Færsluflokkur: Bloggar

Er þetta nú......

Svona í alvöru, er þetta nú rétta aðferðin? Auðvitað á ekkert að vera knýja blessuðu olíuprinsana til að auka framleiðsluna. Það færir þeim bara fleiri tromp á hendina. Rétta aðferðin að mínu mati er að auka fé til rannsóknar og framleiðslu á öðrum orkugjöfum (alternative rescources). Það eru þeir hræddastir við. Hversvegna haldiði að verðið sé knúið upp í topp í dag? Það er út af því að það er alls ekki langt í að annar orkugjafi en olía verður allsráðandi í orkumálum og þá verða greyjin alveg á kúpunni og olía verður eins og gufa 18 aldar. Þessvegna er um að gera að hala inn eins mörgum krónum og hægt er meðan hægt er, ekki satt?

Kveðja

Jac


mbl.is Sádar auki olíuframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spáðiði í....

Þvílík geðfötlun hjá þessari konu !? Hvernig er hægt að vera svona innilega heimsk? Manni ofbýður svo mikið að maður fær vont bragð í munninn. Manni verður eiginlega orða vant svo það er best að skrifa ekki meira um þetta.

Jac


mbl.is Ákærð fyrir aðild að MySpace-gabbi sem leiddi til sjálfsvígs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ha, er......

Er kominn 1. Apríl aftur áður en ég frétti af því??? Þvílíkur gjörningur sem þær stöllur ætla að framkvæma. Ég verð að segja að mér finnst þetta bæði sorglegt og fyndið í einum og sama pakkanum. Þessi Dr. Ruth er bara fyndin kerling og ég hef séð gamla þætti með henni...OMG hvað það er hægt að vera hallærislegur að tala um raðfullnæingar og lýta svo út eins og soðið marmelaði. En hvað veit ég. Ég veit bara að þegar ég átti eftir nokkra klukkutíma í fæðingu 1969, kom guð að máli við mig og bauð mér tvo valkosti. Að verða ótrúlega góður elskhugi eða vera með ofurminni alla æfi. Nú er svo komið að ég bara man alls ekki hvorn kostinn ég valdi !?

Kveðja

Jac


mbl.is Kynlífsgjörningar Dr. Ruth
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ....

Ég er alveg 100% hlynntur því að löggan náði tali af þessum dreng. Það á að koma þeim skilaboðum út í samfélagið að það er ekki ásættanlegt að vera með svona hótanir. Þetta er einfaldlega ekki fyndið (Punktur) ! Jú jú það er alveg hægt að tala um prakkarastrik og allt það, en ef það er tekið á málinu strax, þá verða væntanlega færri svona mál í framtíðinni og það verður kannski til þess að Geðsjúkir tappar náist áður en það er um seinan.

Jac


mbl.is Bloggarinn fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað?

Var of flókið að setja "Nýju" reglurnar inn í fréttina?

Æ þetta er bara ég, letin alltaf að kæfa mann. Auðvitað á ég ekkert að ætlast til að fá allar fréttir niðursoðnar beint ofan í kok. Ég á bara að Googla "Nýjar reglur,Lín, skítlegt eðli" og þá kemur upp rétta svarið (æ nei, sleppið þessu skítlega eðli, mér fannst það bara fyndið). Það er auðvitað ekki hægt að ætlast til heldur að blaðamenn copy/paste fréttir af www.lin.is og bæti inn í sínar, eða hvað?

Kveðja

Jac

sem er núna að lesa um Lín á lín.is


mbl.is Nýjar úthlutunarreglur LÍN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EN HVAÐ !?

Þarf ég þá sem almennur borgari að greiða skatt af hlutabréfunum mínum ef ég neyðist til að selja þau til að eiga fyrir skuldunum ?? FOKK ¨!!!    Angry

Jac


mbl.is Söluhagnaður fyrirtækja vegna hlutabréfa skattfrjáls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég dáist....

Ég dáist að vörubílstjórunum fyrir einskæra þrautseigju þeirra !!! Það er auðvitað farið að hnussa í fólki og stöku kvart og kvein hingað og þangað því við Íslendingar eigum svo hryllilega erfitt með að sýna eitthvað sem heitir SAMSTAÐA, en þegar allt kemur til alls þá vona ég heitt og innilega að þeir gefist ekki upp og þessi blessaða ríkisstjórn drattist til að komast út úr "Fólk er fífl" hugsunarhættinum og geri eitthvað fyrir okkur almenning annað en að maka krókinn á okkar kostnað. E því miður er það svo að ég held að ég þurfi að bíða lengi eftir því að sjá alvöru ríkisstjórn sem hefur áhuga og getu til þess að vinna fyrir okkur sem kusu þá.

Jac


mbl.is Mótmælt á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Get ....

Ég get tekið undir það að það er þörf á því að bæta ímynd Litháa á fleiri stöðum en á Íslandi. Því miður er það svo að þeir virðast litnir hornauga hér í Danmörku líka, ásamt fleiri þjóðernum svosem. Það er sjokkerandi hversu sjálfsmorðstíðnin þar (Litháen) er gríðarlega há. Þessi þjóð þarf svo sannarlega að finna sjálfa sig og skilgreina upp á nýtt. Ég er hlynntur þessu viðhorfi hjá þeim á íslandi og vona að þeir mæti skilningi.

Jac

 


mbl.is Litháar á Íslandi stofna félag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað?

Nennti svo blaðamaðurinn ekki að hafa samband við Keili og sjá hverju þeir svara þessari gagnrýni/yfirlýsingu ? Lúðafrétt  FootinMouth

Jac


mbl.is Gagnrýna auglýsingar frá Keili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálfvitalegt !!!!

Sko afhverju hefði einhver átt að gera yfirvöldum viðvart !?

Þetta er risastórt hús með mörgum íbúðum og auminnginn Fritzl byrjar að standa í framkvæmdum. Um það að hann væri aumingi var ekkert vitað á þeim tíma. Hann á stórt hús og ákveður að framkvæma eitthvað og það þarf til þess trukka og gröfur og ýmislegt byggingarefni ! Hver er glæpurinn ? Daglega sé ég hinar ýmsustu framkvæmdir hjá samborgurum mínum og gott ef ég var ekki að byggja hús í Hafnarfirði fyrir nokkrum árum. Það þurfti gröfu og nokkrar ferðir með vörubíla. Ég var stundum að vinna í húsinu langt fram á nótt við að standsetja og ekki í eitt einasta skipti bankaði löggan uppá. Æ ég veit það ekki... það fer alveg innilega í taugarnar á mér svona "lúða" fréttaflutningur.... "Þrátt fyrir umfang þessara flutninga mun enginn hafa gert yfirvöldum viðvart um að eitthvað grunsamlegt væri á seyði. "

Kveðja

Jac


mbl.is Fritzl flutti sautján vörubílsfarma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband