Ha? Eitt augnablik.....
Föstudagur, 1. febrúar 2008

![]() |
Faðir Amy Winehouse segir nei |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Enskan maður lifandi !?
Föstudagur, 1. febrúar 2008
Hún hefði bara átt að vera STOLT !! Ekki á milljón árum myndi mér detta í hug að spyrja konu, hvað þá ljósku, hvernig ætti að laga jafn flókið tæki og DVD spilarar geta verið En svo getur auðvitað enskan vafist fyrir mörgum þótt Drottningarmenn séu.... Hún segir kannski við Philip...How do you do kind sir, I am Cate Blanchett, a very famous Actress...it is my job, to entertain the population all over the world, my beautiful face is on many many DVD´s you know...... og hann heyrir kannski bara..... I fix DVD players for living you know ! Já enskan getur verið lúmsk.
Jac
ps, með allri virðingu fyrir konum,ljóskum og kjánalegum drottningarmönnum.
![]() |
Vandræðalegt augnablik Cate Blanchett |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Góðir gestir :)
Fimmtudagur, 31. janúar 2008
Þetta er búið að vera skemmtilegur tími undanfarið og mikið hlegið skal ég segja ykkur :) Karen og Bjarki komu hingað á föstudag 25.Jan og fóru í morgun. Við sóttum þau á völlinn eftir að þau náðu að tefja Express vélina nógu mikið til þess að ég væri búinn að verja verkefnið mitt og gæti þarafleiðandi náð í þau á völlinn svo þau þyrftu ekki að taka lestina til Odense... ;)
Við höfðum það bara kósý og afslappað hér heima en skelltum okkur til Þýskalands á mánudag og komum svo við í Malmö Svíþjóð í smá pissustopp áður en við skutluðum þeim á Kastrup í morgun. Svo var kíkt aðeins á McDonalds í Fisketorvet og Guðbjörg verslaði gjöf fyrir Sigríði dóttur Önnu og Ragga sem búa í Valby og kíktum við aðeins á þau. Fórum reyndar í aðra afmælisveislu á laugardaginn í Flauelsgrasið hjá Áslaugu, Vigni og Tinnu en hún varð einmitt 5 ára sú litla.
Það er búið að vera frábært að vera í fríi þessa vikuna og alveg hreint yndislegt að Karen og Bjarki skulu hafa verið hér hjá okkur. Við eigum góða vini þar. Takk fyrir heimsóknina :) Sæll, þarf að ræða það eitthvað frekar? Leyfðu mér að hugsa....nei !
Þættirnir Næturvaktin er bara eitt það skemmtilegasta íslenska efni sem við höfum séð lengi.... ja Stilkur Ómars eru auðvitað alltaf flaggskipið en þessir þættir um líf og limi starfsmanna Shell toppa flest annað ;)
Með fall eða staðningu Project B verkefnis.... fáum við ekki að vita fyrr en á Mánudag :( Kennararnir sögðu þó við grúppuna mína að það væri greinilegt hver hefði unnið allt verkefnið !! (Undirritaður).
Jæja ég blogga meira næst.... er frekar þreyttur eftir langan og viðburðaríkan dag.
Kveðja
JGN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Já búum til múgæsingu !!!
Föstudagur, 25. janúar 2008
Þetta er alveg 100% Marsbúi og mér finnst ég þegar þekkja hann ! Ég er nú þegar búinn að búa til Söfnuð heilags RumpuTuska sem trúa því staðfastlega að þessi frelsandi Marsbúi sé að senda okkur skilaboð og segja okkur að okkar tími muni koma..... Heill sé þér RumpuTuski !
Jac Norðquist
PS
Já sko...ef þetta er svo bara tilviljanakennt mynstur sem myndast hefur í Marsneskan jarðveg... þá vil ég segja það að allt ofannefnt er bara grín....en ef þetta er Marsbúi... þá er þetta auðvitað ekkert grín !
![]() |
Marsbúi eða garðálfur? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Grenjað í Varðstjóranum !!!
Fimmtudagur, 24. janúar 2008
Jæja þá er þessi dagur að miðnætti kominn og gott betur. Verkefnadæmið gengur bara þokkalega og verður skilun á gagnrýni og vörn á því á föstudag en ekki á morgun eins og planið hljóðaði uppá. Það gerir það að verkum að við getum ekki náð í Karen og Bjarka á Kastrup eins og við höfðum áætlað en þau taka í staðinn lestina til Odense og næ ég í þau á stöðina í staðinn :)
Talandi um stöð....
Ég var rétt um sjö ára þegar sá yngsti af þremur eldri bræðrum mínum kemur til mín og segir... Það er ekki mönnum bjóðandi að við skulum ekki eiga hjól eins og önnur börn hér í hverfinu. Ég leit stórum augum á hann og benti honum á að mamma væri nú ekki fædd með silfurskeið í munni og þyrfti fyrir sex börnum að sjá og hjól væri nú munaðarvara sem væri skattlögð sem lúxusvarningur á Íslandi en ekki nauðsynjavara eins og til dæmis í Kínverska alþýðulýðveldinu og væru reyndar framleidd þar fyrir innanlandsmarkað meðan reiðhjólaframleiðslan hér væri einskorðuð við samanbarning Auðuns Hálfdáns í Bratta Múla á hinum ýmsustu hjólapörtum og ekki öllum endilega tryggilega fest saman svo úr urðu oft hin mannskæðustu reiðhjólaslys íslandssögunnar.
Hann horfði á mig og hristi hausinn, djöfull ertu skrítinn skrúfa maður ! Heyrðu ég var alveg búinn að gleyma hvað ég ætlaði að biðja þig um..... shit !
Við vorum að ræða vöntun á reiðhjólum og þú virtist vera með einhverja ímyndaða lausn á þeim vanda bróðir, sagði ég og lét ekkert slá mig af laginu, þrátt fyrir bágan fjárhag móður okkar og þá staðreynd að hún útivinnandi konan skuli, vegna hins einkennilega skattaumhverfis á Íslandi á þessu herrans ári 1976, ekki hafa efni á að bera lúxusvarning í öll sex börnin sín. Þannig að mér finnst þú eigir að skammast þín og ekki láta hana nokkurn tíman vita þessar óraunsæju langanir þínar í hjólhest !
Augun ætluðu úr höfðinu á honum og munnurinn gapti !! Shit maður, hvað í andskotanum ertu búin að vera taka inn ? Ertu á einhverju við þessari djöfuls menntamunnræpu? Gerirðu þér grein fyrir að þú ert sjö ára tappi og ættir kannski bara að fara að tala eins og þú sért sjö en ekki sjö að verða 37 !
Jæja, haltu nú aðeins kjafti og komdu, ég ætla að redda okkur hjólum...frítt !
Leiðin lá á Lögreglustöð litla bæjarfélagsins sem við bjuggum í og bróðir minn opnaði varlega hurðina. Sko, hvíslaði hann að mér, þú verður að grjót halda kjafti og það má ekki heyrast múkk frá þér...skilið? Svo segir hann hærra við skrifstofudömuna "Getum við fengið að tala við varðstjóra"? Spurði hann og röddin kjökraði og augun fylltust af tárum. Mér varð svo um að í staðinn fyrir að setjast eins og skrifstofukonan benti okkur á að gera, labbaði ég á klósetthurðina, tvisvar. Bróðir minn tók í öxlina á mér og lét mig setjast. Varðstjórinn kom fram úr skrifstofunni sinni og spurði okkur hvort og hvað hann gæri aðstoðað okkur með. Ja sko sagði bróðir minn, tárin láku óheftað núna, við við snökkt snöggt, það var stolið frá okkur hjólunum okkar í síðasta mánuði og vegna hárra skatta getur mamma ekki fætt okkur öll sex með silfurskeið því að kínverjarnir búa sjálfir til hjólin sín nema hann Auddi í Bratta Múla hann gerir ekki nein lúxus hjól en bara einhver manndrápshjól og og....
.... hann grét sáran... svo sárt að ég táraðist með honum. Varðstjórinn vissi ekki hvaðan á hann veðrið stóð og bara settist niður... Ha ? Hvað ertu að reyna að segja mér? En málið var að nú var bróðir bara farinn að skæla fyrir alvöru því að ef maður byrjar á einhverju svona dramatísku eins og að væla frá sér ráð og rænu...er ekki svo auðvelt að stoppa það þið vitið.
Með tárin í augunum sjálfur, tók ég af skarið og reyndi að klára það sem að bróðir hafði byrjað á.... sko hjólunum okkar var stolið og einhver sagði að þið væruð með hjól sem hafa fundist á víðavangi, megum við vinsamlega athuga hvort hjólin okkar séu þar á meðal? Já já það er sko meira en sjálfsagt, sagði varðstjórinn, benti svo á bróðir sem grét nú öllu hærra en áður, en hvað er að honum, af hverju hættir hann ekki að væla? Meðan við gengum allir þrír út og fyrir hornið þar sem að tapað og fundið geymslan var, útskýrði ég fyrir honum að bróðir hefði fæðst sitjandi með naflastrenginn vafinn um hálsinn og það hefði sennilega orsakað vissan súrefnisskort í fremri heila svo hann ætti erfitt með tilfinningar og allt rót á þeim gæti komið honum í mikið uppnám. Jaaa ég skil, sagði Löggi lágt og hristi hausinn.
Hann opnaði geymsluna og bauð okkur inn. Þar blasti við okkur feiknin öll af hinum ýmsasta varningi og fullt af reiðhjólum. Ég benti varðstjóranum á tvö hjól sem litu þokkalega vel út og virtust henta okkur bræðrum ágætlega í stærð. Þetta eru okkar hjól sagði ég og það var ekki laust við að röddin titraði örlítið, en varðstjórinn hefur varla tekið eftir því vegna látanna í bróðir mínum...guð hvað hann gat grátið hugsaði ég og var að verða nett pirraður á vælinu. Það var greinilega varðstjórinn líka því hann dró hjólin fram með leyfturhraða og nánast fleygði okkur út með hjólin undir hendinni..... Passið svo upp á að læsa þeim næst drengir, sagði hann og kvaddi okkur.
Eftir að við höfðum hjólað á nýju hjólunum okkar upp næstu hliðargötu, hætti bróðir að væla, þurrkaði tárin og leit á mig og sagði hátt og snjallt..... Shit hvað ég náði að plata hann með vælinu !!!
Kveðja
JGN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
FUF Auglýsir.....
Þriðjudagur, 22. janúar 2008
Hahahaha þetta var nú nokkuð skondið... ég var að lesa athugasemdir við bloggið mitt og sé þá bara FUF hefur gert auglýsandi athugasemd hjá honum mér... ekki ætla ég að vera með neina stæla enda frekar vandur að virðingu minni (hahahahaha) en svo fer ég að skoða fréttina og þær bloggfærslur sem fylgdu í kjölfarið og viti menn FUF hefur bara kopí peistað auglýsinguna sína á nær allar færslunar..... Ja ykkur ætti ekki að klæja í puttana kæru FuFarar....
Kveðja
Jac Norðquist
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Léleg sápuópera
Mánudagur, 21. janúar 2008
Sko ef þessir menn eru ekki gersamlega rúnir öllu trausti...sem var nú reyndar ekki mikið fyrir, þá veit ég ekki hvað.
Jac
![]() |
Ólafur og Vilhjálmur stýra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Vottar Jehóva....ekki ágengir ;)
Mánudagur, 21. janúar 2008
Hversu djúpt sokkinn er maður ef maður heldur Vottum Jehóva á snakki og biður þá um að vera ekkert að flýta sér, þegar þeir í sakleysi sínu banka uppá og ætla að Skyndi-Kristna mann? Er þetta ekki spurning um að fara hringja í vinalínu Rauðakrossins og leigja sér 1. Stykki vin? Æ ég verð bara að segja það að ég sakna svolítið félaganna á Íslandinu. Til allra hamingju eru Karen og Bjarki á leið út til okkar og ætla að vera í nokkra daga. Það verður væntalega mikið fjör, því þótt og þegar þau eru bæði í fýlu og fúlu skapi.... eru þau bara skemmtileg :) Ekki það að ég hafi nokkru sinni séð þau í fúlu skapi :)
Kveðja
Jac Norðquist
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Indjánaleikur
Sunnudagur, 20. janúar 2008
Hvernig á lítill 5 ára drengur að pluma sig í hópi þriggja eldri bræðra sem eru fæddir óróabelgir og fjörkálfar með ofvirkt hrekkja-gen? Nú hann verður bara að vera töluvert öflugri hrekkja-uppfinninga-samari en þeir 3 til samans. Það var allavega mín aðferðarnálgun til að takast á við vandann.
Iðullega var ér skilinn eftir ef bræður mínir voru að fara eitthvað út að leika. Mamma, við nennum ekkert að hafa kryppildið með, eða mamma, er ekki séns á að þú farir í síðbúna fóstureyðingu ? Allt var reynt til að losna við litla fimm ára tappann sem þrátt fyrir allt leit upp til stóru bræðra sinna og fannst þeir vera svalastir af öllum svölum. Ó þvílík mistök og skynvilla. Ég var þyrnirinn í síðu þeirra, ég var Britney Spears og þeir voru heilbryggð skynsemi, ég var vatn og þeir voru olía..... þið skiljið...við áttum bara ekki saman. Hversu sem Mamma reyndi, þá var gert allt til að koma litla drengnum, mér, sem lengst úr augsýn.
Eitt skiptið sem oftar, galar mamma á eftir fjörkálfunum þar sem þeir hlaupa út götuna í litla bæjarfélaginu sem við bjuggum í, og skipar þeim að koma aftur heim og ná í litla bróðir og það strax, annars verði svartfugl og slátur í matinn það sem af lifir sumri !! Mínir menn voru matmenn miklir en Svartfugl og slátur er ekki heppileg blanda ef þú vilt ná því að verða hraustur og dugmikill drengur... það var í það minnsta okkar túlkun á því forbölvaða mataræði. Jæja, þeir snúa við og ég sá ástina og umhyggjuna skína langar leiðir úr drengjalegum andlitunum, ég fékk tár í augun, æ hvað var gott að eiga svona stóra og góða bræður sem þótti svona vænt um mann. Það var ekki fyrr en ég var orðinn fullorðinn að ég sá sömu ástúð úr augum bræðra minna og það var þegar Danir unnu okkur enn einusinni á Parken !
Þeir náðu í mig og svo var gengið rösklega af stað og lá leiðin upp í skógar rjóður sem lá rétt fyrir ofan bæinn. Þar var ákveðið að fara í Indjánaleik og við þær fréttir setti ég auðvitað hendurnar strax fyrir aftan bak, því að allir vita að í indjánaleik er sá yngsti bundinn við tré meðan hinir leika ! Jæja, það var engin breyting á því leikjamynstri frekar en fyrri daginn. Ég var bundinn við tréið og stóð þar samviskusamlega meðan drengirnir hurfu út í buskann. Ég var örlítið forviða að sjá þá með veiðistangirnar í indjánaleik en indjánar eru auðvitað klikk.
Það voru þrír roggnir gaurar sem fóru heim með aflann og skelltu á eldhúsbekkinn. Mamma, það er glænýr þorskur á borðinu sem við veiddum á bryggjunni og Gulla í Bakaríinu gaf okkur næstum því nýtt brauð, kölluðu þeir inn í þvottahús þar sem að mamma var að þvo, flott strákar mínir var kallað á móti, leikið ykkur aðeins inni í herbergi fram að kvöldmat en þvoið ykkur fyrst.
Verandi með svona fjörkálfa við matarborðið og mig alltaf svona stilltan og rólegan, var ég alls ekkert hissa á að hún tók ekki eftir því strax að mig vantaði við matarborðið í kvöldmatnum.... Drengirnir hlógu og gerðu að gamni sínu yfir velheppnaðir veiðiferð og kepptust um hver hafði veitt stærsta fiskinn. Mamma var að ná í fleiri kartöflur í pottinum þegar hún lýtur allt í einu við og segir...ha? Hvar er litli bróðir ykkar? Drengirnir litu hver á annan og það varð vandræðaleg þögn í eldhúsinu. Sá bróðirinn í miðið sagði graf alvarlegur við mömmu, getur nokkuð verið mamma að þú hafir gleymt honum á leikskólanum í gær ?
Það hvein nú hressilega í mömmu og öllu hærra spurði hún aftur hvar hefði orðið um litla mig?
Viljið þið drullast út og finna drenginn áður en það skellur á myrkur drengjaskammirnar ykkar ! Bræðurnir þustu út sem fætur toguðu og leiðin lá beint upp í skógarrjóðrið þar sem að þeir höfðu bundið mig svo tryggilega um hádegisbilið. Neibb, enginn bundinn við tréið og hvergi tangur né tetur af mér!? Hvað hefur orðið um drengstaulann, sagði sá elsti og tvinnaði saman nokkrum velvöldum blótsyrðum sem hann hafði lært niðri á bryggju þegar fiskikar með 500kg af ýsu, lenti á ristinni á viktunarmanninum löggilta.
Þegar þeir snéru aftur heim, án mín auðvitað, var fátt um skýr svör. Allskonar tillögur að hvarfi mínu voru ræddar við mömmu og var meira segja gengið svo langt að segja að sennilega hafi snjómaðurinn hræðilegi komið og tekið mig. Ekki vildi þeir viðurkenna að þeir hefðu bundið mig við tré og skilið mig eftir klukkustundunum saman. Mamma, geturðu ekki bara orðið ólétt aftur og eignast kannski bara skemmtilegri strák sem er ekki svona mikil klöguskjóða og leiðindapési? Stakk sá yngsti af þeim þremur uppá. Hann var alltaf til vandræða sagði sá í miðið og sá elsti tók undir það, já og svo var ekki séns að litla kryppildið gæri haldið í við okkur þegar við vorum eitthvað að leika okkur. Já og við urðum oft að binda hann við tré eins og í morgun þegar við ætluðum að fara og veiða en nenntum ekki að hafa hann með sagði sá yngsti ákafur !!!
Ha? Sagði mamma, bunduð þið hann litla bróðir ykkar við tré og gleymduð honum þar? Það var fátt um svör og það voru niðurlútir drengir sem að gerðu eins og mamma þeirra bað um og fóru beint í bælið.
Hurðin á stofunni opnaðist og út komu Mola konan og ég. Mola konan hafði neflilega verið á rölti fyrir ofan bæinn og sá þegar strákskammirnar bundu litla bróðir sinn við tréið og kom og leysti mig úr prísundinni. Í samráði við mömmu og mörgum pönnukökum seinna var ákveðið að kenna drengjunum lexíu svo um munaði. Hún brosti til mömmu sem brosti hinu blíðasta á móti. Jæja, þeir ættu að læra sína lexíu á þessu sagði hún við mömmu. Það ætla ég rétt að vona svaraði hún á móti og leit svo á mig, viltu meiri pönnukökur?
Kveðja
JGN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Æ var Fuglaflensan ....
Miðvikudagur, 16. janúar 2008
Ég segi nú bara .... var nú fuglaflensan að verða aðeins of mikið notuð frétt og fólki farið að standa tiltölulega á sama ? Nei þá er bara að finna aðra flensu og reyna að hræða líftóruna sem mest úr okkur. Muniði eftir:
Ebóla
Miltisbrandur
Aids
Fuglaflensan
Berklar (Fjölónæmir)
Hermannaveikin
Creuzfeldt Jacobs veikin
Kúariðan
Svo að ég minnist ekki á alla hina...
Kveðja
JGN
![]() |
Svarti dauði vaxandi ógn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)