Enn ein BullFréttin !!!
Mánudagur, 16. júní 2008
Nú er það reyndar Vísir .is sem á heiðurinn af ruglfrétt dagsins ! "Katherine Heigl sprangar um fáklædd "..... Ég auðvitað smellti á linkinn því ég er auðvitað alltaf spenntur fyrir fáklæddum.... ööö mannverum sko. Fyrir utan það að vita ekki rassgat hver frú Heigl er, þá bara ákvað ég að láta slag standa. Jæja, birtist þá ekki fyrir augum mér eins sú fávitalegasta "frétt" sem ég hef séð lengi ! Og við, unnendur MBL fáum nú alveg okkar skammt skal ég segja ykkur. Það er einhver nafnlaus kjáni sem snaraði slúðurfrétt yfir á íslensku og skoðið árangurinn ! OMG þarf ég virkilega að segja meira? Það er talað um konuna sem FÁKLÆDDA !!! HALLÓ ERTU FÁ-VITI kæri blaðamaður/kona !? Hún er á fokking BIKINÍI !! Hversu vel klædd getur kona verið ef hún er á bikiníi? GRRRRRRR Maður verður svo innilega kjaftstopp að það hálfa væri meira en nóg ! Ég get svarið það að ég sé alveg fyrir mér Apa, pikkandi á lyklaborðið með höndum og fótum og launin eru Bananar eins og þú getur í þig látið !
Jæja, takk fyrir að leyfa mér aðeins að pústa ! ...... svo kemur rullan svo enginn móðgist nú !
Ég tek það fram að þessi skrif eru á engan hátt beind að ákveðinni persónu, lifandi eða látinni, sem starfar við MBL eða Vísir. Ef þú telur þig þekkja, vita um, þekkir einhvern sem hugsanlega gæti kannast við eða telur að verið sé að ráðast á þína persónu, þá er það ekki staðreynd heldur tómur hugarburður. Hahahahahahaha (je right) !
Kærar kveðjur og góða nótt
Jac Norðquist
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.