Myrkfælni, hjálpardekk og ást
Mánudagur, 14. janúar 2008
Hvað á maður að gera ef litli drengurinn manns kallar á mann og segir "pabbi, það er ljótur kall í skápnum mínum" ? Og maður fer næstum á taugum og hleypur inn í sitt eigið herbergi og undir sæng og skilur litla guttann eftir alveg steinhissa. Svo kemur litli kúturinn, togar af mér sængina og heldur áfram vælinu um að hann sé hræddur við kallinn í skápnum. Ég lýt með skelfinguna uppmálaða í andlitinu og segi titrandi rómi...minntist hann nokkuð á mig? Hvernig skýrir maður út fyrir 5 ára dreng ef að pabbi hans kemur svo inn í herbergið hans og vekur hann með því að brölta upp í rúmið hans og segir "Ég heyrði eitthvað undir rúminu mínu"?
Ég verð að fara að taka á þessari myrkfælni í mér.
Dagurinn í dag markaði þáttaskil hjá drengjunum mínum ;) Ég reif hjálpardekkin undan reiðhjólunum þeirra svo nú á bara að læra að hjóla upp á nýtt takk fyrir. Þeir voru gríðarlega spenntir og fannst ofsagaman, þar til ýtt var úr vör ! Gabríel náði cirka 0,25 metra áður en hann henti sér grenjandi niður og sagðist aldrei geta lært þetta, þetta væri of erfitt og ..og ... og Hann náði ekki að segja meira fyrir ekka. Það gekk betur hjá Mikael og náði hann um það bil 3 metrum áður en hann kyssti gangstéttina. Hann tekur þessu meira líbó og reyndi bara strax aftur, ekki málið. Ég benti þeim hægverskur á að þegar ég var fimm ára, þá var sko enginn pabbi neitt að hjálpa mér.... eins og ég var boðinn og búinn ásamt Guðbjörgu að aðstoða þá... onei, það voru sko aðrir tímar þegar pabbi ykkar var fimm ára, hélt ég áfram, og ég skal segja ykkur frá því.
Ég bjó fyrir neðan stóra brekku í gamla daga, þegar ég var 5 ára, og einn ágætan veðurdag var ákveðið að Bói litli skyldi læra að hjóla.... já sko án hjálpardekkja reyndar því það þekktist ekki að nota hjálpardekk í mínu sveitafélagi. Ef maður hefi mætt á hjálpardekkjum fyrir framan sjoppuna þá var næsta öruggt að maður hefði verið brókaður upp á enni og bundið fyrir svo hártoppurinn einn stæði uppúr. Nei það átti að kenna drengnum að hjóla "The hard way" Eins og dæmdur maður á dauðagangi á leið í rafmagnsstólinn, gekk ég með bræðrum mínum upp hæðina sem virtist vera svona kannski tveim metrum lægri en Esjan (ég var jú bara fimm). Upp komumst við og svo var drengnum stillt klofvega á hjólið og miðað niður hæðina... jæja, ertu tilbúinn? Leggirnir tirtruðu og skulfu svo mikið að það var eins og það væri verið að leika á Xílófón... gegnum glamrandi tennurnar bað ég bræður mína að skila kveðju til mömmu og systra minna, en þið fáið engar þakkir fyrir að senda mig í dauðann. Þeir litu hver á annan og sá elsti sagði...bíðið við strákar, þetta er kannski ekki svo sniðust að senda hann niður þessa bröttu brekku? Ég leit tárvotum augum á þenna stóra bróðir minn og samstundist breyttist hann í ódauðlega hetju í mínum huga.... t...ttaa tttakk takk fyrir, gat ég stunið upp, en hann heyrði ekki í mér því hann var í óða önn að benda hinum tveimur á þá staðreynd að það væri miklu stærri brekka þarna rétt hjá... og hún væri brattari og öllu hættulegri en þessi litli halli sem við stóðum í núna ! Fljótt hvernig hetjur breytast í and-hetjur við svona uppástungur ! Þeir drösluðu mér og hjólinu, sem var 3 gíra DBS kvennreiðhjól sem þeir höfðu fundið áður en eigandinn týndi því, gagngert til þess að æfa litla bróðir í reiðhjólamennsku, upp brekku dauðans. Ef að mér fannst hin brekkan vera eins og Esjan, þá var þessi eins og Kirkjufellið við Grundarfjörð, nema hvað að það var ekki eins bratt og þessi brekka !!!
Á brúninni stóðum við allir 4 og horfðum niður. Þeir að meta vegalengdir og hindranir á leiðinni niður, ég að horfa yfir spegilsléttann fjörðinn og mávana sem að ég vissi að kæmu svo að kroppa í líkið af mér fyrir neðan brekkuna eftir ca 2 mínútur eða svo. Ég kvaddi lífið og tilveruna með tregablöndnum tárum og klifraði upp á hjólið samkvæmt skipun bræðra minna. Haltu fast í stýrið og reyndu að halda því beinu...ef þú ferð til vinstri þá lendirðu á stóra steininum þarna og ef þú ferð of mikið til hægri þá drukknarðu í bæjarlæknum... ég leit á bræður mína sem ég sá varla gegnum tárin og spurði aumingjalega...hvor er vinstri ?
Það kom ekkert svar, því að í sömu andrá, ýttu þeir allir fast við mér og ég henntist af stað yfir brúnina og niður brekkuna.....
Bærinn var vakinn af værum blundi þennan fallega Sunnudagsmorgun um miðjan ágúst 1975. Margir tala enn um óhljóðin sem heyrðust bergmála milli fjallana en fólk gat ekki áttað sig á hvað þetta væri eiginlega, sennilega eitthvað úr dýraríkinu eða kannski eitthvað yfirnáttúrulegt, en mannlegt var öskrið ekki !!! Það get ég vottað um því að eftir sex vikur kom röddin fyrst aftur.
Á hraða sem ég hefði ekki trúað að væri mögulegur, þeyttist ég niður hlíðina og hjólið hristist og skalf eins og Parkisonsveikur geðsjúlkingur með tremma. Fyrir einhverja guðslukku stóð ég enn á hjólinu og rétt náði að sveigja framhjá stóra steininum...ahhh þetta er þá vinstri, hugsaði ég og gleymdi eitt augnablik að öskra en tók svo til óspilltra málana, fyllti lungun aftur af lofti og lét vaða og nú öllu hærra.
Ég komst lifandi niður brekkuna og enn standandi á hjólinu. Sigri hrósandi ætlaði ég svo að stoppa ... en þá mundi ég að það hafði engin talað um hvernig ætti að stoppa gripinn !?
Þegar brekkunni lauk, voru ca 5 metrar í götuna og hinumegin við hana var stórt rautt hús þar sem að Mola kerlingin átti heima. Ég leit til vinstri, enda eina áttin sem ég þekkti, og sá að það var að koma rúta eftir götunni, í átt að mér.... hjólið æddi áfram og það yrði tvísýnt um hvort ég næði yfir götuna áður en rútan kæmi. Ég æpti upp yfir mig...STOPP, en viljugur klárinn hlýddi engum fyrirmælum eða böl-bænum. Það munaði hársbreidd að rútan myndi keyra yfir mig og ég fann gustinn af hliðarspeglinum ýfa hárin í hnakkanum á mér ! Vælið í dekkjum rútunar hverfur mér aldrei úr minni.
Yfir götuna komst ég lifandi, en ferð minni var síður en svo lokið.... Það liggja tröppur niður að húsi Mola Konunnar og hún var með opna útihurðina þar sem var að lofta út efir Sunnudagskleinubaksturinn.... hún veit ekki fyrr til en pínulítill drengur á risastóru kvennreiðhjóli, kemur á fleygiferð niður tröppurnar, inn ganginn og alla leið inn í eldhús þar sem hann klessir á bakarofninn og hendist af hjólinu, upp á eldhús-skenkinn og út um opinn gluggann !
Þarna lá ég í blómabeðinu, innan um túlípana og Gleym mér eyjar og var nokkuð viss um að ég væri kominn í himnaríki.... en rankaði við mér þegar Mola Konan kíkti út um gluggann, sá að ég var á lífi og sagði svo rólega, elskan, má ég ekki bjóða þér upp á kleinur þegar þú ert búinn að taka hjólið þitt úr ofninum mínum?
Við Mola Konan urðum miklir og góðir vinir eftir þetta, en bræður mínir skömmuðu mig hinsvegar allhressilega fyrir að hafa næstum klesst á glænýja og flotta rútu.
Þannig að þið skiljið alveg að ég ætlaði ekkert að virka harkalegur þegar ég tók hjálpardekkin af hjólum drengjanna og lét þá pufast við að æfa sig hér inni í marflötum, lokuðum garðinum... þetta var ást en ekki harka ;)
Kveðja
Jac G. Norðquist
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Aumingja Won Ton !!!
Laugardagur, 12. janúar 2008
Jæja þá er ég með frétt af banaslysi ársins 2007 !
Hún er um aumingjans litla Kóreumanninn Won Ton sem er með bullandi niðurgang og ekki heldur sig bara heima meðan skitan gengur yfir... ja eða niður væri réttara orðalag, heldur stígur minn maður upp á svarta Ning hao hjólið sem hann erfði eftir langafa sinn og hjólar í 1. gír alla leið í vinnuna. Hann sest undir stýripinnann á Metró-lestinni og venjulegur vinnudagur fer í hönd. Manngarmurinn þjáist svo mikið af iðrakveisunni að Hádegishrísgrjónin eru frekar ólystug og gætu allt eins verið kvöldhrísgrjón... nei hann hefur ekki lyst á þeim.... en Búdda minn góður, hvað honum er illt í hrísgrjónaþjöppunni (maganum) og eins og allir vita, þá er ekkert klósett í stjórnrúmi Metrólestar, ja ekki frekar en Man vörubíl eða Boeing 737-300.... hvað gera svo Kóreubúar ef þeir keyra Metrólest á 130km hraða og er brátt í brók.... auðvitað girða þeir niður Bláu REVI'S Gallabuxurnar og CLAVIN GLEIN naríurnar, tilla sér á tá og bregða rassinum út um gluggann..... og þrusa ljósbrúnni hrísgrjónasúpunni í fallegum symmetrískum boga út og aftur eftir lestinni og vona svo bara heitt og innilega að fólk spái ekki í marninginn sem smyrst yfir 32 rúður eftir endilangri lestinni. Þetta hefði eflaust gengið upp hjá honum Won Ton vini okkar ef hann hefði ekki misst jafnvægið og fallið út um gluggann..... Ég held svo að það hafi kórónað niðurlæginguna fyrir aumingja litla tappann, að hann var ekki fyrr fallinn á teinana, þegar það kom lest á móti og kálaði litla gaurnum sem lá á miðjum teinunum með brækurnar á hælunum og beindi brúnni holunni að aðkomandi lestarstjóra....sem eflaust hefur sagt ...Shit ! Rétt áður en hann þrykkti 600 tonna lestinni upp í óskeinda görnina á Won Ton.
Lestaryfirvöld í Kóreu hafa fundið lausn á bráðaskitu starfsmanna en hún felst í þessu bráðsniðuga apparati hér fyrir neðan. Verst að lyktin verður kannski vandamál.... en viðkomandi starfsmaður lifir kannski klósettferðina af !
Annars gekk bara vel í skólanum og verkefnið mjakast áfram sem aldrei fyrr. Kantínan var lokuð og ég svalt heilu hungri þar til ég kom heim um 15:00 í dag og gat nært mig aðeins :)
Fjóla frænkubeib, takk fyrir að redda mér myndinni þinni, ég hlakka til að sjá hana.
Ég tek það fram að ég er alls ekki með fordóma gagnvart Kóreönsku fólki á einn eða neinn hátt og mér finnst hrísgrjón vera góð.
Kveðja
Jac G. Norðquist
Bloggar | Breytt 13.1.2008 kl. 02:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hver "Toppaði" hvern á Evrest !?
Föstudagur, 11. janúar 2008
Sir Edmund Hillary er látinn 88 ára að aldri, hann var þekktastur fyrir það að klifra upp á Everst, hæsta hól jarðar, í Nepal.
Það er eiginlega lengri saga á bak við Edda en við almennt vitum. Málið var að Eddi (hann vildi láta kalla sid Edda ef þið lesið greinina í the Sun) og nokkrir félagar hans voru á fylleríi í Nepal eins og svo oft áður, og á hálfgerðum flótta undan Báru, konunni hans Edda og systur Georgs, hálfbróður frænda móðursystir konunnar í blámálaða húsinu bak við slátrarabúðina í Kensington stræti rétt við Bakerstreet, þar sem að sjálfur Sherlokkur bjó til skamms tíma með samkynhneigðum lækni sem gat ekki slitið sig úr návist Sherlokks þrátt fyrir að karluglan rambaði í ótrúlegustu hættur, og vinstramegin við Dirkdiggler stræti þar sem hún, það er að segja systir Robertsons, hafði einusinni búið en var nú flutt yfir götuna og nú fyrir framan slátrarabúðina og alls ekki langt frá blámálaða húsinu, sem var reyndar búið að rífa og það fyrir löngu enda kemur þetta hús ekkert sögunni við.
Eddi og Georg voru semsagt á svaðalegu fylleríi og sögðu hvor við annan í hita leiksins... eigum við ekki að prófa að negla Nepala ? Það er sko Jollý gúdd hugmynd segir þá Eddi og glottir við tönn, ég hef prófað Skerpukjöt í Færeyjum og nú er ég til í að prófa Sjerpakjöt í Nepal.... þeir flettu í símaskránni og ætluðu sér að finna einhvern sem kynni nú að samkynhneigjast, því það er jú ekki öllum gefið ! Ég myndi sennilega bara stara og flissa vandræðalega ef einhver tappi færi að sýna mér slátrið.... hvað þá að hann færi eitthvað að troða því á stað sem að í mínum huga er alls ekki ætlaður fyrir annað en að vera neyðarútgangur fyrir S*** !!! Jæja þeir voru ekki búnir að leita nema örfáar mínútur þegar þeir rekast á nafnið "Tenzing Norgay"
Ten Zing Nor-GAY ( Gjaldmiðillinn í Nepal 1953 hét Zing Nor) Þannig að þetta var bara ódýrt eftir allt saman eða bara 10 Zing-Nor fyir samkynhneigðan tappa, ekki slæmur díll þar sem að ísköld kók kostaði rúmar 20 Zing-Ves en eins og allir vita þá eru 100 Zing-Ves í einni Zing-Nor.
Þeir hringja í Dúddan og fá hann til að hitta sig í tjaldbúðunum fyrir ofan bæinn og samþykkir gaurinn það alveg enda var hann svolítið forvitinn og talaði auk þess enga ensku svo að í raun hélt hann að þetta væru Ljósmyndarar frá Vouge í leit að últimate Nepölskum Fola. Jæja fjörið í tjaldbúðunum var mikið, alveg þar til að Goggi og Eddi drifu út drjólana og vildu fela slátrið í Nepalanum hugrakka en með misheppnaða nafnið.... Eddi og Goggi voru búnir að taka ófáar línur af Kóki en litli Sjerpinn var bara í Amfetamíni svo hann rauk bara paranojaður við slátursýnina, út úr tjaldinu og hljóp upp risastóra hólinn sem fæstir í Nepal vissu hvað hét hvað þá að þetta væri hæsti haugur af grjóti í öllum heiminum.
Eddi og Goggi voru ekki sáttir við svikin enda búnir að vera lengi að manna sig upp í þetta ævintýri með karlhórunni svo þeir bara rjúka af stað á eftir Litla kút, upp hólinn. Jæja til að gera langa sögu stutta, náðu þeir kút efst á hólnum, þar sem hann húkti lafhræddur við þá gaura og þorði ekki ekki niður hinumegin. Eddi hvískraði hásum rómi, meðan hann leysti beltið á gallabuxunum sínum "Æm fílíng horny baby, kom to papa" Það fylgir svo ekki sögunni hvort að Goggi hafi komist á Sjerpan, en hann komst á Everst svo mikið er víst. Ef þið lesið svo greinina til enda (Í The Sun) þá misskildu blaðamennirnir sem tóku svo viðtöl við gaurana við niðurkomuna, alveg hvað Eddi meinti þegar hann sagði glaðhlakkalegur með draumfagurt bros á vörum
"Well, George, we've knocked the b*stard off.''
Þið vitið svo að það er enginn maður með mönnum nema hann sé Hommi !?
Hér má sjá Edda ræða reynslu sína á toppinum !
Og hér er Tenzing Norgay að ræða sína reynslu
Verkefnið í skólanum gengur annars bara vel og allt ágætt að frétta, þrátt fyrir gríðarlegt skítaveður hér í Danmörku í dag.
Ég vil taka það svo alveg skýrt fram, að á engann hátt er ég með nokkra einustu fordóma gagnvart samkynhneigðum mönnum eða konum og fordæmi þá sem sýna slíkan aulahátt. (Með allri virðingu fyrir Sir Edmund Hillary, frábærum fjallafara og hetju 1920-2008)
Kveðja
Jac Gunnlaugur Norðquist
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Aumingja ég !!
Fimmtudagur, 10. janúar 2008
Þetta var frekar súr dagur í dag... ég var ofsalega veikur í gær og kastaði nokkrum sinnum upp. Svo var ég með beinverki og kvef í morgun og reyndar Guðbjörg líka.... en þar sem hún er frá Venus en ég frá Mars, þá lá ég grenjandi af sjálfsvorkun og sleni í sófanum meðan hún hristi þetta af sér eins og konum einum er lagið. Ég tók semsagt NDE á þetta en mín var bara hnarreist og lét ekki bilbug á sér finna..... nú er ég búinn að koma mér upp þvílíkum heymæðis/Asthma hósta að hundarð og tveggja ára jálkur úr Mýrasýslu sem staðið hefur í leku hesthúsi og vatni upp undir lendar síðustu 50 árin eða svo, hefði orðið feiki stoltur af óhljóðunum sem að kvalin lungu mín ná að pressa upp í illa tímasettum hviðum ! Með tár á hvörmum og bæn á vörum lýt ég á konuna mína og leita eftir vorkun í fallegu djúpbláu augum hennar.... en það eina sem skín í gegn er "Karlmannsræfillinn" ég skal hjúkra þér rófan mín...já komdu...komdu inn í herbergi og leyfðu mér að mæla þig.... ha? Komdu karlpungur... ég skal sko sýna þér hversu langt það er hægt að troða svona hitamælum !!
Kannski ég reyni bara að harka aðeins betur af mér !!!
Við erum núna búin að sjá alla "Bourne Identity" seríuna... hún er bara fjári góð, svo erum við líka alltaf með annað augað á Californiacation.... shit hvað þetta eru sýrðir þættir !
Verkefnið gengur þokkalega, það eru 2 af fimm komnir til að taka þátt í því með mér. Kennarar báðu mig afsökunar á illa grunduðum framsetningi af þeirra hálfu. Ég er sáttur.
Kveðja
JGN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7. Janúar
Þriðjudagur, 8. janúar 2008
Það fór svo að það var indislegt að koma aftur í skólann eftir jólafríið. Það var nú samt hálf nöturlegt að ég var sá eini úr 5 manna grúppunni minni sem að mætti !! Við eigum að skila af okkur verkefni B sem að stendur yfir næstu 10 daga og upphafið er auðvitað lykilatriði. Ég var samt ekki alveg sáttur við framgöngu kennarana vegna málsins og stóð í töluverðu stappi með að gera þeim ljóst að ég, já ÉG gæti á engan hátt borðið ábyrgð á því að samnemendur mínir mættu ekki í morgun !? Hvað er díllinn að bögga mig með því? Ég stend mína pligt og fokk it sagði ég við þá. Að endingu leystist þetta farsællega en ó mæ god hvað þetta varð súrrealískt á tímabili í morgun. Ég er semsagt byrjaður á verkefni B og ætla mér að standast það og hananú ;)
Ég er enn að fara yfir öll bréfin frá Olgu minni en það fór eins og mig grunaði, hólfið mitt var kjaft fullt af bréfum frá henni !
Hér er eitt, ég ætla ekkert að þýða það því enskan hennar Olgu nýtur sín svo vel í bréfsformi. Það á eiginlega samt að lesa þetta með stirðnuðu Rússnesku flámælginni sem við þekkjum öll svo vel úr hinum ýmsustu kvikmyndum gegnum áranna rás.
Dear Jac, my very chubby friend from Iceland, I have to give you many thanks for a wonderful recipie for this very nice fish you call Skata and the rest of the world calles "Fish in the sun for too long time" I was arrested by customer officers when I picked it up at the postoffice and they forced me to smell the Skata over and over again until I confessed that it was a diabollical plan to murder our leader with this foul fish gourmet. I am currently at Slotivostok prison and my only hope to get out is if you send them a written statement that you actually eat this rotten fish for your enjoyment in your country, the day before Christmas ! Jac, you are my only hope.
Ég las þetta bréf frá kerlu og hugasði til allra hryllingssaganna sem við höfum heyrt um hið hræðilega Slativostok fangelsi sem fær Gúlagið til að lýta út eins og Heilsuhælið í Hveragerði til samanburðar. Ég hripaði nokkrar línur til hennar áðan og sendi.......
Kammerat Olga, We here at the The Icelandic Liberation Cult Movement are very pleased to tell you that the Highly poisoneus wonderstuff named SKATA has been delivered to our Iraki co-workers and they have already put it in use. For some uncontrollable events, one of the parcels actuall opened in middle of Baghdad marked and 3698 people begun to vomit profoundly, 456 people fainted and 666 people converted to Cristianity, all because of the delightful smell of the content. I will send you a sample of our other secret smelly-poison bombmaterial namely SHARK ! Be very careful with that, it is very dangerous. I really did not get the joke you made about eating this stuff in my beautiful country..? Do you really believe that some sane person would eat a piece of shit like Skata ??? What is wrong with you? Well, Russians have a strange sense of humor.
Take care
Jac
Vona svo bara að hnittnin mín hitti í mark hjá tollurunum og fangavörðunum í Rússlandi ;)
Kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6. Janúar
Þriðjudagur, 8. janúar 2008
Það er búið að vera "Drengja-helgi" núna um helgina. Gðbjörg er búin að vera í skólanum á námskeiði alla helgina svo við strákarnir höfum haft það kósý á meðan. Við renndum í fjöruferð laugardagsmorguninn og lékum okkur svolítið þar í brunakulda og gaddi. Svo lá leiðin í verlanir og að lokum heim í kotið þar sem við lékum okkur í garðinum fram eftir degi. Svo var farið með Guðbjörgu í skólann í morgun og við drengirnir skruppum á rúntinn og nutum þess svo bara að vera heima fram yfir hádegi en þá lá leið í laaaangan og skítugan göngutúr :) Ég þurfti að þvo allt af drengjunum og vaska skóna líka :)
Á morgun fellur svo lífið í fastar skorður hér í Villestofte, drengirnir byrja aftur á leikskólanum og ég byrja á Project B í skólanum mínum. Ég var að fá það staðfest áðan að það koma ekki 3 úr 5 manna grúppunni minni á morgun og er það frekar skítt ! Það er mjög mikilvægt að mæta við upphaf verkefnisins og á það eftir að kosta okkur...mig... heilmikið vesen :( Jæja það kemur betur í ljós á morgun.
Við vorum að fá heimboð til Bandaríkjanna í sumar og fannst mér það vera frekar spennandi. Sjáum hvað setur.
Mig hlakkar til að fara í skólann á morgun, ég hef það sterkelga á tilfinningunni
að mín bíði ógrynni af bréfum frá Olgu minni í hólfinu mínu þar !
Sat annars með tárin í augunum áðan og horfði á menn, konur, börn og dýr kveljast mismikið og á mjög mismunandi hátt, í sjónvarpinu ! Helvítis sadista þáttur þessi Americas Funniest Home Videos !
Kveðja
Jac Norðquist
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4 Janúar
Þriðjudagur, 8. janúar 2008
Nú er úti veður vont og skítakuldi leggur yfir Danmörku. Það er auðvitað ekkert að marka DMI (Danska veðurgrínstofan) frekar en venjulega. Mér er það eiginlega óskliljanlegt að þessir blessuðu veðurfræðingar skuli allir halda vinnunni ennþá !? Hvað er málið, segjum að þeir væru við vinnu í Kauphöllinni.... það væri ekki aðeins búið að reka þá fyrir slælega frammistöðu, heldur flá þá lifandi og hengja í þokkabót. Mér skilst að Siggi Stormur og fleiri veðurtappar frá Íslandi hafi farið á árshátíð hingað út fyrir 7 árum síðan og hitt á veðurfræðingahálfvitana á DMI.... ég er að spá í að biðja Sigga um að koma skilaboðum til DMI að árshátíðinni hafi lokið þarna þið vitið...2001 !!!
Það var drengjadagur í gær og nú með þáttöku Guðbjargar :) Hún skilaði verkefninu rétt um 11:30 í gærmorgun og svo héldum við uppá það með ágætis máltíð á Jensens Böffhás. Svo fórum við í Járnbrautasafnið og vorum þar í nokkurn tíma með drengina og var það gaman að venju :)
Svo var horft á blessað skaupið eftir að drengirnir sofnuðu í gærkvöld. Ég reikna fastlega með því að skaupið hafi verið drepfyndið .... ef maður er búsettur á Íslandi ! Okkur hjónum stökk ekki bros á vör.
Kveðja
Jac Norðquist
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýársdagur
Þriðjudagur, 8. janúar 2008
Nýársdagur
VIð fjölskyldan í Villestoftehaven viljum óska lesendum þessara síðu Gleðilegs ár og ósk um farsæld nú og um alla framtíð.
Já nú er skollið á glænýtt ár og það gamla skotið upp með hvelli í gærkvöld. Við fórum í mat til Sigfúsar og Hildar í Törresö en þau buðu upp á Akurhænur og villisvínalæri. Í forrétt var skemmtilegur rækjuréttur. Eftir frábæran mat var slakað á yfir öl og svo fórum við út að dúndra upp rakettum. Ég gerði þau afar klaufalegur mistök að nota bæði vindla og sígarettur við uppfíringuna og eftir sex slíkar náttúruvörur...varð minn bara grænn í framan og leið frekar illa ef satt skal segja. Oj, ég mun bókstaflega ALDREI skilja hvernig fólk fer að því að byrja að reykja.... !? Það var ekki mikið skotið upp í Törresö en við spáðum ekkert í það heldur bara nutum okkar með okkar rakettur. Drengirnir voru ótrúlega sprækir og Gabríel tók sig á og horfði á raketturnar eins og kóngur, engin vottur af hræðslu í drengnum. Þeir voru vakandi alveg til klukkan þrjú um nóttina. Rétt svo um klukkan þrjú um nóttina héldum við heim á leið og drengirnir sofnuðu brátt í bílnum. Svo var bara sofið fram á hádegi en Mikael svaf fram til klukkan 13:30 en þá vakti ég gaurinn... ja svo hann sofni nú kannski fyrir miðnætti :)
Svo var farið að skjóta upp restinni hér úti á túni í dag og var það bara skemmtilegt. Veður er kalt en nánast logn og vægt frost. Það er svo spáð snjókomu á morgun og út vikuna... það verður spennandi að sjá hvort DMI (Danska veðurgrínstofan) spáir rétt fyrir því núna... ég á nú ekki von á því að kjánarnir rambi á rétta spá núna en gaman verður að sjá hvað gerist.
Ég er að horfa á áramótaskaupið núna í tölvunni og grenja af hlátri.... þetta er alveg óborganleg vitleysa.... ó !??! Ég biðst afsökunar.... ég er víst að horfa á Innlendan fréttaannál !? Skaupið verður skoðað á eftir ;)
Kveðja
Jac Norðquist
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pakistanskur hrossa*****ingur !
Mánudagur, 17. desember 2007
13. Desember 2007
Þá er ég opinberlega kominn í jólafrí og hananú !
Fór með drengina á leikskólann og Guðbjörgu í stóra leikskólann og renndi svo í BILKA í jólagjafainnkaup og fleira... mikið er það nú gaman að þvælast um BILKA og versla.... svo gaman að það varð bara möst að kíkja í Rosengårdcentret líka og versla meira. Ég segi bara eins og Siggi Sigurjóns í Dalalíf... I love it ! Eða þannig sko.
Ég skrapp í hádegismat niður í skóla og tælenski rétturinn hafði mælst rosalega vel fyrir og allir ánægðir með kokkinn. Hann ætlar að hafa Kínverskt þema út Janúar og Febrúar. Systir hans vinnur á Kínversku munaðarleysingjahæli og hefur greiniega góð sambönd við einhverja kjötframleiðendur því hún reddar honum svo ódýru hráefni. Jafnframt virðist hún vera að leysa vanda hins yfirfulla hælis því hún er farin að bjóða upp á fleiri pláss á hælinu sem þýðir auðvitað að einhver börn eru að fá ættleiðingar ekki satt?
Ég komst að því að þráðlausi síminn minn virkar á númeri nágrannanns ef ég stend við hornið á húsinu mínu bakatil og halla mér í vestur ! Ég er búinn að hringja símaat í flesta í Beijing í Kína síðan í morgun... er núna að byrja á Zong Hai í kínversku símaskránni. Til að kóróna svo verkið, þá hringdi ég í TV2 og gargaði á Pakistana-Dönsku að Andreas Fokk Rass-Muss-sen ætti skilið að vera laminn með Pakistönskum hrossatittling og endaði svo á að jóðla vers úr stóru sálmabókinni þeirra rétttrúuðu ! Svo skellti ég á, hljóp inn og setti Last Christmas með WHAM á græjurnar.... það passaði svo alveg við viðlagið þegar ljósasjóvið byrjaði fyrir utan hjá nágrannannum og allt fylltist af löggubílum. Nú stend ég við eldhúsgluggan og er að maula kex og horfa á lögguna vera að þjarma að Larsen nágranna með kylfum og hnúum. Ég ætla bara að njóta þess örlítið lengur og sofna svo út frá notalegum slættinum í þyrilvængjunum þegar þær sveima hér yfir á eftir vegna nafnlausrar ábendingar um fljúgandi furðuhlut sem lenti í garðinum á númer 16 og svo yndislegu háreistinni sem kemur frá 23 pizzusendlum sem reyna að afhenda pizzurnar sínar til aumingja Larsens. Ekki misskilja mig í guðana bænum...mér er alls ekkert illa við Larsen, síður en svo... en það er kominn tími á að hann læri að bjóða góðan dag ef maður kinkar til hans kolli ekki satt?
Hvað um það.... nú er komið jólafrí og ég tek þátt í því :)
Kveðja
JGN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tannlaust tott?
Fimmtudagur, 6. desember 2007
Vaknaði hress en var orðinn fárveikur kl 10 í morgun, svo eftir að hafa keyrt Guðbjörgu og drengina, fór ég beint heim og lá skjálfandi undir teppi þar til ég náði í þau aftur. Dormaði svo frosinn undir teppi og sæng alveg að krókna úr kulda fram til kl 20:30 í kvöld en þá var ég búinn að kynda hitann í kroppnum upp í 39,2 °c svo mér fór að líða betur :) Eftir að hafa sagt drengjunum kvöldsöguna lagðist ég bara í lazyboy tók með mér poka af beinverkjum og slatta af óþægindum í skál og horfði á HITCH með Will Smith og Kevin James. Fínt að taka út flensuna svo fyrir jólin, ég hef neflilega oftar en einusinni verið veikur um jól og það bókstaflega sökkar...
Talandi um " Sökka".... Það var 83 ára gamall gaur að mæta upp á deild 4 í sæðistalningu.... hann fékk svona smá krukku með sér heim til að ná sýni og átti að koma daginn eftir með það...
Jæja, daginn eftir er minn maður mættur á deildina og læknirinn spyr hvernig hafi gengið.... jaaa segir sá gamli, ekkert of vel. Nú? Afhverju? segir læknirinn...hvað kom uppá?´
Sko, ég prófaði sjálfur en ekkert gekk, svo kom konan mín og ætlaði að aðstoða...fyrst með vinstri hendi, svo hægri...loks prófaði hún með munninum...með tennurnar upp í sér en ekkert gekk svo hún prófaði að taka þær úr sér...neibb, ekkert gekk, svo við fórum yfir til nágrannakonunnar en það var alveg sama hvað hún reyndi...ekkert gekk !
Fóruð þið til "Nágranna konunnar" sagði læknirinn steinhissa og ekki laust við að vera hneikslaður....???´
Já en það var sama hvað við reyndum læknir, við náðum ekki lokinu af krukkunni!
Latínumolar: Hostes alienigeni me abduxerunt. Qui annus est? Mér var rænt af Geimverum, hvaða ár er núna?
Kveðja
JGN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)