Skortur á sundkennslu !

Alveg er það merkilegt hvað blöðin geta snúið út úr hlutunum !? Hér var sko engin drekking á ferðinni, alls ekki.

Það var þannig að Bára Marens, kom að máli við Sören Svívert og segir við hann, Kæri Sören, ég hef aldrei getað synt neitt að ráði, hvað þá kafað. Nú er svo komið að ég bara þoli ekki lengur við og verð að fullnægja þessari sund/köfunarþrá minni eða vitlaus ég verð ! Sören, sem eins og allir góðir 24ára danir, var út úr reyktur og freðinn (ég var dyravörður í denn svo ég kann öll "neysluorðin") Kære Båra, að sjálfsögðu skal jeg aðstoða þig væna, segir Sören og fær sér reyk af kryddjurtavafninginum sínum, skellum okkur bara niður í fjöru. Bára og Sören tölta niður í fjöru á Rebæk vatni, þar sem var í gangi Skt Hans brenna.

bilde?Avis=BT&Dato=20080624&Kategori=KRIMI&Lopenr= 

 Jæja, standa þau í vatnsborðinu meðan allir hinir voru að fylgjast með nornabrennunni og skoða aðstæður. Þetta er kannski ekki hentugasti tíminn, segir Sören fullur efasemda á tiltækinu. Nei nei vitleysa segir Bára, svona kenndu mér, núna strax ! Þau stóðu svo nálægt bálinu að skyndilega fuðraði jakkinn hennar Báru upp að aftan. Hún tók í fyrstu ekki eftir neinu en Sören, þótt útúrfreðinn væri, var snöggur til og tók þéttingsfast um hálsinn á Báru og keyrði hana á kaf í vatnið. Strax ruddist fram stór hópur af Skt Hans áhorfendum og gargaði á hann að hætta að drekkja henni !? Sören varð þá alveg ringlaður og bara mundi ekki hvort hann var í raun að drekkja Báru eða bjarga henni frá bálinu... Hann hélt henni þessvegna aðeins lengur undir vatni en hollt þætti svona almennt séð. Bára kom svo að lokum úr kafi og um varir hennar lék bros, Shitt Sören, ég kafaði, ég kafaði.... en Sören náði ekkert að svara því allt í einu var hann bara kominn í handjárn og var dreginn í burtu. Hissa, stóð Bára í fjörunni og horfði á eftir Sören.... Jæja, ég er þá bara farin á djammið, sagði hún með sjálfri sér og laumaðist á brött úr þessari þvögu fólks sem var svo óendanlega æst eitthvað !? Fokking brennur alltaf, stundi hún og vinkaði eftir taxa.

Sören Svívert var, eins og áður kom fram, út úr reyktur og þrátt fyrir þrálátar spurningar lögreglunnar, mundi hann bara ekkert hvað gekk á niður við vatnið..... svo rann upp fyrir honum ljós.... hei váááá ég var örugglega að slást við Ísbjörn !

Jac Norðquist


mbl.is Reynt að drekkja konu á Jónsmessuhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband