Öööö Sko....

Ég man alveg eftir því þegar bryggjuhverfið var að rísa og ég sagði við vini, vandamenn og alla þá sem vildu heyra, að ég yrði steinhissa ef einhverjir með viti myndu nú kaupa íbúð í þessu blessaða gerfi-snobb hverfi!! Ok, ég hafði nú rangt fyrir mér þar.... en, bætti ég við,  það myndi ekki líða á löngu áður en kjánarnir sem þó myndu kaupa til að auka á flottræfilsháttinn sinn, fengju nóg af því að að fá sandblásturinn frá Björgun yfir sig allan liðlangann daginn..... og hvað gerist. Nú er fólk í hrönnum að safna undirskriftum, búið að stofna þrýstihóp til þess að koma gamalgrónu fyrirtæki úr hverfinu... fyrirtæki sem var þar ÁÐUR en hverfið snobbaða reis, Áður en snobb Wannabe liðið flutti inn í snobb-íbúðirnar ! Er fólk svona miklir kjánar? Það lítur út fyrir það..... myndi ég flytja í hús við hliðina á t.d. SORPU í Álfnesi og fara svo að væla yfir vondri lykt !? Nei, ég tel mig skynsamari en það.... hins vegar ef Sorpa myndi byggja sorpeyðingarstöð við hliðina á húsinu mínu í Fossvogsdalnum..... þá myndi ég auðvitað rísa upp á afturfæturnar og urra hressilega. En mér finnst hitt bara svo mikil heimska..... fyrir það fyrsta... EKKI KAUPA ÞÉR ÍBÚÐ VIÐ HLIÐINA Á IÐNFYRIRTÆKI SEM MENGAR !!! Það gerist varla einfaldara !

Jac


mbl.is Vilja leysa sambúðarvanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hefur alltaf verið svona. Það er ekki neitt nýtt að atvinnusvæði verður skyndilega að íbúðarsvæði og sú atvinnustafssemi sem var þar fyrir er hrakin í burtu.

Annars er ég alveg sammála þér með þetta hverfi, það er ömurlegt ásýndum. 

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 09:53

2 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Það eru líka ekki allir sem velja að búa þarna. Háskólarnir eru með stúdentaíbúðir í blokkunum sem eru næst þessu svæði. Þeir sem þar búa fá bara úthlutað íbúð í einhverri af þeim sem Háskólarnir eiga og hafa kannski ekki tækifæri til að afþakka enda dýrara að leigja á almennum markaði. Guðrún og Waleska bjuggu þarna við hliðina á þessu svæði og manni fannst þetta nú ekkert svakalega snobblegt!!! Þvert á móti. Ég sé ekkert flott við að búa eins og niðursuðudós í hverfi þar sem blokkirnar snerta hver aðra. Ég meina... komm on...... sama hvað hver segir þá eru þetta fyrst og fremst blokkir sem eru hver ofan í annarri... !!! ojjjj verði þeim að góðu.

Kveðja úr víðáttunni í Skagafirði...... Við ættum að stela ísbirninum sem Húnvetningar eru með í skjaldarmerkinu sínu!!! he he

Kristín Guðbjörg Snæland, 18.6.2008 kl. 14:30

3 Smámynd: Jac Norðquist

Eru stúdentaíbúðir í Bryggjuhverfinu? Jahérna, nú er ég hissa? Það hlýtur bara vera vegna þess að snobb-liðið sá sér ekki vært að vera þarna eða hvað!? En, hvað um það.... ég stend við fyrri fullyrðingar föstum fótum :)

Kveðja

Jac

Jac Norðquist, 18.6.2008 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband