Ædol og Kókaín

Ég var eins og svo oft áður, að fletta gegnum íslensku vefmiðlana og rakst þá á dv.is, á grein um fyrrum idol sigurvegarann. Greinin sem fjallar um hversu drengurinn líti vel út ásamt því hve aktívur hann er innan múranna. Hann sýni mikla iðrun og yfirbót. Hann vinni að plötu, barnabók og stundi golfið grimmt meðan hann er að afplána. Einnig er talað um "stórglæsilegar myndir sem voru teknar af drengnum á golfvellinum í fangelsinu..... Ok, nú spyr ég, hvað er það sem passar ekki við þessa frétt?

 Já einmitt ! "Innan múranna" og "fangelsinu"

Það mætti halda að maðurinn hefði verið "dæmdur" fyrir stórfelldan innflutning á hættulegum fíkniefnum eða hvað?

Sko, ef það á að sýna ungviðinu okkar og öðrum hugsandi manneskjum svona djöfuls lúðafréttir þar sem að dæmdur fíkniefnainnflytjandi, burðardýr eða sama hvað þetta er kallað, og þær eru settar svona líka fallega fram að það er eins og maðurinn sé á hvíldaheimili fyrir aldraða  tónlistamenn, að þá fæ ég bara æluna upp í kok !!! Ég er bara ekki sáttur við þetta, sorrý Stína !! Hvaða fjárans fyrirmynd er verið að búa til fyrir væntanleg burðardýr!? "Sko, ef þú næst maður, þá verðuru bara á hvíldarheimili, lærir golf og hefur það næs í nokkra mánuði"..... SKO FOKK IT !!!! Angry 

Ég vill taka það fram að lokum..... að ég er alls ekkert á móti Kalla Bjarna og vill honum allt hið besta. Þetta er eflaust góður drengur sem leiddist á ranga braut. Ég óska honum góðs bata og vona að hann komi heill út úr sinni krísu. Ég er EKKI að gagnrýna hann eða hans persónu, heldur þetta fáránlega kerfi sem heitir "Fangelsismálastofnun" og líka þessa illa hugsandi blaðamenn sem finnst það vera algert must að mála svona "fallega" mynd af veru þjóðþekkts íslendings innan veggja þess sem á að heita fangelsi ! Ef þetta héti áfangaheimili eða endurhæfingastöð eftir fangelsi væri ég sáttari. En maðurinn er að AFPLÁNA dóm..... svo kemur eftirmeðferðin !

Jac "Jailhouse Rock" Norðquist 

"Í nýjasta tölublaði Séð og Heyrt er greint frá því að Idolstjarnan Kalli Bjarni sýni iðrun og yfirbót þar sem hann afplánar dóm vegna kókaínssmygls á Kvíabryggju.

Þar spilar hann golf á níu holu velli sem hannaður hefur verið fyrir fangana, vinnur að barnabók sem koma á út fyrir jólin og semur tónlist sem tekin verður upp strax og refsivistinni lýkur. Séð og Heyrt birtir stórglæsielgar myndir af Kalla Bjarna á golfvellinum í fangelsinu á Kvíabryggju."

mbl.is Ók undir áhrifum vímuefna og áfengis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Ég er fullkomlega sammála þér með allt sem þú segir þarna og til að toppa þetta get ég sagt þér að ég sá forsíðuna á Séð og heyrt þar sem er mynd af Kalla Bjarna. Hann er með þennan undirgefna hundssvip sem ég á erfitt með að þola því þessi svipur er eitthvað svo gervilegur. Ég er ekki að grínast með að hann er alveg eins og undirgefinn hundur á svipinn  !!!!  he he he

Kristín Guðbjörg Snæland, 13.6.2008 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband