Færsluflokkur: Bloggar
Bankaöfund Dana !!!
Þriðjudagur, 13. maí 2008
Það er ekki einleikið hversu Danir reyna að djöflast á Íslensku bönkunum með sífelldri niðurrifsgagnrýni sem á eiginlega enga stoð í raunveruleikanum. Hér er frétt sem er titluð "Kom vel á vondann"
DANSKE Bank hefur tapað um
413 milljónum danskra króna, jafngildi
um 6,8 milljarða íslenskra
króna, á dönskum húsbréfum. Markaðsviðskiptasvið
bankans veðjaði á
að verð bréfanna myndi hækka gagnvart
þýskum ríkisskuldabréfum.
Raunin varð hins vegar sú að verð
húsbréfanna lækkaði og því varð tapið
að veruleika að sögn Børsen.
Svo er hér önnur frétt um það hve vel bankarnir stóðu af sér storminn. Nú er bara að sjá hvernig Dönsku "Fjármálaséníin" sískrifandi, svari þessu.
"ÍSLENSKU bankarnir koma inn úr
kuldanum, segir í fyrirsögn á frétt
Financial Times um helgina, þar
sem blaðamaðurinn David Ibison
fjallar um uppgjör Kaupþings,
Landsbankans, Glitnis og Straums
eftir fyrsta ársfjórðung þessa árs.
Þar segir að bankarnir hafi á
fyrstu mánuðum ársins ekki farið
varhluta af óróanum á alþjóðamörkuðum.
Þrátt fyrir orðróm
um áhlaup á bankana og
meintar árásir vogunarsjóða hafi
þeim með uppgjörum sínum tekist
að sýna gagnrýnendum að allt tal
um hrun í bankakerfinu hafi ekki
átt við rök að styðjast. Uppgjörin á
síðustu vikum hafi verið það góð
að sennilega sé mesti bankastormurinn
að baki. Miðað við alþjóðlega
viðmiðun hafi íslensku
bankarnir sýnt með uppgjörum
sínum trausta stöðu og þeir séu vel
fjármagnaðir. "
Heimildir Morgunblaðið
Kveðja
Jac
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hahahahaha
Laugardagur, 10. maí 2008
Gat hann ekki bara "Pissað" inn um bréfalúguna ? Þá hefði hann varla fengið á sig kæru eða hvað?
Hehehhehehehe
Jac
![]() |
Þurfti bara að pissa" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Góði Guð
Laugardagur, 10. maí 2008
Þegar ég var rétt um það bil að fæðast, bauð Guð mér að velja um tvo möguleika. Annaðhvort yrði ég sá allrabesti elskhugi sem hefði verið til á jörðinni eða ég fengi ofurmannlegt minni.... vandinn er sá að ég bara man ekki hvort ég valdi !
Jac
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Óþol ?
Föstudagur, 9. maí 2008
Hvað með okkur sem erum "nýbúar" erlendis? Er það allt í lagi? Eigum við að verða fyrir svona neikvæðni frá viðkomandi þjóðfélagi? Svona óþol gagnvart útlendingum eru bara óþolandi fordómar. Það er gjarnan talað um að útlendingar "taki" vinnu frá íslendingum! Ok, skoðið þá bara hagtölur og hversu nauðsynlegt það er að fá inn vinnuafl erlendis frá til að viðhalda þjóðarbúskapnum. Hvað með glæpina? Ó virkilegt !!!!! Það voru semsagt ENGIR glæpir á Íslandi fyrir árið 2000 eða hvað? Jú jú auðvitað skapast stundum vandræði þegar ólíkir þjóðfélagshópar skarast, en ég er samt hlynntari því að fræðsla og víðsýni geta gert heilmikinn gæfumun. Það er líka allt í lagi að skoða vel og vandlega innflytjendastefnuna á íslandi í ljósi reynslu erlendra ríkja á innflutningi á erlendi fólki. En samt sem áður, þetta fólk "nýbúar" er komið til landsins, það er eflaust að reyna að læra að fóta sig í gerólíku umhverfi en það er vant, sýnið vinsamlega þá virðingu og þolinmæði gagnvart því...sömu viðringu og þolinmæði og ég og aðrir "nýbúar" óskum eftir þegar við flytjum okkur um set og setjumst að erlendis. Ég finn gríðarlegan mun á viðhorfi mínu gagnvart "útlendingum" á íslandi eftir að ég varð "útlendingur" sjálfur, fyrir nokkrum árum, erlendis.
Vona að ég sé ekki of alvarlegur í tali en svona líður mér
Jac
Útlendingur í útlöndum
![]() |
60% nemenda segja nýbúa of marga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bullukollur !!!
Föstudagur, 9. maí 2008
Þetta finnst mér bara fallega orðað af löggunni í staðinn fyrir að segja að um alvarlega geðfatlaðan einstakling var að ræða, sem bætti ekki ástandið á slæmu heilaástandi með inntöku rökréttis-hamlandi efna !!
Jac
![]() |
Bullukollur braut rúðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hryllingur !!
Föstudagur, 9. maí 2008
Hvað eiga svo margir eftir að deyja í viðbót vegna "Heimskra" stjórnvalda?
Jac
![]() |
Afleiðingarnar komu öllum í opna skjöldu" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það eru að minnsta.....
Fimmtudagur, 8. maí 2008
Það eru að minnsta kosti 10 ár !!! Síðan ég las svipaða frétt og þetta, 10 ár, og það er farið með þetta eins og nýmeti !? Skrítið
En ætli sé ekki best að koma sér í bælið...!? Er rétt nýbúinn að klára verkefni í Financial Management sem ég á að skila kl 08:00 í fyrramálið og nú er klukkan orðin 02:30 takk !!! (eina ferðina enn) Þarf að huga að þyngdinni og sofa aðeins meira i hausinn á mér.
Góða nótt
Jac
![]() |
Tengsl milli offitu og svefns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sko, þetta er komið í hring.
Miðvikudagur, 7. maí 2008
Þetta reykbann er alveg að verða komið í hring, ekki satt? Skoðið þróunina...fysrt er bannað að reykja inni á skemmtistöðunum.... og fólk fer út og reykir þar...svo kvarta allir og kveina því íslenska veðráttan er ekki sú mest fyrirgefandi hér á jörð..... svo eru byggð skýli fyrir reykingafólkið....og jafnvel hljóðeinangrandi svo nágranna hótelin og aðrir verði ekki fyrir ónæði...ok, þá má segja að það sé búið að bæta við einu aukaherbergi eða sal við viðkomandi skemmtistað því að nú er reykrýmið orðið lokað, hljóð,vatns og rokþétt.... og þá er það í raun orðið inni..!? Ekki satt? Og þá er nú stutt í að það verði settur upp "Bar" fyrir reykingafólkið, inni í reykrýminu..... sem er auðvitað opið fyrir Alla gesti staðarins.... ekki satt? og þá spyr ég.... er þetta ekki komið í hring? Nema hvað að staðurinn er "Neyddur" til að stækka örlítið. Allt komið í sama farið eftir fáein ár !!! Ekki misskilja mig, ég er sjálfur búinn að vinna á skemmtistöðum í all mörg ár (í þá gömlu góðu sko) og ég hef aldrei reykt sjálfur og finnst þetta vera ótrúlega ógeðfelldur siður.... en er samt mjög líbó á því gagnvart fólki, en fagna þessu reykleysi á opinberum stöðum, sérstaklega gagnvart starfsfólkinu.
Jac
![]() |
Apótekið bregst við hávaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vá, ég er farinn í Pelsaleigu !!!
Miðvikudagur, 7. maí 2008
Að leigja út pels á 761,292,- krónur fyrir 21 dag er djöfulli gott, sérstaklega þegar kvikyndið kostar ekki nema tæpa milljón ! Svo segir gellan að það hafi verið "Tóbakslykt" af honum ? Bíddu, hvaðan var honum stolið? Fatahreinsun..? Nei, honum var stolið úr Partýi ekki satt, og hvað gerir maður í partýum? Drekkur vatn og tyggur nikótíntyggjó? NEI !!! Ætli það...! Ég er ekki að bera í blakkirnar fyrir Lindsay, en þetta er bara fáránlega krafa. Ég er viss um að ef Amma Möshu hefði þekkt Lindsay, hefði hún miklu frekar viljað að hún hefði fengið pelsinn í arf eftir sig !!!
Jac
![]() |
Lohan varð sér til minnkunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Takk MBL.....Léleg mynd
Þriðjudagur, 6. maí 2008
Takk MBL fyrir að ráða ljósmyndara eins og hann Frikka sem er titlaður fyrir þessari mynd af forsetanum og prins valíant og frú frá Danmörku..... Þar sem að gæðu þessara fréttaljósmynda er svo hryllilega slælegur þýðir það að ég sem algjör amatör ljósmyndari á fullt erindi í blaðaljósmyndamennsku !!! Ég myndi frekar sökkva í ræsið frekar en senda svona lélega mynd frá mér á síður blaðanna eða vefi ! Það er ekki fjandakornið verið að fjalla um neina "æsilega" atburði heldur sáraeinfaldan göngutúr á Þingvöllum. Ég trúi því varla að hann Frikki karlinn, hafi þurft að hlaupa afturábak með mundaða myndavélina til þess að ná "einstökum" myndum af þeim herra og frú Prins af Danmörku ? Ókey, það var kannski rigningarsuddi, en fokk it !!! Ég hef tekið betri myndir með því að smella óvart á hnappinn !
Æ kannski er ég bara eitthvað amatöra séní ? Held samt ekki....held bara að Frikki hafi verið of ákafur í að senda mynd af þessu gríðarlega "Skúbbi" !
Jac
![]() |
Svipast um á Þingvöllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)