Færsluflokkur: Bloggar
Frábært !
Föstudagur, 13. júní 2008
Þetta er bara snilld og verður vonandi notað í ríkara mæli, bæði hér og á Íslandi. Ég veit um marga með þrálát legusár og gott ef ég er ekki með eitt stórt á botninum vegna langvarandi skólasetu !! Hahahahaha
Jac "SoreBottom" Nordquist
![]() |
Síðasta hálmstráið var hunangið sæta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ædol og Kókaín
Föstudagur, 13. júní 2008
Ég var eins og svo oft áður, að fletta gegnum íslensku vefmiðlana og rakst þá á dv.is, á grein um fyrrum idol sigurvegarann. Greinin sem fjallar um hversu drengurinn líti vel út ásamt því hve aktívur hann er innan múranna. Hann sýni mikla iðrun og yfirbót. Hann vinni að plötu, barnabók og stundi golfið grimmt meðan hann er að afplána. Einnig er talað um "stórglæsilegar myndir sem voru teknar af drengnum á golfvellinum í fangelsinu..... Ok, nú spyr ég, hvað er það sem passar ekki við þessa frétt?
Já einmitt ! "Innan múranna" og "fangelsinu"
Það mætti halda að maðurinn hefði verið "dæmdur" fyrir stórfelldan innflutning á hættulegum fíkniefnum eða hvað?
Sko, ef það á að sýna ungviðinu okkar og öðrum hugsandi manneskjum svona djöfuls lúðafréttir þar sem að dæmdur fíkniefnainnflytjandi, burðardýr eða sama hvað þetta er kallað, og þær eru settar svona líka fallega fram að það er eins og maðurinn sé á hvíldaheimili fyrir aldraða tónlistamenn, að þá fæ ég bara æluna upp í kok !!! Ég er bara ekki sáttur við þetta, sorrý Stína !! Hvaða fjárans fyrirmynd er verið að búa til fyrir væntanleg burðardýr!? "Sko, ef þú næst maður, þá verðuru bara á hvíldarheimili, lærir golf og hefur það næs í nokkra mánuði"..... SKO FOKK IT !!!!
Ég vill taka það fram að lokum..... að ég er alls ekkert á móti Kalla Bjarna og vill honum allt hið besta. Þetta er eflaust góður drengur sem leiddist á ranga braut. Ég óska honum góðs bata og vona að hann komi heill út úr sinni krísu. Ég er EKKI að gagnrýna hann eða hans persónu, heldur þetta fáránlega kerfi sem heitir "Fangelsismálastofnun" og líka þessa illa hugsandi blaðamenn sem finnst það vera algert must að mála svona "fallega" mynd af veru þjóðþekkts íslendings innan veggja þess sem á að heita fangelsi ! Ef þetta héti áfangaheimili eða endurhæfingastöð eftir fangelsi væri ég sáttari. En maðurinn er að AFPLÁNA dóm..... svo kemur eftirmeðferðin !
Jac "Jailhouse Rock" Norðquist
"Í nýjasta tölublaði Séð og Heyrt er greint frá því að Idolstjarnan Kalli Bjarni sýni iðrun og yfirbót þar sem hann afplánar dóm vegna kókaínssmygls á Kvíabryggju.Þar spilar hann golf á níu holu velli sem hannaður hefur verið fyrir fangana, vinnur að barnabók sem koma á út fyrir jólin og semur tónlist sem tekin verður upp strax og refsivistinni lýkur. Séð og Heyrt birtir stórglæsielgar myndir af Kalla Bjarna á golfvellinum í fangelsinu á Kvíabryggju."
![]() |
Ók undir áhrifum vímuefna og áfengis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Draumurinn minn....
Fimmtudagur, 12. júní 2008
Ég verð að segja ykkur frá draumnum mínum... hann er svona:
Palli litli 18 ára, langar að fara á hátíðina Ein með öllu á Akureyri. Hann talar við mömmu sína og pabba og leggur dæmið upp fyrir þau. Auðvitað máttu fara Palli minn segir mamman, en Palli, þú verður að lofa mér því að vera edrú alla helgina ! Edrú mamma? Hvað er það?, segir Palli hálf hissa á þessu orðalagi mömmu sinnar. Sko, edrú er að neyta hvorki áfengis eða eiturlyfja. Palli roðnaði af skömm, mamma, heldurðu að ég sé einhver fáviti? Ég nota ekki áfengi, hvað þá að ég fari að dópa eins og aumingi! Mamma hans og pabbi brostu bæði, við vitum það vel Palli minn, að þú notar hvorugt, málið er bara að þegar við vorum ung, var það ekki séns í helvíti að fara eitthvað til að skemmta sér án þess að steikja heilann í sér duglega annað hvort með löglegum vímuefnagjöfum eins og áfengi eða ólöglegum efnum eins og hassi eða einhverju verra. Hér í denn var enginn maður með mönnum nema geta sagt eftir svona samkomur "Vá hvað ég var steiktur maður, ég man ekki rassgat eftir fjörinu en djöfull var samt gaman". Já Palli minn, því minna sem maður mundi því skemmtilegra hlaut að vera !
Svo fer Palli á Eina með öllu á Akureyri þar sem eru komnir mörg hundruð krakkar á hans aldri og skemmtunin fer fram áfallalaust og allir eru edrú, því annað er jú bara fáránlegt.
Ég segi eins og MLK " Ég á mér draum" !
Sorglegt hvað sumir draumar virðast fjarlægir
Jac "The Dreamer" Norðquist
![]() |
Hvernig verður Ein með öllu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sama trendið....
Fimmtudagur, 12. júní 2008
Það er sama trendið hér í Danmörku. Hér er kveikt í bílum svo oft að maður hefur alltaf pulsupakka, grillpinna og Skumfidusa í bílnum, svo stoppar maður bara við næsta bílbrunaflak og grillar.
Jac
![]() |
Dularfullir bílabrunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er bara....
Fimmtudagur, 12. júní 2008
Þetta er bara ekkert smá krúttlegt dýr. Nú finnst mér það eigi að rjúka til og skjóta það til að stoppa það svo upp og setja á safn !!!
Nei, þetta á að vera kaldhæðni, Halló !!!
En ég spyr þá með þessa þjóðsögu um Einhyrninga.... þeir eru alltaf Hestar, er það ekki? Afhverju skyldi það vera? Ætli hafi komið fram hyrndur hestur? Skrítið.....
Jac "JúníKorn" Norðquist
![]() |
Einhyrningur á Ítalíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skömminni....
Fimmtudagur, 12. júní 2008
Jæja þá er það ljóst að mín manneskja, frú Hillary Rodham Clinton, er fallin úr leik sem frambjóðandi til forsetakosninga í Bandaríkjum Norður Ameríku. Það þykir mér leitt því hún hefði verið tilvalin sem forseti og spennandi að sjá konu sem einn mesta áhrifaleiðtoga í hinum vestræna heimi. Ég verð þá að styðja Hr Barack því að ég er jú Demókrati inn að beini. Hr McCain er svosem ágætur kall er ég viss um, en ég er viss um að gömul stríðskempa finni bara enn eina leiðina til að fara í enn eitt stríðið. Það þarf persónu sem er kannski aðeins minna byssuglöð "TriggerHappy" en t.d. Hr. Bush Junior. Það ætti Hr. Barack að uppfylla með sæmd. Nú er bara að sjá hvað gerist í Nóvember, ég hef það sterklega á tilfinningunni að hann komist ekki í forseta stólinn samt sem áður.... það eru of miklar kreddur í bandarísku þjóðarsálinni til þess að "leyfa" svertingja til að sitja í æðsta embætti þjóðarinnar. Ég spái því að ef hann verður kosinn forseti, þá verður hann myrtur mjög fljótlega (Sic) Sorglegt en því miður alltof trúlegt. Ég sé hinsvegar fyrir mér að það verði mikil og löng barátta með atkvæði í Nóv. Kærur fram og til baka sem að verða að endingu til þess að Hr. McCain vinni að lokum. Eins og ég segi, þetta er mín spá og ég skal hundur heita ef þetta ræstist ekki. Nú ef svo Hr. Barack vinnur með afgerandi meirihluta, verður ekki myrtur og verður minnst sem einn af stóru forsetum Bandaríkjanna..... þá er það bara fínt mál :)
Jæja nóg um þetta í bili
Jac "Demókrati" Norðquist
![]() |
Obama fær stuðning kvenna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vá hvað ég er....
Fimmtudagur, 12. júní 2008
Ég verð að segja að mitt mat á brjóstum er bara svona frekar almennt, að ég held. Mér er nokk sama hvort þau eru stór eða lítil. Ég fann konu sem er bara alveg perfekt fyrir mig og er alveg ofsalega sáttur með mitt (ööö hennar). Jæja, þá að því sem ég ætlaði að tala um hér á blogginu og það er brjóstastækkunin hennar ungfrú Næstum Clooney. Það er talað um í fréttum (huh eins og þetta séu rosa fréttir) að Herra Sjarmör Clooney, hafi hææt með henni því hann var ekki að "Fíla" þessi nýju "Risa brjóst" !!! Og þar set ég þrjú upphrópunarmerki við.... RISA-BRJÓST! Skoðið nú þessa mynd á Visir og segið mér hvort ykkur finnst þetta líka vera RisaTúttur !
Jac
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spáið í það !
Miðvikudagur, 11. júní 2008
Fjórar Ástralskar og þrjár Kanadískar borgir ! Og ég bý í ODENSE Danmörku ! Bless, ég er fluttur til Kanada.... eða Ástralíu.... eða Vín... !
Jac "Wrong City" Norðquist
![]() |
Mest búsæld í Vancouver |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vitiði.....
Miðvikudagur, 11. júní 2008
Sko ég verð bara að segja að ég er hlynntur þessari klukkubreytingu ! Ekki það að mér finnist vera nein sérstök skynsemi í henni, en málið er að ef að fólk vill þetta og líður vel með þessa ákvörðun.... þá er ég sáttur. Það verður þó að vera sátt um málið en við vitum jú öll að það leynast litlir Hál**** inn á milli allsstaðar sem fá enga ánægju út úr lífinu nema að vera á skjön og ská við normið ! Þessir Hál***** verða auðvitað með uppsteyt og vesen en við því er jú að búast og við bara tökum því ! Öllum á að líða vel ekki satt ? Hahahahaha Nóg um það, breytum klukkunni ef okkur líður vel með það, annars sættum við okkur bara við snemmbúna niðurferð á sólarskömminni !
Jac "Í sólskinsskapi" Norðquist
![]() |
Vilja sjá lengur til sólar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þarf ekki, eða lítið?
Þriðjudagur, 10. júní 2008
Hmmm, enn ein lélega fréttin. Fyrirsögnin er í mótsögn við innihald fréttarinnar. Hvernig væri að MBL myndi nú lesa innihald fréttanna sem þeir birta, ekki bara þýða beint yfir án skilnings á efninu? Vélin "Þarf" semsagt vatn, bara miklu minna en venjulegar vélar!
Kveðja
Jac
![]() |
Þvottavél sem þarf ekki vatn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)