sá auðvitað þetta atvik í Mónakó og fannst þetta hálf skrítið, en Kimi er víst bara mannlegur eftir allt og einmitt þessi mannlegi þáttur gerir formúluna skemmtilegri ekki satt? Þegar Þýska vélmennið var undir stýri á Ferrrari fáknum, var nú lítið gaman fyrir mig að fylgjast með liðinu mínu gamla enda var maðurinn í áskrift af titlinum....það virtist vanta mannlega hlutann í hann. Nú er hinsvegar komið mennskur ökumaður í sætið og þá er næsta víst að það verður meira spennandi að horfa á Formúluna, því aldrei er að vita hverju von er á. Blaðamenn á Ítalíu eru oft eins og ofdekruð pelabörn og stundum alveg grátlega sorglegt að sjá hvað þeir geta drullað langt upp á bakið á sér. En þetta er jú allt partur af prógramminu svo ég tek þessu með stóískri ró og bíð spenntur eftir næstu keppni.
Jac
![]() |
Räikkönen ringlaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við hérna erlendis....
Föstudagur, 30. maí 2008
Ég verð bara að segja, að við Íslendingar erlendis, erum bara guðs lifandi fegin að það urðu ekki alvarlegri slys á fólki en varð ! Það stakk ónotanlega að sjá allt í einu á CNN að Ísland hefði orðið fyrir jarðskjálfta upp á 6,3 á Richter og var það sett inn sem "Breaking News". Ég hringdi auðvitað beint í Mömmu gömlu og nagaði þröskuldinn á meðan því að fyrir hugskotsjónum liðu myndir, einmitt frá CNN, af jarðskjálftasvæðunum í Kína. Hjartað barðist ótt og títt.... myndi sú gamla svara eða var litla vinalega blokkin í Breiðholtinu orðin rústir einar..... 6 hringingar..... duuut....7 hringingar.....duuut 8 hringingar.... og þá datt allt í einu inn rödd sem sagði mér á ensku.... The number you have dialed is no longer connected..... WHAT !!! Hvað í fljúgandi Fokk !? Er Ísland bara hrunið til grunna?? Mér leyst bara alls ekkert á blikuna og titrandi ýtti ég á Rí Dæal á símanum.... 001-802-823-5**** Ha? Ó ókey..... drengirnir höfðu greinilega verið að fikta í símanum og ég byrjað á að ýta á redial í staðinn fyrir að velja beint númerið hjá Mömmu gömlu.... púff. Jæja ég náði að lokum sambandi við kerlu og fékk að vita að hún hefði nú bara verið út í búð og ekki orðið vör við neitt misjafnt. Gott að heyra það og ég varð glaðari í bragði.... en svo kom spurning frá henni sem sló mig út af laginu..... En segðu mér Jac... afhverju hringir þú svona löngu síðar en ÖLL SYSTKYNIN ÞÍN TIL AÐ ATHUGA MEÐ MIG !? Öööö ég var bara að sjá þetta Mamma, fyrirgefðu
Gott eins og ég segi, að það urðu ekki mannskaðar.
Megi guð ykkar vaka yfir ykkur.
Jac Norðquist
![]() |
28 slösuðust í skjálftanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Svo er fólk....
Fimmtudagur, 29. maí 2008
Svo er fólk að drepa sig vegna þess að því finnst lífið svo "erfitt" !! Ég get ekki annað en dáðst að þessari konu, kjarknum og dugnaðinum sem hún hafði að bera. Hún skrifaði barnabók um litla stjörnu "Blinky Less Light" hét hún ef ég man rétt og það tók hana yfir 10 ár að skrifa bókina því hún fór svo oft inn og út af spítala. Ég man eftir fréttum að því að Al Gore kom og heimsótti þessa konu og hann var svo hrærður í heimsókninni að hann tók sig til og kyssti hana á ennið og þakkaði henni fyrir að vera sér innblástur. Ég ætla allavega að taka mér það til fyrirmyndar, að vera ekkert að væla og barma mér fyrr en í fulla hnefanna.
Jac
![]() |
Var tæpa sex áratugi í stállunga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kú**ð út um ....
Fimmtudagur, 29. maí 2008
Frétti á einni bloggsíðunni að geimfararnir hefðu Kúkað út um gluggann í klósetthallærinu ! Hahahahaha já já ég sé þetta því miður í anda en er hræddur um að þetta væri nú varla möguleiki (ætla ekki að útskýra eðlisfræðina fyrir ykkur sambandi við það). Annars ætti maður að benda NASA á Val með drullupumpuna í Breiðholtinu, ég hef heyrt að hann taki verkefni alla leið upp í Kjós afhverju ekki Geimstöðina? Hann er á þessum drullufína MAN trukk með drifi á öllum og sérstakri snigildrullupumpuþjöppu sem er reyndar túrbó drifin líka !
Kveðja
Jac
![]() |
Eina geimklósettið bilað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sko, það skiptir....
Fimmtudagur, 29. maí 2008
Það skiptir öllu hvort það var rautt eða grænt á umferðaljósinu !!! Fór hann semsagt yfir á rauðu eða grænu? Hehehehehe (gott samt að enginn slasaðist en ég vona að staurinn beri sitt barr eftir sem áður)
Jac
(Guð hvað ég er fyndinn svona í morgunsárið...geisp)
![]() |
Keyrt á umferðarljós |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)