Við hérna erlendis....

Ég verð bara að segja, að við Íslendingar erlendis, erum bara guðs lifandi fegin að það urðu ekki alvarlegri slys á fólki en varð ! Það stakk ónotanlega að sjá allt í einu á CNN að Ísland hefði orðið fyrir jarðskjálfta upp á 6,3 á Richter og var það sett inn sem "Breaking News". Ég hringdi auðvitað beint í Mömmu gömlu og nagaði þröskuldinn á meðan því að fyrir hugskotsjónum liðu myndir, einmitt frá CNN, af jarðskjálftasvæðunum í Kína. Hjartað barðist ótt og títt.... myndi sú gamla svara eða var litla vinalega blokkin í Breiðholtinu orðin rústir einar..... 6 hringingar..... duuut....7 hringingar.....duuut 8 hringingar.... og þá datt allt í einu inn rödd sem sagði mér á ensku.... The number you have dialed is no longer connected..... WHAT !!! Hvað í fljúgandi Fokk !? Er Ísland bara hrunið til grunna?? Mér leyst bara alls ekkert á blikuna og titrandi ýtti ég á Rí Dæal á símanum.... 001-802-823-5**** Ha? Ó ókey..... drengirnir höfðu greinilega verið að fikta í símanum og ég byrjað á að ýta á redial í staðinn fyrir að velja beint númerið hjá Mömmu gömlu.... púff. Jæja ég náði að lokum sambandi við kerlu og fékk að vita að hún hefði nú bara verið út í búð og ekki orðið vör við neitt misjafnt. Gott að heyra það og ég varð glaðari í bragði.... en svo kom spurning frá henni sem sló mig út af laginu..... En segðu mér Jac... afhverju hringir þú svona löngu síðar en ÖLL SYSTKYNIN ÞÍN TIL AÐ ATHUGA MEÐ MIG !? Angry Öööö ég var bara að sjá þetta Mamma, fyrirgefðu  Blush

Gott eins og ég segi, að það urðu ekki mannskaðar.

Megi guð ykkar vaka yfir ykkur.

Jac Norðquist

 


mbl.is 28 slösuðust í skjálftanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Innlitskvitt.... og þakkir fyrir stuðninginn og innlitin...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 31.5.2008 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband