Hrærður....

Ég vil þakka fyrir þau fáu en dásamlegu komment á færsluna hér á undan. Maður verður eiginlega bara hrærður og sit ég hér kl 07:26 að morgni með Crying í augunum að lesa það, hversu ein færsla frá hjartanu, getur snert strengi í brjóstum fólks. Fólks sem ég í raun þekki ekki, en miðað við falleg orð til mín, gæti vel hugsað mér að þekkja Wink.

Ég þakka ykkur innilega.

Mínar bestu kveðjur

Jac Norðquist


Til þín ástin mín.....

Litla krúttið mittHalló hjartans litli engillinn minn. Nú ertu loksins fædd eftir að hafa hafst við í maganum á móðir þinni síðustu níu mánuðina. Þú fékkst að sjá dagsljós þann 2. September 2008 klukkan 21:45. Þú varst 51 cm við fæðinguna og 3634gr sem gera ca 14,5 merkur.

Fæðingin þín gekk ekkert alltof vel verð ég að segja, en til viðmiðunar hef ég svosem ekki margt því að bræður þínir, þeir Mikael og Gabríel, voru teknir með bráðakeisara svo hvorki ég né mamma þín uppliðfðum “alvöru” fæðingu.

Mamma þín var sett í gang 1. Sept og lagðist inn á sjúkrahúsið í Odense um kvöldið. Ég var hjá henni fram að 11 um kvöldið en þá fór ég heim. Svo um morguninn þann 2. Sept, fór ég niður á spítala til hennar, þar sem hún lá og beið róleg eftir því að þú færir að fæðast. Eitthvað varst þú nú ekki á leiðinni svo ljósmóðirin ákvað að hjálpa aðeins til og sprengdi belginn svo mamma þín missti vatnið sem umlukti þig í fylgjunni. Það gekk ágætlega svo við mamma þín gengum niður í kantínuna á spítalanum og fengum okkur að borða, þá var klukkan orðin tvö um daginn.

Við trítluðum aftur upp á herbergi og mamma þin lagðist upp í rúm. Það koma afar fínn læknir að spjalla við okkur og reyndist hann hafa verið að vinna á Íslandi í gamla daga. Hann róaði okkur töluvert með því að segja okkur að það yrði ekkert vandamál fyrir mömmu þína að fæða þig þrátt fyrir örið á leginu út af bráðakeisaranum þegar bræður þínir fæddust. Það var neflilega búið að segja okkur að það mætti ekki gefa mömmu þinni “Tripp” til þess að framkalla öflugri hríðar. Nú vildi ein ljósmóðirin gefa mömmu þinni svoleiðis en við mótmæltum. Jan, yfirlæknirinn góði, róaði okkur alveg svo við samþykktum að mamma þín fengi lyf í æð, þetta svokalla “tripp” eða “dripp” man ekki hvort það heitir.

Þegar hér var komið við sögu, var klukkan orðin 17:00 og lítið að gerast hjá mömmu þinni. Þú varst alveg róleg þarna fyrir innan og ekkert að flýta þér. Litla hjartað þitt sló afar vel og gátum við séð það á monitor. Ekkert stress á þér.

Klukkan 19:00 var loks farið að færast fjör í leikinn og skyndilega jukust hríðarnar töluvert og mömmu þinni fór að kenna mikið til. Þetta lyf sem hún fékk, fær neflilega hríðarnar til að fara almennilega í gang og það var sko að gerast. Reyndar gerðist það svo hratt að mamma þín var sárkvalin. Henni var boðið upp á að fá verkjalyf í æð og þáði hún það. Lyfið var pantað og ættu tveir læknar að koma og gefa mömmu þinni það.

Klukkan 20:00 var mamma þín farin að rembast æði mikið og ég og ljósmóðirin hvöttum hana til að rembast ekki, því að hún var ekki orðin alveg tilbúin að fæða þig. En mikið kvaldist hún. Það er rosalega erfitt fyrir karlmann, horfa upp á konuna sína líða svona vítiskvalir skal ég segja þér litla ástin mín. Mamma mín er 6 barna móðir þannig að pabbi minn hlýtur að hafa verið masó/sadó-isti !

Lyfið var ekki ennþá komið klukkan 21:00 :(

Loksins kom að því að mamma þín var tilbúin að fæða og þá fórum við ljósmóðirin, að hvetja mömmu þína að rembast.

Loksins fæddist þú litla krílið mitt !

Ég fékk tár í augun þegar ég sá þig ástin mín. Ég rétt gat stunið upp við mömmu þína, við erum búin að eignast litla stelpu Guðbjörg! Það var alveg dásamlegt að sjá svipinn á mömmu þinni gegnum svitastorkið andlitið, ennþá afmyndað af kvölum en breyttist í hamingjubros við þessar fréttir. Aldrei kom blessað verkjalyfið.....

Ég klippti á naflastrenginn og svo varstu rétt upp í fangið á fallegu mömmunni þinni. Ég taldi snarlega tíu fingur og tíu tær á þér og sá ekkert athugavert í fljótu bragði. Þú virkaðir fullkomin. Læknarnir staðfestu það svo síðar. Litla fullkomna stelpan mín. Hvað getur maður óskað sér betra í lífinu en að eiga heilbryggð og hraust börn.

Eftir að hafa þvegið létt fyrir þig, klæddi ég þig í föt og lét þig svo í fangið á mömmu þinni. Það kunnir þú vel að meta og byrjaðir strax að leita eftir brjósti. Það var yndislegt að sjá þig finna það.

