Færsluflokkur: Bloggar

Kæri Árni !

Ég skal bara lána ykkur fyrir þessu ! Ekki málið, hringdu.... þú ert með númerið hjá mér síðan ég reddaði ykkur síðast. Kysstu Borgarstjórann og Dabba frá mér

Jac


mbl.is Of dýrt að efla gjaldeyrisforðann nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, ég ....

Nei, ég hef engann áhuga á því að copy/paste þessa slóð og kíkja á það hvort elskan hún Madonna hafi verið eitthvað að fokka í einhverjum ! Ég bara hef engan áhuga á að vita það (punktur). Mér finnst meira að segja afar ósmekklegt af MBL að láta svona lúðaslóðir í té !

Jac


mbl.is Sóðaleg vefsíða um Madonnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkennileg samansuðufrétt !!!

Ef ég hefði ekki fylgst náið með fréttum af þessu ógeðfellda máli hér úti er næsta víst að ég hefði ekki orðið svona pirraður að lesa yfir þessa frétt !

Drengstaulinn fékk bara dóm fyrir að beita mann ofbeldi sem leiddi svo til dauða ! Þetta var að mínu mati klárt og kaldrifjað morð. Hann sýndi svo fleirum en einum þessar ógeðfelldu myndir af líki mannsins. Hann fór meira að segja í blóðugu skónum sem hann notaði við morðið, í partý kvöldið eftir og sýndi hróðugur blóðsletturnar.

Því miður fékk hann, vegna ungs aldurs, bara fjögurra ára fangelsi. Sem betur fer er búið að breyta löggjöfinni hér í DK svo að ákæruvaldið og aðstandendur hins myrta geta áfrýjað dómnum og krafist lengri dóms.

Svona djöf*** aumingja á að senda í síðbúna fóstureyðingu. Harkalega sagt, en ég er bara svo reiður !

Jac


mbl.is Unglingur fangelsaður fyrir að berja mann til dauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta.....

Þetta hljómar bara vel ! Tarantinó dottinn í Pittinn ! Ég er nú samt vanari því að Tínó dragi upp gamlar og fölnaðar stjörnur og fríski aðeins upp á þær. Kannski Pitturinn þurfi á því að halda núna... sjálfur margrabarnafaðirinn ! Hann hefur eflaust gott af því að komast aðeins úr stöðugum bleijuþvotti og þessháttar. Nafnið á myndinni lofar líka góðu..... Það er eitthvað svo Tarantínólegt að finan upp flott nafn og byggja svo mynd í kringum það. Hahahahhaha

Jac


mbl.is Brad Pitt í næstu Tarantino mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Balí... eyja Guðanna !

Við hjónin ákváðum að fara í veglega brúðkaupsferð þegar við giftum okkur. Ég orðaði það svo skemmtilega að maður ætti nú bara eftir að gifta sig tvisvar til þrisvar um ævina og þessvegna væri mikilvægt að gera það með stæl í fyrsta skiptið! Það undrar mig ennþá að elskan mín sagði svo "Já" við altarið eins asnalega og ég lét ;)

Við rúlluðum niður á Úrval/Útsýn nokkrum mánuðum fyrir brúðkaupið og skoðuðum hvað var í boði. Það var alveg klárt að sólarlandaferðir hugnuðust okkur ekki, svo hvað var í boði. ÚÚ var rétt nýbúin að skoða Balí og Malasíu sem hugsanlega áfangastaði og okkur leyst bara vel á það. Maður hafði auðvitað lesið um Balí en Kuala Lumpur í Malasíu var óþekkt stærð hjá okkur. Við smelltum inn pöntun og var ákveðið að fara strax daginn eftir brúðkaupið.

Brúðkaupið gekk svo bara eins og í sögu og við vöknuðum daginn eftir sem hjón í fyrsta skipti. Æðislegt.

Gáfum okkur tíma í morgunmat með foreldrum okkar og svo lá leiðin út  á flugvöll. Okkur til mikillar undrunar var okkur boðið upp á kampavín í vélinni en ÚÚ hafði látið Flugfélagið vita að við værum brúðarhjón í brúðkaupsferðalagi... ekkert smá sætt af þeim.

Lentum síðla dags í London og eftir nokkra töf, fundum við hvar við áttum að taka tengiflugið til Kuala Lumpur,

við ætluðum að stytta okkur leið og athuga hvort við mættum ekki sleppa við 2 kílómetra göngu innanhúss og hlaupa ca 100 metra milli tveggja hurða utanhúss.... bjartsýn en saklaus. Jæja við spurðum vopnaðan öryggisvörð hvort við mættum hlaupa þarna yfir... það var sko bara ekkert yfir flugbraut eða neitt svoleiðis heldur bara tvær hurðar á sama veggnum sjáiði til. Jæja hann fór bara að glotta og sagði "Jú jú þið megið alveg hlaupa, en ef ég næ ekki að skjóta ykkur með þessari Thompson vélbyssu, þá ná Dobermann hundarnir ykkur hér fyrir utan örugglega"! Allt í einu voru þessir 2 km bara ekkert svo svakalegir !

Við rétt náðum vélinni til Malasíu.

Eftir afar langt flug í algjörum lúxus, lentum við á glænýjum vellinum í KL. Þar beið okkar bílstjóri og keyrði okkur inn í borgina, svona ca klukkutíma ferð ef ég man rétt. Fórum meira að segja framhjá Formúlu brautinni... það gladdi mig talsvert ;)

Við áttum nokkra æðislega daga í KL, gistum á lúxussvítu á Sheraton og skoðuðum þessa skemmtilegu borg og auðvitað KL Tower. Ég mæli hiklaust með því að fólk sem á leið um Malasíu gefi sér tíma í að njóta borgarinnar. Eftir á að hyggja hefðum við viljað vera miklu lengur í Malasíu heldur en á Balí !

Svo kom að Balí, eyju guðanna.....

Við lentum á Ngurah Rai flugvellinum hjá Denpasar og beið þar líka bílstjóri eftir okkur.... takk ÚÚ :) (Hey, betra seint en aldrei).

Leiðin lá á Sheraton Nusa Indah sem liggur á lokuðu svæði á suðurströnd Balí. Nusa Dua heitir ströndin.

Hótelið var æðislegt og umhverfið algjör draumur.

Eftir að hafa komið okkur fyrir var auðvita farið inn í borgina og það helsta tekið út. Fyrsta orðið í Balísku.... var, "Jalan jalan" sem þýðir, "ég ætla að ganga takk fyrir!" Hér var fólk ekki að betla peninga heldur herjaði það á túristana með gylliboðum um akstur ! Við máttum ekki hreyfa okkur án þess að verða boðið upp á akstur ! Það var nett þreytandi en vandist svosem.

Við áttum 3 dásamlegar vikur þarna á Balí. Hittum meðal annars sjálfan Villa Vill fyrrum borgarstjóra sem var reyndar ekki einusinni að spá í stólinn á þeim tíma, og son hans, sem ég var að vinna með á þeim tíma. Algjör tilviljun að þeir dúkkuðu upp þarna og bara gaman að því.

Við skoðuðum Balí vel og vandlega og fundum ástæðuna fyrir nafngiftinni "Eyja Guðanna" !

Ég hélt alltaf að Balí hefði verið svo fögur að guðirnir hefðu gert hana að sinni ! Neibb, það var kolrangt hjá mér. Nafngiftin kemur af trúarhita fólksins sem býr á eynni ! Það eru settar litlar "fórnir" á næstum allt ! Svo, þetta eru litlar tágarkörfur, svipaðar í stærð og tveir sígarettupakkar og í þær eru settar td ávextir, kjötbiti og reykelsi. Síðan eru þessar litlu fórnir til guðanna settar í mælaborð á leigubílum, fyrir framan kóksjálfsalana, á búðarkassana, fyrir framan búðirnar og já, nánast hvar sem er.... Og svo til að fá ennþá meiri lukku og velmegun í lífinu... þá eru Balíbúar afar duglegir að sækja "Messur" og færa guðunum risastórar ávaxtafórnir og þessháttar.... semsagt, eyja guðanna út af trúarákafa, ekki fegurð !

Balí er ekkert "ljót" en við höfum líka komið á miklu fallegri staði !

Ef ég ætti að gefa hugsanlegum ferðalöngum ráð varðandi Balí..... Hmmmmm. Verið svona ca viku, mesta lagi tvær. Það er svo miklu miklu skemmtilegra td í Malasíu (að mínu mati).

Jæja, eftir Balí lá svo leiðin aftur til Malasíu og þaðan til London.

Eftir langt flugið, lá leiðin beint upp á hótel rétt við Oxfordstræti og svo var bara farið og verslað frá sér ráð og rænu. Hlutverk okkar hjóna snérist alveg við, því það var ég sem dróg konuna á milli búða með sturlunarglampa í augum og keypti eins og óður maður ! Rétt um kl 20:00 drösluðumst við upp á hótel, hlaðin pokum og létum okkar falla afturábak í rúmið. Klukkan 03 vöknuðum við svo, tókum pokana úr rúminu og afklæddum okkur ! Hahahahah við bara steinlágum takk fyrir !

Svo var það Ísland heillin og brúðkaupsferðin að baki. Heill mánuður í alsælu og lúxusumhverfi góðra hótela að baki.

Balí fær *** af fimm hjá mér.

Bestu kveðjur

Jac


Balí.....

Kíkið hér síðar í dag eða kvöld Ég ætla að skrifa smá greinarkorn um ferðalag okkar hjóna til Balí.

Jac


mbl.is Ný ferðaskrifstofa tekur til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég skil og virði.....

Já ég skil herra Lektor og virði athuganir hans á skattalegu tollfrelsi landans.... en ég ætla samt ekkert að ríða á vaðið... neibb, ég ætla að standa í öruggri fjarlægð og bíða eftir því að aðrir geri það. Held mig bara við minn ríkisákveðna skammt af ferðagóssi þar til að reglum hefur varanlega breytt og engin hætta á fangelsun fyrir Dönsku Salamipylsuna sem gæti hafa laumast með í handfarangurinn minn.

Jac


mbl.is Má taka allt með sér inn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En sko....??

„Þetta var tómt rugl, þetta var fólk sem þurfti nauðsynlega að komast til Eyja. Það borgar sig ekki að standa í þessu,“ segir viðmælandi Morgunblaðsins sem tók þátt í flutningunum."

Þetta er setning tekin upp eftir einum af mönnunum sem tók þátt í flutningunum.

Þarf ég að segja meira ?

Jac


mbl.is Farþegar fengu ekki björgunarvesti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég held upp....

Ég held upp á 9 ára brúðkaupsafmæli mitt þann 21.08.´08... eftir á að hyggja, hefði ég kannski átt að gifta mig fyrsta febrúar 2003 (01.02.´03) fjórum árum síðar? Maður hefði óneitanlega fengið flotta dagsetningu inn í hringinn... en veistu, ég er eiginlega bara nokkuð sáttur við mitt. Mér finnst þessi eltingaleikur við flottar tölur vera svona nett kjánalegur en samt allt í lagi.

Annars var alltaf hugmyndin hjá mér að staðfesta giftinguna aftur ef konan myndi tolla með mér í hjónabandi í 10 ár. Það, að öllu óbreyttu, gerist á næsta ári. Ég verð fertugur líka á næsta ári.... ætti maður ekki bara að slá upp tvöfaldri veislu?

Bestu kveðjur til komandi brúðhjóna.

Jac


mbl.is 08.08. í stað 07.07.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ ég er bara....

Æ ég er bara sáttur við þetta framtak samkynhneigðra. Þetta vekur jákvæða athygli á málefnum fólks sem hefur þurft og þarf víst ennþá að þola mismunun byggða á fordómum og hugsunarleysi. Ég er alveg mótfallinn því að flokka fólk eftir kynhneigð eða húðlit. Ég verð að viðurkenna að mér fannst móðir ein, sem á dreng sem kom úr skápnum mjög ungur, vera gera skrítna hluti með því að láta hann tilkynna sínum nánustu um kynhneigð sína.

 Ég varð fyrst mjög reiður en sá svo að mér. Það þjónaði engum tilgangi að vera neitt að reiðast einhverjum fyrir eitthvað sem ég var ekki sáttur við. Ég tók upp málið við tvær frábærar lesbíur sem ég þekki og við ræddum þessi mál. Þær voru sammála um að kannski hefði verið hægt að standa betur að hlutunum en finnst drengurinn var sáttur, þá var eiginlega málið leyst. Ég verð að viðurkenna að ég þekki því miður ekki nógu vel til drengsins til að hafa nokkra hugmynd um sálarlíf hans, hvorki fyrir né eftir skápaútkomu. En á öllu skilst mér að hann sé bara sáttur og það er fyrir öllu.

Af hverju varð ég reiður.... hmmm ég hugsaði mig vel og lengi um það. Ég var alls ekki reiður móðirinni, því ég veit að henni þykir afar vænt um drenginn, heldur þeirri fáránlegu staðreynd að einhver skuli þurfa að koma úr "skápnum" að einhver skuli þurfa að segja sínum nánustu og öðrum að hann/hún sé samkynhneigð

 Ef þessu væri snúið við og drengurinn gengi um og segði öllum að hann væri gagnkynhneigður ! Væri það ekki nokkuð klikkað? Það bara hreinlega tíðkast ekki í okkar siðmenningu.... Af hverju þá að tilkynna hitt? Erum við að viðhalda fordómum með því? Eða erum við að berjast við fordómana með því að tala svona opinskátt, ég veit ekki.... hef kannski bara ekki þroska ennþá til að fatta það. En ég veit í það minnsta að ég er opinn fyrir því að samkynhneigð er eitthvað sem mér finnst vera einkamál fólks og ég hef engar áhyggjur af því þótt Jón sofi hjá Jóni eða Gunnu. Eyðum fordómum gegn samkynhneigð... hvernig? Með skilningi og opnum huga.... ásamt slatta af... mér kemur ekki við hvort Jón elski Jón eða Gunna elski Gunnu.

Takið mig til fyrirmyndar.... ég elska alla Heart

Jac "Hinn elskulegi" Norðquist

PS

Ef móðir drengsins sem um ræðir les þetta. Þá vona ég heitt og innilega að hún sjái hvað ég er að fara með þessu bloggi. Ég er alls ekki, ég tek fram, alls ekki að dæma hana heldur það þjóðfélag sem neyðir fólk til að vera með "Út úr skápnum yfirlýsingar"

JN 


mbl.is Fjör í hinsegin halarófu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband