Mafían á Vestfjörðum?

Þetta er í raun alveg stórfrétt! Það er látið að því liggja að það hafi kunnáttumenn framið skemmdarverk á þessum tiltekna pramma. Í fréttinni segir einnig að ef pramminn hefði svo byrjað að sökkva í togi, hefði hann að öllum líkindum dregið togskipið niður með sér.... þá er kannski næsta víst að einhver eða einhverjir hefðu farist.... þetta er bara orðið reifarakennt! Manni stendur ekki á sama... hvað skildi málið vera? Eru einhver Pramma fyrirtæki á vestfjörðum í gríðarlegum slag svo beita þurfi öllum ráðum til að klekkja á andstæðingunum? Eru Sópranos-kallar með vindil í munnvikinu, öskrandi skipanir á undirmenn sína "Komið Prammanum fyrir kattarnef" eða "Dóri, þú sérð um prammann meðan Sjonni sér um Landcrúserinn". Binni sér um flóttabílinn og hreinsar upp eftir ykkur. Svo labba þeir allir út af Kaffivagninum í bleiku, flöktandi neonljósi, út í næturhúmið. Dagur rennur á Ísafirði, pramminn er í lamasessi og Binni geispar þreyttur á leiðinni heim. Hann er ánægður með verk næturinnar. 

Jac "The Bully" Norðquist


mbl.is Skemmdarverk unnin á pramma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband