Indjánaleikur

Hvernig á lítill 5 ára drengur að pluma sig í hópi þriggja eldri bræðra sem eru fæddir óróabelgir og fjörkálfar með ofvirkt hrekkja-gen? Nú hann verður bara að vera töluvert öflugri hrekkja-uppfinninga-samari en þeir 3 til samans. Það var allavega mín aðferðarnálgun til að takast á við vandann.

Iðullega var ér skilinn eftir ef bræður mínir voru að fara eitthvað út að leika. Mamma, við nennum ekkert að hafa kryppildið með, eða mamma, er ekki séns á að þú farir í síðbúna fóstureyðingu ? Allt var reynt til að losna við litla fimm ára tappann sem þrátt fyrir allt leit upp til stóru bræðra sinna og fannst þeir vera svalastir af öllum svölum. Ó þvílík mistök og skynvilla. Ég var þyrnirinn í síðu þeirra, ég var Britney Spears og þeir voru heilbryggð skynsemi, ég var vatn og þeir voru olía..... þið skiljið...við áttum bara ekki saman. Hversu sem Mamma reyndi, þá var gert allt til að koma litla drengnum, mér, sem lengst úr augsýn.

Eitt skiptið sem oftar, galar mamma á eftir fjörkálfunum þar sem þeir hlaupa út götuna í litla bæjarfélaginu sem við bjuggum í, og skipar þeim að koma aftur heim og ná í litla bróðir og það strax, annars verði svartfugl og slátur í matinn það sem af lifir sumri !! Mínir menn voru matmenn miklir en Svartfugl og slátur er ekki heppileg blanda ef þú vilt ná því að verða hraustur og dugmikill drengur... það var í það minnsta okkar túlkun á því forbölvaða mataræði. Jæja, þeir snúa við og ég sá ástina og umhyggjuna skína langar leiðir úr drengjalegum andlitunum, ég fékk tár í augun, æ hvað var gott að eiga svona stóra og góða bræður sem þótti svona vænt um mann. Það var ekki fyrr en ég var orðinn fullorðinn að ég sá sömu ástúð úr augum bræðra minna og það var þegar Danir unnu okkur enn einusinni á Parken !

Þeir náðu í mig og svo var gengið rösklega af stað og lá leiðin upp í skógar rjóður sem lá rétt fyrir ofan bæinn. Þar var ákveðið að fara í Indjánaleik og við þær fréttir setti ég auðvitað hendurnar strax fyrir aftan bak, því að allir vita að í indjánaleik er sá yngsti bundinn við tré meðan hinir leika ! Jæja, það var engin breyting á því leikjamynstri frekar en fyrri daginn. Ég var bundinn við tréið og stóð þar samviskusamlega meðan drengirnir hurfu út í buskann. Ég var örlítið forviða að sjá þá með veiðistangirnar í indjánaleik en indjánar eru auðvitað klikk.

Það voru þrír roggnir gaurar sem fóru heim með aflann og skelltu á eldhúsbekkinn. Mamma, það er glænýr þorskur á borðinu sem við veiddum á bryggjunni og Gulla í Bakaríinu gaf okkur næstum því nýtt brauð, kölluðu þeir inn í þvottahús þar sem að mamma var að þvo, flott strákar mínir var kallað á móti, leikið ykkur aðeins inni í herbergi fram að kvöldmat en þvoið ykkur fyrst.

Verandi með svona fjörkálfa við matarborðið og mig alltaf svona stilltan og rólegan, var ég alls ekkert hissa á að hún tók ekki eftir því strax að mig vantaði við matarborðið í kvöldmatnum.... Drengirnir hlógu og gerðu að gamni sínu yfir velheppnaðir veiðiferð og kepptust um hver hafði veitt stærsta fiskinn. Mamma var að ná í fleiri kartöflur í pottinum þegar hún lýtur allt í einu við og segir...ha? Hvar er litli bróðir ykkar? Drengirnir litu hver á annan og það varð vandræðaleg þögn í eldhúsinu. Sá bróðirinn í miðið sagði graf alvarlegur við mömmu, getur nokkuð verið mamma að þú hafir gleymt honum á leikskólanum í gær ?

Það hvein nú hressilega í mömmu og öllu hærra spurði hún aftur hvar hefði orðið um litla mig?

Viljið þið drullast út og finna drenginn áður en það skellur á myrkur drengjaskammirnar ykkar ! Bræðurnir þustu út sem fætur toguðu og leiðin lá beint upp í skógarrjóðrið þar sem að þeir höfðu bundið mig svo tryggilega um hádegisbilið. Neibb, enginn bundinn við tréið og hvergi tangur né tetur af mér!? Hvað hefur orðið um drengstaulann, sagði sá elsti og tvinnaði saman nokkrum velvöldum blótsyrðum sem hann hafði lært niðri á bryggju þegar fiskikar með 500kg af ýsu, lenti á ristinni á viktunarmanninum löggilta.

Þegar þeir snéru aftur heim, án mín auðvitað, var fátt um skýr svör. Allskonar tillögur að hvarfi mínu voru ræddar við mömmu og var meira segja gengið svo langt að segja að sennilega hafi snjómaðurinn hræðilegi komið og tekið mig. Ekki vildi þeir viðurkenna að þeir hefðu bundið mig við tré og skilið mig eftir klukkustundunum saman. Mamma, geturðu ekki bara orðið ólétt aftur og eignast kannski bara skemmtilegri strák sem er ekki svona mikil klöguskjóða og leiðindapési? Stakk sá yngsti af þeim þremur uppá. Hann var alltaf til vandræða sagði sá í miðið og sá elsti tók undir það, já og svo var ekki séns að litla kryppildið gæri haldið í við okkur þegar við vorum eitthvað að leika okkur. Já og við urðum oft að binda hann við tré eins og í morgun þegar við ætluðum að fara og veiða en nenntum ekki að hafa hann með sagði sá yngsti ákafur !!!

Ha? Sagði mamma, bunduð þið hann litla bróðir ykkar við tré og gleymduð honum þar? Það var fátt um svör og það voru niðurlútir drengir sem að gerðu eins og mamma þeirra bað um og fóru beint í bælið.

Hurðin á stofunni opnaðist og út komu Mola konan og ég. Mola konan hafði neflilega verið á rölti fyrir ofan bæinn og sá þegar strákskammirnar bundu litla bróðir sinn við tréið og kom og leysti mig úr prísundinni. Í samráði við mömmu og mörgum pönnukökum seinna var ákveðið að kenna drengjunum lexíu svo um munaði. Hún brosti til mömmu sem brosti hinu blíðasta á móti. Jæja, þeir ættu að læra sína lexíu á þessu sagði hún við mömmu. Það ætla ég rétt að vona svaraði hún á móti og leit svo á mig, viltu meiri pönnukökur?

 

Kveðja

JGN


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Frábær frásögn en ég á ekki orð yfir bræðrum þínum. 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.1.2008 kl. 19:27

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Eru þið góðir vinir í dag?

Páll Jóhannesson, 20.1.2008 kl. 20:16

3 Smámynd: Jac Norðquist

Hahahaha já við erum sko bestu vinir Palli, en munið....ekki taka mig of hátíðlegan  ..... en munið einnig.... að öllu gamni fylgir alltaf einhver alvara

Jac Norðquist, 20.1.2008 kl. 22:37

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þú getur bölvað þér uppá það að við munum ekki taka þig alvarlega frekar en fyrri daginn hehehehehe ég þekki þig.

Páll Jóhannesson, 21.1.2008 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband