Færsluflokkur: Bloggar
Kjaftæði....
Þriðjudagur, 5. ágúst 2008
Ástarsorg er ekkert sem að beitt sax og slatti af geðveiki geta ekki leyst. Það vitja jú allir.
Jac
(Ps, ef þú sem þetta lest hefur ekki skilning á kaldhæðni, vinsamlega flettu upp í orðabók háskólans áður en þú ferð að kommenta á þessa lúðafærslu hjá mér)
![]() |
Aðstoð í ástarsorg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Guð, ég hef lent í.....
Þriðjudagur, 5. ágúst 2008
Ég hef svosem lent í þessu, málið var að ég var bara einn !
Jac
![]() |
Ástaratlot í gufubaði enduðu með yfirliði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Afhverju ?
Þriðjudagur, 5. ágúst 2008
Hvað er málið með neyðarvakt tannlækna? Er þetta bara einhver djókur eða hvað? Eigum við ekki rétt á því að tannlæknar séu á bakvakt eins og annað starfsfók heilbrigðisgeirans? En ég veit ekki, ætli það sé ekki eins og biða forstjóra Olíufélaganna um að vera til taks við pumpurnar ef það vantar starfsfólk... það er neflilega bara svo ofsa fínt að vera Tannlæknir sko, maður bara leggur sig ekki niður fyrir einhverja "Bak-vakta" vinnu. Þetta er eins og aumingjans þjónarnir voru hérna í gamla daga.... létu eins og þeir væru að gera okkur "greiða" með að stjana kringum rassgatið á okkur þegar við heimsóttum veitingastaðinn sem þeir voru að vinna á. Alveg stórmerkilegt viðhorf. Sennilega hægt að kalla það "heilkenni".
Jac
![]() |
Þjáðist af tannpínu alla helgina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tjónaveður hjá okkur.....
Þriðjudagur, 5. ágúst 2008
Já við urðum heldurbetur vör við veðrið... eða þannig. Það ringdi auðvitað duglega í gær og við fundum að það blés hressilega... en samt svona allt í kringum okkur... ekki beint á okkur, ef þið skiljið hvað ég meina. Jæja, svo í gærkvöld, heyrðum við eins og svo oft áður, í vindinum en hér í garðinum hjá okkur bærðist varla hár á höfði. Alt í einu tekur ein hviðan upp á því að stinga sér niður í garðinum hjá okkur og tók bara sólhlífina snyrtilega upp úr statífinu og smellti henni út á miðja lóð? Ég heyrði hávaðan og gekk út... og bara starði á kvikyndið liggja þarna eins og afvelta belja!? Fokk, og það var ekki einusinni rok til að blása logan af kerti hvað þá meira. Bölvuð sólhlífin þurfti auðvitað að brotna svo ég þarf sennilega að leita til áfallasjóðs eða kannski bara opna reikning og biðja um framlög.
Bestu kveðjur úr Rokrassgati Danmerkur....
Jac
(ps, nei nei,við hér í Odense sleppum nú oftast ef veður eru válynd)
![]() |
Óveður á Norðurlöndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vá ?
Þriðjudagur, 5. ágúst 2008
Einkennilega hvað þetta var rekið fljótt í gjaldþrot? Hvað breyttist svona gríðarlega á skömmum tíma.... mig langar, með hliðsjón af náminu mínu (Markaðshagfræði), að skoða þetta betur.
Bestu kveðjur
Jac
![]() |
Leikfangakeðja úr sögunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Helvítis spákaupmennskan,,,,,,
Mánudagur, 4. ágúst 2008
Já enn og aftur læra ekki þessir blessuðu miðlarar eða kaupendur á hráolíu (crude) það að þessir elskulegu "spákaupmenn" gera allt hvað þeir geta til að ýta verðinu á olíunni upp ! Sama hvað.... Það er eiginlega hálf einkennilegt að svona skuli gerast trekk í trekk og alltaf sama helvítis viðkvæðið.... Ja, sko við óttumst að deilur Íraka við umheiminn komi til með að hækka olíuna... best að hækka hana bara þá fyrirfram ! Nú eða ... Guð, það fer hugsanlega að blása hressilega á Mexíkóflóa og þar eru olíuborpallar... shit, þetta fer örugglega til helvítis... hækkum olíuna núna svona just in case. Sko, ef einhver væri stöðugt að hrópa Úlfur úlfur í eyrað á mér... þá kæmi nú að því að ég fengi annað hvort nóg eða bara hætti að hlusta !!! Ég legg til að við tökum svosem einn eða tvo spákaupmenn á viku og rassskellum þá opinberlega þar til að skilaboðunum er komið rækilega til skila. Við erum búin að fá nóg, hættið þessu kjaftæði.
Með engri virðingu fyrir OPEC eða SPK
Jac Norðquist
![]() |
Olíuverð hækkar á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skotinn !
Laugardagur, 2. ágúst 2008
Ég verð að henda inn einum brandara sem ég var að fá sendann frá Bandaríkjunum. Njótið ;)
Ég þekki skota nokkurn sem sagði mér sanna sögu af sér.Hann var á gangi eftir Laugarveginum síðla kvöld þegar hann sá fræga sjónvarpskonu sem gekk þar niðureftir í átt að miðbænum. Hann fékk næstum því störulost því að hún var bara með þau fullkomnustu brjóst sem hann hafði nokkru sinni augum litið!
Hann vindur sér að henni og segir við hana Heyrðu elskan, ég skal gefa þér 1000 kall ef ég má narta aðeins í geirvörturnar á þér?
Ertu eitthvað klikk vinur!? Sagði hún snúðugt og hélt áfram för sinni.
En ef ég borga 100,000 kall, má ég þá narta aðeins í geirvörturnar á þér vina?
Sko, ég skal bara segja þér að ég er alls ekki þessháttar kona, svo strunsaði hún áfram, frekar hissa á þessum ágenga skoska gaur.
Skotar gefast ekki alveg upp fyrr en í fulla hnefanna svo enn og aftur spyr hann mjúklega, en vina, ef ég borga þér 100,000 kall fyrir að fá að narta bara einusinni í sitthvort brjóstið?
Hún stansar, lýtur í kringum sig og hugsar aðeins málið. Hún var jú að vinna á RÚV svo hún var kannski fræg á Íslandi, en ekki endilega rík. Hundraðþúsundkall fyrir nart í brjóstin virkaði nú alls ekki svo slæmt. Okey, ég er til, sagði hún, en við þurfum að fara þarna inn í sundið þar sem að er dimmt svo fólk sjái mig ekki.
Þau fara saman inn í dimma húsasundið og hún hneppir frá blússunni og sýnir honum þessi líka dásamlega fallegu brjóst sem voru 100% ekta og gallalaus.
Hann sökkti samstundis andlitinu ofan í brjóstadásemdina og saug, sleikti og kyssti þau af mikilli áfergju... en nartaði ekkert.
Hún varð frekar pirruð eftir smá stund af þessu sleferí í skotanum og sagði við hann Jæja, ætlaru að narta eða hvað?Nah, sagði skotinn, það er alltof of dýrt.
Kveðja
Jac
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Shit ! Þýðir það að .....
Föstudagur, 1. ágúst 2008
Ég segi nú bara sjitt !! Þýðir þetta bara það að ég eigi eftir að verða sáttur við að vera blankur um fertugt og svo bara happy með blankheitin fjörtíu og átta ? Svo uppgötvar konan það að við erum skítblönk... og hvað, á hún þá að verða "hamingjusöm" með gaurinn? Nei, hún auðvitað fyllist óhamingju og þar með skýrist þetta allt saman ;)
Jac
![]() |
Karlar hamingjusamari en konur á efri árum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sko Íslendingana.....
Föstudagur, 1. ágúst 2008
Nú er minn maður sko stoltur af Íslendingunum sem reka Magasín Du Nord ! Það var bara sagt nei takk við Parísi Hilton. Þeir hvorki vilja né þurfa eitthvað sirkús-fyrirbæri til að kynna sig. Hér má lesa fréttina í Berlinske
Annar er það af mér að frétta að ég er um það bil að finna neistann aftur....já þetta er að hafast ;)
Bestu kveðjur og þakkir til MBL.... þið haldið mér örugglega við efnið með æðisgengnum fréttum sem ómögulegt er að kommenta ekki á ;)
Jac
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggleysi vegna veðurs !!!
Sunnudagur, 27. júlí 2008
Ég játa mig sigraðan.... það er bara of heitt til þess að finna bloggneistann...hversu öfugt sem það hljómar. Allt gott að frétta annars og ég er ennþá í sumarfríi..... og nýt þess að gera varla rassgat.
Kveðja í bili
Jac
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)