Aðventuafmælisveisla !!
Mánudagur, 3. desember 2007
Hvað er æðislegra en að sofa út á fyrsta í aðventu :) Ég drattaðist á fætur rétt upp úr 11:30 og fór beint í tiltektargrírinn enda von á gestum í afmælisveislu drengjanna. Það gekk bara vel og eftir að Guðbjörg hafði töfrað fram nokkrar kökur og annað gómsæti, fórum við bara að mála okkur og gera okkur klár. Fyrstu gestirnir komu svo rétt um tvö... ja ásamt hinum gestunum..allir á réttum tíma. Sigfús, Helena, Silja og Ingibjörg komu frá Törresö, Vignir, Áslaug og Tinna komu frá Fraudge ásamt Ólafi syni nágranna þeirra og að lokum komu Margrét, Elli, Agnes og Alex Nói frá St Klemens. Það var bara vel heppnað boðið og mikið hlegið. Við hjónin þökkum kærlega þeim sem mættu og innilegar þakkir fyrir allt sem þið færðuð drengjunum okkar :)
Ég bauð svo í Skötuveislu þann 23. Desember og pantaði skötuna hjá Mömmu áðan ásamt hamsatólg og rúgbrauði... maður fær bara slefuna fram á höku.
Æðilegur dagur að kveldi kominn.
Latínumolar: Perscriptio in manibus tabellariorum est. Ávísunin er í póstinum !
Kveðja
JGN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Æla og aftur æla !!
Föstudagur, 30. nóvember 2007
Það var gubbandi Gabríel sem fór ekki á leikskólann í dag :( Litli anginn er bara ennþá frekar slappur og með hita. Var reyndar orðinn hitalaus núna um kl 21:00 í kvöld.
Ég fór með Mikael á leikskólann í morgun og svo var farið niður í skóla og keyrt þaðan og til Ringe þar sem við fengum góða kynningu á Nassau Doors fyrirtækinu. Síðan þurfum við að SWOT analæsa það og fleira, en það verður semsagt Project B sem að byrjar 7. Janúar 2008. Eftir kynninguna fórum við nokkur úr bekknum út að borða og var það bara frekar gaman. Á leiðinni heim skutlaði ég einni konu heim og var hún eitthvað sein að segja mér til um hvar átti að beygja svo það atvikaðist að ég var á vinstri akrein þegar ég þurfti að taka hægri beygju... það var allt stopp á rauðu og langt í næsta bíl fyrir aftan mig svo ég skelli bara í bakk og rúlla nokkrar bíllengdir afturábak og skipti um akrein, ekkert mál...well, þetta hefði nú ekki verið í frásögur færandi nema hvað að bíllinn sem var einmitt svo langt í burtu, renndi upp að hliðinnni á mér og ég vinkaði kurteysislega til hans...og mér til mikillar skemmtunar...þá voru þetta íslendingar búsettir hér í Odense og vill svo skondið til að eru með barn á leikskólanum sem drengirnir eru á og við erum á leið til þeirra í matarboð næstu helgi !!! Hahahaha þurftu þau endilega að sjá mig aka upp á dönsku !? Æ þetta var bara fyndið. Svo hitti ég þau á leikskólanum skömmu síðar... já ég var víst á undan þeim þangað þrátt fyrir útúrkrókinn með bekkjarfélagann... enda fannst þeim ég frekar snöggur í akstri svo ekki sé meira sagt :)
Milljónamæringur í Svíþjóð bauð heim til sín um 250 manns til að sýna þeim nýju risastóru sundlaugina sína. Hann hafði sett í hana 30 krókódíla sem áttu að passa að engir væru syndandi í lauginni meðan hann væri á ferðalögum. Hann segir í gamansömum tón við gestina... sá sem þorir að synda yfir laugina fær milljón dollara í verðlaun !! Hann er ekki búinn að sleppa orðinu fyrr en það heyrist PLASK !!! og lítill ræfilslegur maður syndir á fullu spani inn á milli allra krókódílanna og veinar og skrækir alla leiðina... fyrir einhverja Guðslukku kemst hann yfir og klifrar holdvotur og titrandi upp á bakkann. Milljónamæringurinn tekur í höndina á hönum og segir, sko kallinn minn.. þú ert milljón dollurum ríkari núna en þú varst áðan... er eitthvað sem þú vilt segja um þessa óvæntu hetjudáð? Nei nei en ég vildi bara ná í rassgatið á fávitanum sem að hrinti mér út í.
Latínumolar: Amicule, deliciae, num is sum qui mentiar tibi? Elskan, myndi ég skrökva að þér ?
Kveðja
JGN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Parken og Helvíti !!!
Sunnudagur, 25. nóvember 2007
Í dag eru fimm á frá því að Gunnlaugur Afi minn lést, megi hann hvíla í friði.
Það er bara rétt mánuður til Jóla ! Þetta líður eins og óð fluga... ja eða nálgast eins og óð fluga...hmmm ekki alveg með þetta á tæru.
Við fórum með drengina í dag niður á Flaghaven torgið hérna í Odense og horfðum á Borgarstjórann, vin minn, kveikja á jólatréi borgarinnar. Það var jafnframt kveikt á öllum jólaskreytingum borgarinnar. Svo var farið í "Danska biðröð" eftir nammipoka fyrir drengina. Hvað er "Dönsk biðröð", jú hún er þannig....reyndu að troða þér sem mest þú mátt framfyrir þann sem er á undan þér og skítt með það þó hann/hún sé með barn, jólin eru hvort sem er ekkert fyrir börn heldur mig Morten, og ég ætla mér að ná í sælgætispoka áður en ég fæ mér svínapurusnakk á pöbbinum og þamba Albani bjór í lítravís, burt með ykkur, ég er Heilagur Morten og biðraðir eru fyrir Aumingja og Araba ! Þetta er "Dönsk biðröð" og ef ykkur líkar það ekki helvítis útlendingar, getiði bara farið í rassgat...rassgat....best að drífa sig þangað áður en það myndast biðröð í það !!!
Það var annars frekar kalt í miðbænum en við vorum vel búin og kuldinn kom ekki að sök, stemmingin var bara skemmtileg og gaman að hafa tekið þátt. Við renndum svo heim og settum kjúlla í ofninn og jólalög undir geislann... Bara æðisleg stemming hér í allan dag. Guðbjörg var að Jólaföndra með strákunum, mínir menn urðu frekar súrir þegar þeir uppgötvuðu að "Músastigar" eru bara ekkert ætlaðir músum :) Við erum jú búnir að vera á músaveiðum svo þeir vita sko allt um mýs :) Tommi og Jenni my ass !!!
Verðum með smá afmælisveislu hér á Sunnudaginn 2. Desember og fögnum afmæli drengjanna en þeir verða 5 ára á Miðvikudaginn 28. Nóvember :) Þið eruð velkomin að senda kveðju með e-mail sem við svo lesum upp fyrir þá :)
Tveir gaurar frá Íslandi dóu og vakna upp í helvíti.
Daginn eftir tékkar Djöfullinn sjálfur á þeim og sér að þeir sitja í mestu makindum í úlpunum sínum, með vettlinga og húfur og orna sér við eldinn. Djöfullinn spyr þá hvað þeir séu eiginlega að gera? Er ekki nógu heitt í helvíti fyrir ykkur ?
Gaurarnir svara, "Sko, þú veist, við erum frá Íslandi, landi snjós,íss og kulda. Við erum bara ánægðir að fá smá yl í kroppinn."
Djöfullinn ákveður að þeir séu nú ekki að þjást nóg svo hann skrúfar upp hitann.
Morguninn eftir kíkir hann aftur á gaurana tvo og þarna sitja þeir ennþá í úlpum með húfurnar og vettlingana ennþá á. Það er nú ferlega heitt hérna, finnst ykkur það ekki?
Aftur svara gaurarnir því til að þeir komi jú frá Íslandi, landi snjóa, íss og kulda, við erum bara fegnir að fá smá yl í kroppinn !
Það fór nú að fjúka nett í Kölska og hann ákveður að jafna örlítið um þessa tvo gaura. Hann fer og setur hitann á "Fáránlegt". Fólk fer að veina og væla út um allt helvíti. Hann fer svo og kíkir á gaurana tvo frá Íslandi og sér að þeir eru komnir á skyrtuna með upprúllaðar ermar og eru að grilla pylsur og þamba bjór.
Djöfsi verður steinhissa " Allir hérna inni þjást og veina, en þið virðist bara njóta ykkar?"
Já sko, það er svo hrikalega sjaldan að við fáum svona gott veður heima á Íslandi, að við urðum bara að grípa tækifærið og grilla aðeins og súpa á öli.
Alveg óður af bræði, strunsar Djöfsi í burtu og hugsar málið. Að lokum kemst hann að þeirri niðurstöðu að þessir gaurar hafi verið að krókna allt sitt auma líf á Íslandi, þess vegna eru þeir svona kátir yfir öllum hitanum. Djöfullinn ákveður að skrúfa fyrir allan hitann í öllu Helvíti.
Daginn eftir er orðið ískalt í Helvíti og héla og grýlukerti allsstaðar. Fólki orðið svo kalt að það gat varla gert neitt annað en veinað og aumkað sér yfir kuldanum. Tannaglamur yfirgnæði samt að mestu veinin. Djöfullinn glotti með sjálfum sér og fór að kíkja á gaurana frá Íslandi.
Þar eru þeir komnir í úlpuna, húfuna og með vettlingana á sér...en Djöfsa til mikillar furðu, eru þeir að hoppa og öskra Ole ole af mikilli gleði !?
Ég skil ekki, sagði Djöfsi, ég skrúfaði hitann upp úr öllu valdi og þið voruð bara ánægðir og núna er bullandi frost hérna og þið bara öskrandi af gleði?? Hvað í fjárnaum er að ykkur tveim?
Íslendingarnir líta á Djöfsa með spurn í augum, " Ha, veistu það ekki? Ef það frýs í helvíti, þýðir það bara að Íslendingar hafa unnið Dani loksins á Parken!"
Málsháttur: Oft fer presturinn út í aðra sálma.
Kveðja
JGN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ótrúlega flott !!! Jóla-hvað
Föstudagur, 23. nóvember 2007
Alveg dásamlegt frí í skólanum í dag. Eyddi samt deginum í að læra en naut þess bara á kaffihúsi með grúppunni minni. Rölti svo við hjá VUC-FYN og skráði mig á ensku námskeið Niveau A en ég er búinn að taka Niveau C og B í Syddansk Universitet, best að fara alla leið með þetta finnst ég er þokkalegur í enskunni. Ég þarf ekki að mæta í skólann heldur get tekið þetta í 100% heimanámi en mæti svo bara í prófið í Maí eða Júní.
Ég alltaf jafn heppinn ! Eftir að hafa náð í Helenu í Törresö, en hún ætlaði að passa aðeins fyrir okkur, komum við hérna heim og drengirnir vildu endilega að ég kveikti á Jólaseríunum til að sýna henni... jú jú ég gerði það og stóð svo í nokkrar sekúndur til að dást að herlegheitunum...renna ekki bara nágrannarnir í nr 16 framhjá, stoppa og segja bara VÁ ! Det er utrolige flot (Vá, mikið asskoti er þetta sjúklega töff) Það hefur bara aldrei verið skreytt svona mikið hérna í götunni áður !! Minn bara rauður í framan því ég á eftir að setja upp slatta í viðbót ;) En ég slökkti nú samt á öllu aftur því ég ætla að standa við mitt og kveikja ekki fyrr en eftir afmæli drengjanna. Ég lét nú samt loga á fallega bláu seríunni inni í garði, þar sem að hann er alveg lokaður hafði ég engar áhyggjur að það sæist utanfrá en þegar Guðbjörg kom heim eftir að hafa skutlað Helenu aftur í Törresö, sagði hún mér að utanfrá væri eins og það hefði lent Geimskip í garðinum hjá okkur !!! Hahahahahaha.
Tengdaforeldrar mínir hringdu í kvöld og átti ég ferlega skemmtilegt spjall við þau. Afríka var ofarlega í huga þeirra enda eru þau nýkomin til Íslands frá The Gambia (Gambíu). Það er greinilega margt mikið öðruvísi en við eigum að venjast í henni Afríku og hlakkar mig nú til þess að fá að sjá myndir sem að Tengdó tók í ferðinni (bara um 700 myndir takk).
Fórum á foreldrafund í leikskólanum kl 17:20-18:20 og var það býsna fróðlegt. Það er gert svona spurningaskema sem fóstrurnar fylla út og er það ætlað til að kanna atferli drengjanna og auðvitað hinna barnanna á leikskólanum. Drengirnir okkar eru bara frekar frískir og við þurfum ekkert að vera fjárfesta í pyntingartækjum til að kontróla þeim :)
Það var dagur 3 í jólaframhaldssögunni og lögðust þeir þegjandi og hljóðalaust upp í rúm til að fá framhaldið. Í gær var Gabríel svo spenntur að hann var kominn í bælið og lá þar steinþegjandi og spenntur eftir að fá að heyra meira :) Auðvitað er draumurinn að gefa þetta út og hver veit hvað verður. Ég gerði tilraun til sögugerðar fyrr á árinu og sendi hana til 3 aðila til þess að fá umsagnir. Fékk heilmikin lærdóm út á það.
Málsháttur: Oft láta bensínafgreiðslumenn dæluna ganga.
Kveðja
JGN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sammála Birni Bjarna !
Miðvikudagur, 21. nóvember 2007
![]() |
Búnaður í fatnað, töskur og bifreiðar til eftirfarar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hræðslupúkar !!!
Sunnudagur, 18. nóvember 2007
Mikael og Gabríel voru að leika sér úti í garði seinnipartinn í dag. Ég var að taka til í geymslunni fyrir framan hús og það var farið að rökkva örlítið. Mikael er farinn inn en Gabríel enn að leika og svo langar hann að fara inn stofumegin í húsinu... Mamma hans segir honum að fara að aðaldyrunum og gengur gegnum húsið til að opna fyrir honum... hann kemur alveg á sprettinum og skellir aftur hurðinni og hallar sér að henni...úff ég er hræddur stynur hann upp við móður sína.. hræddur, við hvað spyr hún hissa? Ég heyrði eitthvað svona hljóð, sagði hann og lýsti einhverju ótilgreindu hljóði... svona svona segir mamma hans, þetta hafa bara verið nágrannarnir okkar með skvaldur, ekkert til að vera hræddur við. Þá segir Mikael við Gabríel, sko þú þarft sko ekkert að vera hræddur..því að í gamla gamla daga, sagði fólk bara við börn að það væru tröll og skessur í skóginum svo að börnin væru ekkert að fara ein út í skóg og týnast ! Gabríel horfir aðeins á bróðir sinn og segir svo, nei nei .... ég horfi bara á of mikið af teiknimyndum !
Það var farið snemma í háttinn í gær og vaknað seint í dag. Ekkert smá notalegt. Nú er tæpur mánuður í jólafríið hjá mér í skólanum og verður því tekið fagnandi :) Eins og allir vita þá er ég algjör jólasveinn og elska jólin og jólahaldið út í gegn ... Vona bara að það verði SNJÓR !!!
Málsháttur: Ekki er aðfangadagur án jóla
Kveðja
JGN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jólaseríur og Lima-Duld
Laugardagur, 17. nóvember 2007
Það er rétt miður Nóvember og nágrannar mínir í nr 10 og 12 eru búnir að hafa jólaskreytingar í trjám í 2 vikur í dag, ég var að ná í Guðbjörgu í skólann í gær þegar ég sá svo skreytingar á all mörgun stöðum í görðum hjá fólki. Mér persónulega finnst þetta of snemmt og veit ég að margir eru mér sammála, en hvað ætli fari gegnum hugann á þessu "snemmbúna" fólki sem tekur út jólaseríur í byrjun nóvember? Ekki eru þetta kaupmenn að auglýsa að vertíðin sé byrjuð...neibb grannarnir mínur eru bara meðal Jónar með engin tengsl við sölumenn lífsgæða-geðveikinnar? Ætli það sé myrkfælni? Að það sé minna áberandi í þeirra huga að setja út nokkrar jólaseríur frekar en að flóðlýsa garðinn hjá sér vegna viðvarandi hræðslu við drauga og forynjur sem vappa um í hinu snemmbúna Nóvembermyrkri? Kannski að þetta sé "Limaduld" ? Ég meina, hafið þið (karlmenn) staðið úti í garði, undir fölbleiku ljósi jólasería og tekið út á ykkur sprellann og reynt að pissa yfir limgerðið, yfir í garð óþolandi nágrannanns? Auðvitað, hver hefur ekki prófað það, en þá hafið þið líka tekið eftir því hvernig mjúkur skugginn gerir það að verkum að litli trölli sýnist ekki eins lítilli og bros konunnar segir til um! Það er kannski nóg ástæða fyrir smá-mælda að setja upp seríurnar við fyrsta tækifæri...(og pissa svo stöðugt úti í garði og vera með króníska blöðrubólgu).
Annars komst Víkverji Morgunblaðsins í morgun vel að orði þegar hann velti fyrir sér hvort það þyrfti að koma lögum yfir kaupmenn sem byrja að eyðileggja fyrir okkur jólahátíðina snemma í Nóvember með falskri jólastemmingu búðanna. Þeir virðast vera þeir einu sem hafa áhuga á svona snemmbúinni jólaupprifs-stemmingu.... og eru búnir að gera jólin "Þreytt" fyrir okkur hin áður en Desember gengur í garð. Vitiði... ég er bara alveg til í að banna/aðvara kaupmenn um að setja upp jólin í byrjun Nóvember. Fyrir mér er 1. í aðventu þau mörk sem ætti að setja við Jóla-uppsetningu að öllu tagi. Ekkert fyrr en það.
Við drengirnir fórum á Musejagt í gærkvöld og svo aftur í morgun...afraksturinn er 3 stykki illfrýnilegar mýs með drápsaugnaráð ! Þær geta skotið leysigeislum úr augunum svo við verðum að fara varlega... ætli þeir horfi of mikið á teiknimyndir? Allavega er geymslan að verða músafrí :) og við fáum tækifæri á að gera eitthvað saman .... drepa. Frumeðlinu fullnægt fyrir utan það að éta ekki afraksturinn...gefum fluglunum hræin svo einhver nýtur góðs af morðæðinu.
Málsháttur: Oft veldur lítill stóll þungum rassi.
Kveðja
JGN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Reiðhjólakynlíf !!!
Föstudagur, 16. nóvember 2007
Ég er hlynntur frjálsum ástum.... það verður alveg að segjast, ég er EKKI hlynntur fólki sem leggst kynferðislega á börn, dýr eða geðfatlaða eða hverja þá sem vitsmunalega séð, geta ekki skilgreint hugtakið kynlíf eða fyrir hvað það stendur.... en eitt verð ég að segja.... mér gæti ekki staðið meira á sama um þá sem stunda kynlíf með REIÐHJÓLUM !!! Já það er semsagt frétt hér um tappa sem átti notalegar stundir með Reiðhjóli, ég meina ..þetta er jú REIÐ-hjól og maður faktískt Ríður Hjóli ef maður fer í hjólatúr..ef þessi gaur ætti konu..ætli hún hefði orðið REIÐ-Hjólinu ?? Kannski var hún REIÐ manninum og REIÐ honum Kinnhest og þá fór hann bara og REIÐ hjólinu HAHAHAHAHAHHAHAHAHA !!! Æ ég elska svona fávita sem gleðja mig óbeint með heimskulegum uppátækjum !
Annars erum við Mikael bara heima í dag, hann er að jafna sig af veikindum og ég er hér honum til skemmtunar. Gabríel er á leikskólanum og er ekkert smá duglegur að fara svona "einn" á hann. Guðbjörg er komin í Project vinnu í skólanum svo það kemur til með að sjást lítið í hana um helgina.
Vetrardekkin kominn undir bílinn :) Þá er nokkuð öruggt að þetta verður snjólaus eða amk mjög snjóléttur vetur hér í Odense. Fjárinn, ég hefði átt að setja nagladekk undir og þá er næsta víst að hér hefði verið blússandi sól og 18°c hiti í allan vetur !!! Æ þetta er bara ég og mín heppni sko, ekkert við því að segja. Ef ég flytti á Suðurpólinn yrði það skilgreint sem "Grænt" útivistarsvæði innan skamms tíma ! Málið er bara að ég vill snjó á veturna og ekkert múður.... en snjór forðast mig og það er mín fötlun... ja ein af þeim amk :)
Málsháttur: Fiskisagan flýgur en fiskimaðurinn lýgur.
Kveðja
JGN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Peter Putti, Matsveinn með attitude
Fimmtudagur, 15. nóvember 2007
14. Nóvember 2007
Nú er ég búinn að læra Karate !! Já og auðvitað Kimi Wasa og Kung Fu.... einnig Jiu Jitsu..já og fullt af öðrum Kínverskum orðum, þetta er að rok ganga hjá mér :)
Sigfús og Hildur voru með drengina fyrir okkur í dag svo við gætum sinnt skólanum. Mikael er veikur, hann er með "Børnesår" á vinstri olnboga og má ekki fara á leikskólann þess vegna, þótt hann sé alveg eiturhress... þetta er víst bráðsmitandi andskoti og betra að fara varlega. Það var alveg frábært að þau skildu bjóðast til að hafa drengina því ég var að verja verkefnið í dag í skólanum... Það tókst bara mjög vel og minn hluti var óaðfinnanlegur !!! Ekkert smá stoltur með það :)
Nú færist spennan í aukana með ráðningu á nýjum matráð í Kantínuna okkar í skólanum.... Peter Putti fékk ekki vinnuna... sem betur fer ! Það skýrist eftir helgi hver hreppir hnossið. Læt ykkur vita.
Hér er mynd af honum Peter Matsveininum knáa
Það snjóaði aðeins hér í Odense í morgun og svo aftur seinnipartinn, ja eða gekk á með éljum.. bara gaman að því :) Ég vona svo Kalt og innilega að það verði snjór um jólahátíðarnar hér í Danmörku að ég hef ísskápinn opinn úti á hlaði allan sólarhringinn til að stuðla að kaldari veðráttu !!! það má amk reyna ekki satt?
Málsháttur: Betra er að ganga fram af fólki en björgum.
Kveðja
JGN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
NæturSvínaríið og Strætó
Sunnudagur, 11. nóvember 2007
Ætla að byrja á að óska Alex innilega til hamingju með 17 ára afmælið í dag ! Til lukku kæri frændi og megirðu eiga hreint alveg ágætis dag fullan af skemmtilegum stelpum, eða kannski öllu heldur, skemmtilegan dag með fullum stelpum !!! Hahahahaha.
Annars er fallegt haustveður hér í Danmörku þessa stundina, ég er viss um að DMI (Danska veðurstofan) væri hrópandi ósammála mér en á þeirra mælikvarða þýða 5 metrar á sekúndu nánast Hafnarfjalls-fárviðri, ef það er heiðskírt og sólin skín, á maður að vera inni því annars fær maður instant húðkrabbamein og guð forði því að það skuli snjóa í blankalogni því þá er sko nauðsynlegt að kalla út herinn því að það er "Jihad" eða heilagt stríð gegn ofankomu hér í Danmörku !
Ég keyrði í gær framhjá "Jólatrjáa-skógi" þar sem að búið er að merkja tréin til sölu fyrir komandi vertíð, þá datt mér í hug að við erum enn eina ferðina komin í hús þar sem að verður erfitt að finna pláss fyrir jólatréið !! Hvað er málið eiginlega, ég held að við þurfum bara að breyta um jólastíl, kannski bara vera með jóla-grein, hangandi niður úr loftinu. Nú eða setja bara pakkana í vatnsheldan gjafapappír og smella þeim undir tréið úti í garði !? Það væri ágætis lausn.
Ég var að lesa þessa frétt á Vísir.is og varð hugsað til þess er ég vann hjá Strætó BS sumarið 2004. Það eina rétta í stöðunni er auðvitað að fá næturstrætó aftur í gagnið...en ! Já en... aðeins að gera hann út þannig að hann hæfi þeim "svínum" sem að hann nota. Ég segi svínum, því ég var að vinna þarna sjáiði til og veit um hvað ég er að tala. Það þyrfti að útbúa vagnana (Næturstrætó) út þannig að það eru eld-þolnir plastbekkir í stað sæta og búið að setja plast (óbrennanlegt) í alla glugga. Bílstjórinn þarf að vera í algerlega lokuðu og skotheldu búri, án möguleika fyrir farþega að eiga við hann/hana nokkur samskipti. Hann á bara að keyra fasta leið og opna dyrnar í 2 mínútur á hverri fyrirfram ákveðinni stoppistöð. Þetta er svona svipað og "Síld í tunnu" dæmi, en því miður er það bara vegna fenginnar reynslu að annað gengur víst ekki. Fyllerís þjóðfélagsþegnar okkar fagra lands eru bara því miður ásig skítandi pakk og það þarf að fara að koma fram við það á viðeigandi hátt ! Ég er ALLS ekki að alhæfa eitt eða neitt hér, bara að benda á staðreyndir sem ég sjálfur hef orðið vitni af... oftar en einusinni og oftar en tvisvar. Ef þú sem þetta lest...móðgast !! Þá veistu sennilega upp á þig sökina ekki satt?
Unglingurinn kom heim úr skólanum og sagði við Pabba sinn, um leið og hann hennti töskunni inn í herbergi, ég hafði mök við kennarann minn í dag ! Pabbinn leit upp úr mogganum og þandi út brjóstkassann og roðnaði af einskæru stolti. Sonur sæll, það var ekki fyrr en ég var kominn í framhaldsskóla að ég hafði tækifæri til að taka kennarann minn !! Svo lítur hann stoltur á strákinn og segir, elsku vinur, mannstu eftir rauða freestyle hjólinu sem þér er búið að langa svo í !? Við skulum fara og kaupa það núna. Æ pabbi, getum við farið á morgun, ég er ennþá að drepast í rassgatinu.
Málsháttur: Oft fara hommar á bak við menn.
Kveðja
JGN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)