Ég fór svo dauðþreyttur heim til þess að græja bræður þína í skólann daginn eftir. Það var mjög erfitt að kveðja ykkur mömmu þína á sjúkrahúsinu en ég vissi að þið voruð öruggar svo ég varð rólegur.

Ég heiti þér því litla krúttið mitt, að ég skal verða sá besti pabbi sem ég mögulega get orðið. Ég skal vakna á hverjum morgni með þá hugsun í höfðinu, hvernig get ég auðgað líf barnanna minna og stuðlað að hamingjuríku lífi þeirra.

Ég elska þig litla krúttið mitt

Stoltur skrifa ég…. Þinn pabbi

Jac Norðquist


Lítil prinsessa er fædd

Litla Prinsessan okkar Þá er litla prinsessan okkar loksins komin í heiminn ! Hún fæddist í gær, þann 02/09/08

kl 21:45 að Dönskum tíma. Hún vó 3634gr sem gera ca 14,5 merkur skilst mér. Hún var 51cm á lengd.

Nafnið á henni er svona næstum því í höfn en við eigum eftir að ræða smáatriði... ég og konan það er að segja.

Takk fyrir góðar kveðjur kæru bloggvinir og allir þeir sem að kommentuðu ekki heldur hringdu bara beint í mig. Mér finnst það æðislegt. Takk takk.

Bestu kveðjur í bili

Jac Norðquist


Það er að bresta á !

Jæja þá er að koma að því. Konan fer inn á spítala í kvöld og verður svo gangsett í fyrramálið. Auðvitað getur allt gerst í nótt svo ég á ekki von á miklum svefni skal ég segja ykkur. Ef litla krílið verður ekki komið af sjálfsdáðum/inngripinu, verður konan send í Keisaraskurð. Ef allir verðandi pabbar væru eins "rólegir" og ég er núna.... er hætta við að fjöldahjartaáföll stórykjust ! Ég hef fundið alveg nýja hlið á stressinu og er að spá í að sækja um einkaleyfi !

SHIT Hvað ég er stressaður.... Púha ! Ég er td bara búinn að stroka þessa línu út ca 10 sinnum..... hahahahahaha

Mínar bestu kveðjur til ykkar kæru blogglesendur.

Jac Norðquist

 


Eða þá að hann.....

"Gerðar eru kröfur til umsækjenda um háskólamenntun, sem nýtist í starfi, stjórnunar- og rekstarreynslu, yfirgripsmikillar þekkingar og reynslu á sviði fjármála, framúrskarandi samskiptahæfni og góðrar tungumálakunnáttu. Þá er þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu æskileg."

Nú, eða þá að hann kann og getur kysst réttu rassana !!

Jac


mbl.is Starf forstjóra Landsvirkjunar auglýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ha, er hún hvað?

Hvaða misskilningur á orðinu "Dularfullur" er að plaga MBL gaurnana? Þessi stúlka er ekki í hið minnsta neitt Dularfull ! Hún er kannski "Óþekkt" á þeim tíma þegar símaeigandinn uppgötvaði yndirnar á iSímanum sínum en tæplega var hún "Dularfull" ! Ef hún hefði ekki augljósanlega verið að vinna við framleiðslufæriband með síma fyrir framan sig..... hefði þetta verið flokkað sem "Dularfullt".... kannski ! En þar sem að það er nokkuð augljóst hvað er í gangi á myndunum.... fellur þetta alls ekki undir flokkinn Dularfull fyrirbæri og hananú ! Hahahahahahaha

Jac "The Mysterious one" Norðquist


mbl.is Dularfulla „iPhone-stúlkan“ heldur vinnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úff !?

Hrapar þetta nokkuð eins og SPRON ? Vonandi ekki......

Jac


mbl.is Byr verður Byr hf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fari það í Helvíti !!!!

Mikið asskoti er ég stoltur af Handboltalandsliðinu ! Ég veit reyndar ekkert um það hvernig svona "Orður" virka en ég er sko alveg hlynntur því að þessir yndislegu drengir fá medalíur fyrir stórkostlegan árangur. Ég hef alltaf tengt Fálkaorðuna við gamla sjómenn og svoleiðis.... er ekki hægt að Nútímavæða þessar orður svolítið ? Það er, kannski fjölga þeim og gera fjölbreyttari.... ?

Bestu kveðjur til Landsliðs mannanna okkar í handbolta

Jac


mbl.is Orðuveiting á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hangikjet á beini !

Ég fæ enga sérstaka tilfinningu fyrir lyktinni af Fish & Chips, en ef bregður fyrir vit mér, lyktin af Hangikjeti á beini þar sem að kartöflumús upp á gamla mátann með flösi ásamt grænum baunum og uppstúf... ja þá fara sko bragð,lyktar og sleflaukarnir í mér á Full Power Overdrive !!

Jamm, það gerðist.... ég er byrjaður að slefa yfir tilhugsuninni einni saman..... Ég þarf að biðja einhvern um að smygla til mín Hangikjeti...... ojá.

Jac


mbl.is Uppáhaldslyktin er frá „fish and chips"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NEi nei......

Ekk lækka fasteignirnar.... það má ekki. En bíðum bara.... fallið verður bara hærra eftir því sem þeir þrjóskast við.

Jac


mbl.is Brugðist við þrengingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband