Er ekki hægt.....

Ætli það sé ekki hægt að fá rapparann 50 cent til þess að "auglýsa" bréfin upp ?

Nei, ég bara segi svona hahahahahah

Jac "með 50 centa brandara" Norðquist


mbl.is Gengi bréfa deCODE aðeins 50 sent
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stoltur í dag

Í dag fór ég í skólann og var það bara gaman að hitta alla. Mér leið eins og Norm í Staupasteini, allir komu og heilsuðu upp á mig og óskuðu mér til hamingju með litlu Dömuna. Öllum nema Dönunum gekk vel að segja nafnið á Heklu Rós ! Merkilegt nokk?

Eftir skóla, fór ég heim og náði í Guðbjörgu. Foreldrar hennar litu eftir Heklu Rós meðan við hjónin fórum á foreldrafund í skóla drengjanna. Það gekk vægast sagt vel.

Drengirnir fengu fullt af hrósi og er Mikael kallaður Sjarmatröll og Gullklumpurinn þeirra í SFO og Skólanum. Hann þykir hafa mikinn og skemmtilegan húmor drengurinn, hmmm hvaðan skildi hann fá góðann húmor, ekki frá mér svo mikið er víst.

Ég er ekki þekktur fyrir húmor frekar en ég veit ekki hvað. Guðbjörg er hinsvegar mikill húmoristi, enda sést það á makavalinu !!! Hahahahahaha.

Gabríel kom afar vel út úr viðtalinu og þykja Kennaranum hans og skólaliðunum hann vera með mikið og fallegt hjartarlag. Alltaf tilbúinn að hjálpa þeim sem honum finnst vera útundan og minnimáttar. Ég klökknaði næstum við að heyra það því þetta er einmitt það sem við höfum verið að kenna drengjunum, en kannski ekki orðið mikið vör við það sjálf. Gott að einhver annar sjái það og taki eftir því.

Hann náði svo að koma okkur hjónunum rækilega á óvart í dag eftir skóla. Við, pabbi Guðbjargar, fórum að versla og þegar við komum heim aftur, var Gabríel að kalla á mig að koma og sjá eitthvað. Guðbjörg sagði að ég yrði að fara og kíkja inn í herbergi til hans þrátt fyrir að ég væri svolítið upptekinn í öðrum verkefnum….. jæja, ég fór inn í herbergi og þá var litli drengurinn okkar búinn að taka allt til í herberginu þeirra Mikaels, óaðfinnanlega og óumbeðinn !!! Til að setja þetta í samhengi, gæti ég allt eins verið pabbi hans Móses og horft á hann aðskilja Rauðahafið, svo mikil var undrun mín.

Eftir milljón kossa og knús, náðum við báðir andanum og gengum stoltir fram. Þetta var eitt af þessum mómentum sem maður á alltaf eftir að muna. Hver veit líka hvort hann taki nokkurn tíman til óumbeðinn aftur? Æ þetta var bara æðislegur endir á frábærum degi.  

 

Jac Nordquist


Þá er litla prinsessan búin að fá nafn!

HeklaRósÞað kom að því að við festum nafn á litla krúttið okkar.

Eftir töluverðar vangaveltur og pælingar urðum við sátt um nafn.

Gabríel vildi að hún héti Lucy ! Kom einn daginn úr skólanum með þá tilkynningu að hann vildi að hún héti þetta.

Okkur fannst það einum of "útlendingalegt" Já já og ég heiti Jac ! hehehehehehe.

En við vildum eitthvað Íslenskt og kjarnyrt. Samt þannig að það yrði möguleiki fyrir útlendinga að segja nafnið hennar án mikilla vandkvæða.

Hún heitir: Hekla Rós Norðquist

Drottning fjallanna og Rós, ekki slæmar samlíkingar.

Bestu kveðjur

Jac

 


Hmmmmm

Ég var nú einusinni búsettur í henni Reykjavík og þá man ég greinilega eftir því að það kom einmitt bátur, akandi eftir Miklubrautinni í aftanívagni..... ég var að keyra eftir Lönguhlíð, í átt frá Miklubraut... en gat samt ekki stillt mig um að liggja gremjulega á flautunni, ég er neflilega sko alinn upp í Reykjavíkur-umferðinni, þar sem að vottur af tillitsemi gæti skemmt annars gott mannorð!!! Nei vitiði, ég er bara hálf hneikslaður á framsetningu þessarar fréttar ! Það er bara alls ekkert gefið að það hefði verið flautað eitt eða neitt á þennan bát í Reykjavík ! Það vita jú allir atvinnubílstjórar og jafnvel nokkrir aðrir að svona "Vinnuvéla-akstur" er einfaldlega bannaður á ákveðnum annatímum í henni Reykjavík!

Tökum létt á umferðastressinu og brosum.

Bestu kveðjur

Jac


mbl.is Bátur á aðalgötunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Augun....svo dimmblá.

Hvað er það með augun í ungabarni sem gerir þau svona dáleiðandi?

Ég sat með litlu viku-gömlu dóttur mína í fanginu áðan og var að skoða hana. Já ég segi skoða því að dáleiðandi augun hennar fönguðu athygli mína gersamlega. Liðu mínútur eða klukkutímar? Ég var ekki viss.

Við sátum í stofunni og ég var meða hana vafða inn í sængina hennar. Svo yndislega mjúka og góða sæng sem ilmaði af dóttur minni. Konan mín var nýbúin að gefa henni svo litla eldfjallið var alveg sallarólegt og vottaði ekki fyrir eimyrju.

Þarna sátum við feðgin og nutum okkar. Hún að reyna sjá eitthvað út úr þessum bleiklitaða flekki rétt fyrir framan andlitið á sér og ég horfandi í dáleiðslu augun hennar.

Eins og ég segi, ég veit ekki hvort liðu tímar eða mínútur, ég var gersamlega týndur í djúpblámanum.

Ég er að upplifa þessa litlu stúlku á allt annan hátt en tvíburadrengina mína. Það er einhvernveginn svo miklu meiri "tilfinningarót" á mér núna. Einhvernveginn svo miklu mýkri hlið á mér sem að snýr fram.

Ekki halda að ég hafi verið einhver töffari áður, alls ekki. Ef ég væri eitthvað "mýkri" týpa væri ég samkynhneigður geri ég ráð fyrir. Ekki það að það sé neitt að samkynhneigð, ég bara ímynda mér þá vera mjúkar týpur.

Ég upplifi mig svo viðkvæman gagnvart henni, svo mikil verndarþörf gerir vart við sig.

Ég er alveg sáttur við það.

Ég er alveg sáttur við litlu fallegu telpuna mína

Ég er hamingjusamur

This is the beginning of a beautiful friendship

Jac Norðquist


Sorglegt en....

Það er sorglegt hvernig náttúruöflin fara með mannskepnuna, en þetta er að verða álíka þreytandi fyrirsagnir eins og var með "Olíverð í methæðum" !

Það er skelfilegt hvað Ike er búinn að rústa eyjunni Grand Turk !! Úff 80% húsa ónýt.

Næsti stormur á á heita einhverju sem byrjar á J.....

Bestu kveðjur

J(ac)

;)

 


mbl.is Ike veldur usla á Karíbahafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég sá hana á horninu.....

Hvað á ég að gera?

Ég var á gangi í Hamborg fyrr í sumar, þá sá ég hana á horninu á ReeperbahnStrasse og ErdungerweltbundensligeStrasse. Þarna sat hún í glugganum sínum, kolsvört og glæsileg. Ég leit snöggt á konuna mína og vonaði að hún hefði ekki tekið eftir hvert augun mín leituðu.

Við hjónin fórum upp á hótel eftir góða kvöldmáltíð með foreldrum mínum, en ég gat ekki hætt að hugsa um ávalar línur þeirra svörtu. Ég fór á internetið og googlaði mig bláann..... en fann hana að lokum. Það er erfitt ef maður hefur ekki nafn eða neitt en þar sem ég mundi staðsetninguna á horninu, var þetta auðveldara. Konan kom úr sturtu og ég skellti tölvunni aftur. Hafði samt vit á að bookmarka síðuna hennar.

Leið okkar lá svo heim til Danmerkur aftur stuttu síðar.

Það var sama hvað ég gerði, ég gat ekki gleymt henni. Það kom oft fyrir að ég hrökk upp úr dagdraumum um hana og roðnaði við tilhugsunina.

Ég ákvað að hringja í mömmu og leyta ráða.

Gleymdu henni Jac, sagði hún. Ef að þú ferð bak við konuna þína er mér að mæta Drengur minn.

Ég gat ekki gleymt henni.

Hvað á ég að gera, spurði ég Andreas vin minn? Ég lýsti fyrir honum Svartagullinu og hann sleikti næstum út um. Mér stóð ekki alveg á sama um áhugann sem hann sýndi henni en lét ekki á neinu bera.

Sko, ef hún er eins flott og þú lýsir henni, er hún örugglega dýr !! Ég kinkaði kolli, jú, ég sá verðið í glugganum hjá henni.... hún er dýr!

Ok, þá legg ég til að þú bara safnir fyrir henni Jac, var svarið frá vini mínum, og skreppir niður til Þýskalands og hreinlega borgir fyrir hana !!!

Já en konan mín verður óð, hvernig get ég falið þetta fyrir henni?

Feluleikir eru af hinu illa Jac, farðu bara, eyddu smá peningum og taktu svo afleiðingum er þú kemur heim.

Ég ákvað á láta slag standa, þetta var bara of freistandi. Hún var bara svo glæsileg. Svo einstök.

Þegar ég fór í hraðbankann niðri í bæ, fékk ég næstum hjartastopp!

Hraðbankinn er í aldræmdu hverfi hér í Odense, þar sem að, ja við skulum segja að "Ýmislegt" sé til "Sölu", rétt svona eins og í Þýskalandi í sumar ;)

Ég horfði inn um rúðuna beint á móti bankanum og þar lá hún !!!

Nei, þetta gat ekkert verið sú sama... eða hvað?

Hjartað barðist hraðara og ég gekk yfir götuna.... algjörlega blindur á umferðina.

Flautur voru þeyttar, dekk vældu á votu malbikinu og köll æstra bílstjóra. Allt þetta fór framhjá mér.

Þarna var hún, svona líka kolsvört og glæsileg. Ég fann það í öllum kroppnum mínum að hún myndi veita mér mikinn unað.

Ég varð að fá hana !

Ég gekk inn um grænmálaða hurðina og horfði beint í augun á slepjulega dólgnum hennar.

Ég benti í átt að glugganum þar sem hún lá og lét sem hún sæi mig ekki, ég vill fá hana þessa, hvað er prísinn?

Nei, ekki þessa, sagði hann hásum rómi, ég er með aðra, minni, betri... kannski aðeins dýrari en ég sé að þú hefur vit á þessu. Hann dró augað í pung og ógeðslegt glott lék um bólugrafið andlit hans.

Nei takk, ég vil þessa og enga aðra, sagði ég harðákveðinn.

Ókey ókey, You´re the boss, sagði hann smeðjulega. 2100 DKK ef þú borgar með cash!

Shit, sagði ég, hún var ekki svona dýr í Þýskalandi í sumar? Ætti hún ekki að lækka í verði svona síðsumars eða hvað?

Sorry, en hér bara prúttum við ekki vinur Capice?

Ég bölvaði í hljóði en greiddi umsamið verð og fékk svo seint um síðir að lýta dýrðina augum.

Það sem gerðist næst er í þokukenndri minningu........

En þegar ég kom heim... heim til konunnar minnar, sem var kasólétt að litlu stelpunni okkar.... brotnaði ég næstum saman og sagði henni allt !!!

Ísköld horfði hún á mig..... 2100DKK? Huh, þær voru nú ódýrari í Þýskalandi í sumar! Heldurðu að ég hafi ekki séð hvert þú varst að gjóa augunum? Nei Jac minn, þú hefur aldrei kunnað þá list að halda andlitinu ef þú sérð eitthvað áhugavert. Guð forði því að þú farir að spila póker ! Og hvað gerirðu svo, ekki segja mér að þú hafir svo guggnað á því? Það væri þér nú líkt minn kæri.

Ég tók á mig rögg og sagði... Nei elskan, hún er út í bíl.

Hvað er að þér ? Náðu í hana og lof mér að sjá gripinn, sagði hún og ég mun alltaf dást að róseminni í rödd hennar.

Ég náði í hana og bar hana yfir þröskuldinn eins og herramanni sæmir.

 

Hér er hún ástin mín.

Nýja

Samsung Media Live Station-in mín !

Er hún ekki æði?

Samsung Media Live

Kveðja til ykkar sem nenntuð að lesa þetta allt hahhahahahahahaha

Jac Norðquist

 


Lykt af dömu

img_7705.jpgÉg sat með litlu fallegu stelpuna mína í fanginu. Mikið ilmaði hún vel, það er þessi ómótstæðilega ungbarnalykt sem að fær hjartað til að fyllast hamingju. Ég sat og horfði í fallega dimmbláu augun hennar. Hún horfði á móti en hefur eflaust séð bara bleiklita klessu því eftir því sem mér skilst, sjá ungabörn ekki mjög vel frá sér svona fyrstu vikurnar eða svo.

Það var samt eins og hún horfði á móti og setti upp spekingssvip. Ég las úr augum hennar spurn.

 Ert þú maðurinn sem munt veita mér ástúð og hlýju þegar ég þarfnast þess, gefur mér öryggi og styrk þegar allt virðist vonlaust, leiðbeinir mér um brautir lífsins og beinir mér frá hættunum og að örygginu?

Ert þú maðurinn sem ég get komið til og hjúfrað mig að, fundið ilminn úr hálsakoti þínu og fundið sterka arma þína umlykja mig? Ert þú maðurinn sem kyssir mig góða nótt og hvíslar í eyrað mitt að þú elskir mig? Ert þú pabbi minn?

 

Ég beygði mig niður að eyra hennar og hvíslaði í það… ég er pabbi þinn,ég elska þig litla dúlla.

Jac Norðquist

Stoltur faðir í 3ja sinn


Klukkaður :)

Ég var "Klukkaður" af Margréti bloggvinkonu Lindquist og ætla að svara klukkinu hérmeð.

 

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Tundis maður í Stálverksmiðju, Yfirdyravörður, Verslunarstjóri, Rútubílstjóri (vel bara skrítnustu störfin)

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

Four Friends, Sleepless in Seattle, Rocky, Casablanca.

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Keflavik Airbase, Malmö, Hafnarfirði, Reykjavík.

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

Ugly Betty, American Hotrod, Will&Grace, 30 Rock.

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Brasilía, Canada, Indonesia,Malaysia.

Fjórar síður sem ég heimsæki daglega(fyrir utan bloggsíður)

CNN,Berlinske,Jyllandsposten,Mbl

Fjórir staðir sem ég mundi helst vilja vera á núna:

New York, Reykjavík,Balaton vatn og Einhverri plánetu þar sem að líf finnst í okkar mynd eða nálægt því :)

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

Kristín Snæland, Helga Skjól, Halla Vilbergs og Gulli

Bestu kveðjur

Jac


Ég slapp....

Ég bý erlendis svo ég slapp við þetta verkfall og áhrifa þess. Konan mín liggur inni á OUH í Odense. Ég verð samt að segja að ég er ekki sáttur við að konur sem komnar eru að fæðingu, skuli þurfa að hafa áhyggjur af þessu ofan í allt "fæðingarstressið" !!! Vonandi að blessaða ríkisstjórnin sjái sóma sinn í að leysa þetta sem fyrst og helst í gær!

Jac


mbl.is Verkfall ljósmæðra hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband