Færsluflokkur: Bloggar
Ég er bara....
Miðvikudagur, 18. júní 2008
Ég er bara ferlega hrifinn af þessum listaverkakúlum ! Þær eru ekkert smá fallegar! Ætli þetta sé ekki alveg rándýrt?
Kveðja
Jac
![]() |
Plánetur á ferðalagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hópbílar !
Miðvikudagur, 18. júní 2008
¨Það eru nær fjögur ár síðan ég fór á vistakstursnámskeið hjá því frábæra fyrirtæki Hópbílar. Þeim er umhugað að nota vistakstur og sendu flest ef ekki allt starfsfólk sitt á þetta námskeið. Ég bý enn að því að hafa lært þetta og hvet fyrirtæki eindregið að senda sitt fólk á svona námskeið !
Bestu kveðjur
Jac
![]() |
Vistaksturskennsla styrkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Öööö Sko....
Miðvikudagur, 18. júní 2008
Ég man alveg eftir því þegar bryggjuhverfið var að rísa og ég sagði við vini, vandamenn og alla þá sem vildu heyra, að ég yrði steinhissa ef einhverjir með viti myndu nú kaupa íbúð í þessu blessaða gerfi-snobb hverfi!! Ok, ég hafði nú rangt fyrir mér þar.... en, bætti ég við, það myndi ekki líða á löngu áður en kjánarnir sem þó myndu kaupa til að auka á flottræfilsháttinn sinn, fengju nóg af því að að fá sandblásturinn frá Björgun yfir sig allan liðlangann daginn..... og hvað gerist. Nú er fólk í hrönnum að safna undirskriftum, búið að stofna þrýstihóp til þess að koma gamalgrónu fyrirtæki úr hverfinu... fyrirtæki sem var þar ÁÐUR en hverfið snobbaða reis, Áður en snobb Wannabe liðið flutti inn í snobb-íbúðirnar ! Er fólk svona miklir kjánar? Það lítur út fyrir það..... myndi ég flytja í hús við hliðina á t.d. SORPU í Álfnesi og fara svo að væla yfir vondri lykt !? Nei, ég tel mig skynsamari en það.... hins vegar ef Sorpa myndi byggja sorpeyðingarstöð við hliðina á húsinu mínu í Fossvogsdalnum..... þá myndi ég auðvitað rísa upp á afturfæturnar og urra hressilega. En mér finnst hitt bara svo mikil heimska..... fyrir það fyrsta... EKKI KAUPA ÞÉR ÍBÚÐ VIÐ HLIÐINA Á IÐNFYRIRTÆKI SEM MENGAR !!! Það gerist varla einfaldara !
Jac
![]() |
Vilja leysa sambúðarvanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Takk fyrir MBL !!
Miðvikudagur, 18. júní 2008
Þið megið eiga það að þið eruð snöggir til að leiðrétta vitleysurnar þegar ykkur er bent á þær hihihihihi.... skoðið síðustu færslu hjá mér ef þið sem þetta lesið fattið ekki út á hvað málið gengur.
Kveðja
Jac "Ritvillupúki" Norðquist
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Velti/Valt ?
Miðvikudagur, 18. júní 2008
Frétt af mbl.is
"14 ára ökumaður valt bíl"
Ég veit, ég heima útlönd, ég eki tala alveg Íslensk þú skilja....... En fjandinn hafi það að ég myndi setja svona sem fyrirsögn í fjölmiðil allra landsmanna og nokkurra útlendinga líka ! Legg til að við bloggarar stofnum sjóð til styrktar Mbl til kaupa á ritvilluforritinu Púka..... hmmm það er rétt, kannski sér púki ekki þessháttar klaufavillur, en þá er spurning um að senda blaðamenn á ritnámskeið! Já, söfnum fyrir því
Ég er auðvitað að kasta steinum úr glerhúsi, en ef ég væri að vinna á svona miðli, læsi ég amk tvisvar yfir allt sem ég sendi frá mér....
Bestu kveðjur
Jac Norðquist
![]() |
14 ára ökumaður velti bíl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mundi ég .....
Þriðjudagur, 17. júní 2008
Ég viðurkenni það fúslega.... ég er að verða gamall..... ég myndi bara aldrei nenna að hanga til 02:45 hvað þá til 04:45 til þess að horfa á tónleika..... jæja, kannski ef maður væri hvort sem er útúr spýttaður.... þá skiptir tíminn kannski ekki miklu máli hahahahaha en ég verð líka að viðurkenna að ég hef svosem aldrei prófað neitt sterkara en Tripple Expressó ! Og boy ó boy.... what a rush !
Jac
![]() |
Óvinsæll Kanye West |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Galinn Gjörningur !
Þriðjudagur, 17. júní 2008
Ég er hlynntur mörgu en svona kjánaskap er ég ekki hlynntur ! Einfaldlega ekki !
Jac
![]() |
Skar íslenska fánann á Stjórnarráðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Zoo í Köben vill DREPA hann !!!
Þriðjudagur, 17. júní 2008
Ég var að lesa JyllandsPosten og er þar viðtal við aðstoðarforstjóra Dýragarðs Kaupmannahafnar og segir hann að það sé dýrinu fyrir bestu að það sé aflífað ! Það er einmitt það...
Kveðja
Jac
![]() |
Aðgerðir að hefjast að Hrauni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það var hringt í mig !!!
Mánudagur, 16. júní 2008
Já já alveg satt, ég fékk hringingu út af ísbirninum. Ég var beðinn um að mæta upp á klakann og syngja fyrir kvikyndið, það hefur neflinlega heyrst að ég geti fengið fullorðinn mann til að grenjuslefa af tómri angurværð ef ég brest í söng.... ég var semsagt beðinn um að syngja vögguljóð fyrir bangsa og svæfa hann. Ég tók svo smá prufu í símann fyrir hringjandann.... Þeir ætla frekar að nota dýnamít á björninn.... það er mannúðlegra segja þeir !
Ég syng ekkert illa
Jac "Solo mio" Norðquist
![]() |
Erfið aðgerð framundan að Hrauni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Enn ein BullFréttin !!!
Mánudagur, 16. júní 2008
Nú er það reyndar Vísir .is sem á heiðurinn af ruglfrétt dagsins ! "Katherine Heigl sprangar um fáklædd "..... Ég auðvitað smellti á linkinn því ég er auðvitað alltaf spenntur fyrir fáklæddum.... ööö mannverum sko. Fyrir utan það að vita ekki rassgat hver frú Heigl er, þá bara ákvað ég að láta slag standa. Jæja, birtist þá ekki fyrir augum mér eins sú fávitalegasta "frétt" sem ég hef séð lengi ! Og við, unnendur MBL fáum nú alveg okkar skammt skal ég segja ykkur. Það er einhver nafnlaus kjáni sem snaraði slúðurfrétt yfir á íslensku og skoðið árangurinn ! OMG þarf ég virkilega að segja meira? Það er talað um konuna sem FÁKLÆDDA !!! HALLÓ ERTU FÁ-VITI kæri blaðamaður/kona !? Hún er á fokking BIKINÍI !! Hversu vel klædd getur kona verið ef hún er á bikiníi? GRRRRRRR Maður verður svo innilega kjaftstopp að það hálfa væri meira en nóg ! Ég get svarið það að ég sé alveg fyrir mér Apa, pikkandi á lyklaborðið með höndum og fótum og launin eru Bananar eins og þú getur í þig látið !
Jæja, takk fyrir að leyfa mér aðeins að pústa ! ...... svo kemur rullan svo enginn móðgist nú !
Ég tek það fram að þessi skrif eru á engan hátt beind að ákveðinni persónu, lifandi eða látinni, sem starfar við MBL eða Vísir. Ef þú telur þig þekkja, vita um, þekkir einhvern sem hugsanlega gæti kannast við eða telur að verið sé að ráðast á þína persónu, þá er það ekki staðreynd heldur tómur hugarburður. Hahahahahahaha (je right) !
Kærar kveðjur og góða nótt
Jac Norðquist
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)