Óþol ?

Hvað með okkur sem erum "nýbúar" erlendis? Er það allt í lagi? Eigum við að verða fyrir svona neikvæðni frá viðkomandi þjóðfélagi? Svona óþol gagnvart útlendingum eru bara óþolandi fordómar. Það er gjarnan talað um að útlendingar "taki" vinnu frá íslendingum! Ok, skoðið þá bara hagtölur og hversu nauðsynlegt það er að fá inn vinnuafl erlendis frá til að viðhalda þjóðarbúskapnum. Hvað með glæpina? Ó virkilegt !!!!! Það voru semsagt ENGIR glæpir á Íslandi fyrir árið 2000 eða hvað? Jú jú auðvitað skapast stundum vandræði þegar ólíkir þjóðfélagshópar skarast, en ég er samt hlynntari því að fræðsla og víðsýni geta gert heilmikinn gæfumun. Það er líka allt í lagi að skoða vel og vandlega innflytjendastefnuna á íslandi í ljósi reynslu erlendra ríkja á innflutningi á erlendi fólki. En samt sem áður, þetta fólk "nýbúar" er komið til landsins, það er eflaust að reyna að læra að fóta sig í gerólíku umhverfi en það er vant, sýnið vinsamlega þá virðingu og þolinmæði gagnvart því...sömu viðringu og þolinmæði og ég og aðrir "nýbúar" óskum eftir þegar við flytjum okkur um set og setjumst að erlendis. Ég finn gríðarlegan mun á viðhorfi mínu gagnvart "útlendingum" á íslandi eftir að ég varð "útlendingur" sjálfur, fyrir nokkrum árum, erlendis.

Vona að ég sé ekki of alvarlegur í tali en svona líður mér

Jac

Útlendingur í útlöndum 


mbl.is 60% nemenda segja nýbúa of marga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góður pistill.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.5.2008 kl. 09:26

2 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Ég gæti ekki verið meira sammála þér. Ég hef heilmikið spáð í þessi mál eftir að Waleska varð hluti af fjölskyldunni og mér finnst fordómar fólks rosalega miklir. Sem kennari verð ég líka vör við þetta hjá krökkunum og oft skín í gegn það sem þau heyra heima hjá sér því það er nú bara málið að þau eru oft ekki búin að mynda sér sterka skoðun á þessum málum NEMA ef þau heyra mikið talað um þau heima. Það er svo mín skoðun að það er meira talað um innflytjendamál á þeim heimilum þar sem foreldrarnir eru neikvæðir heldur en þar sem fólk hefur hlutlausa eða jákvæða skoðun. Mér finnst mjög jákvætt að taka skiptinema svo Alma kynnist fólki frá öðrum löndum. Hún heyrir í gegnum samræður okkar að sumir hlutir eru öðruvísi hjá öðrum en sér jafnframt hvað fólk annars staðar er líkt henni sjálfri. Ég held að þessi reynsla eigi eftir að verða henni mjög dýrmæt þegar til lengri tíma er litið. Mér finnst líka fáránlegt hvað það er mikill munur á því hversu auðvelt það er fyrir fólk frá Schengen svæðinu að koma hingað og hversu erfitt það er fyrir aðra sem eru þar fyrir utan. Þegar við vorum að hjálpa Walesku með Innflytjendastofnun (hún er frá Venesúela) þá voru þetta heilu fjöllin af pappírum sem hún þurfti að hafa og það voru í raun gerðar meiri fjárhagslegar kröfur til hennar heldur en Íslendings þrátt fyrir það að hún væri frá þriðja heims ríki. Það vill nú svo vel til að móðir hennar er vel stödd en maður sá það greinilega að það er bara ríkt fólk frá þróunarlöndum sem hefur einhvern möguleika á að koma hingað. Hvað segir það okkur um stefnu stjórnvalda? það lítur út í mínum augum eins og verið sé markvisst að reyna að koma í veg fyrir það að ákveðnir hópar fólks setjist að á Íslandi og það má vissulega ræða betur.

Kristín Guðbjörg Snæland, 12.5.2008 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband