Stoltur í dag

Í dag fór ég í skólann og var það bara gaman að hitta alla. Mér leið eins og Norm í Staupasteini, allir komu og heilsuðu upp á mig og óskuðu mér til hamingju með litlu Dömuna. Öllum nema Dönunum gekk vel að segja nafnið á Heklu Rós ! Merkilegt nokk?

Eftir skóla, fór ég heim og náði í Guðbjörgu. Foreldrar hennar litu eftir Heklu Rós meðan við hjónin fórum á foreldrafund í skóla drengjanna. Það gekk vægast sagt vel.

Drengirnir fengu fullt af hrósi og er Mikael kallaður Sjarmatröll og Gullklumpurinn þeirra í SFO og Skólanum. Hann þykir hafa mikinn og skemmtilegan húmor drengurinn, hmmm hvaðan skildi hann fá góðann húmor, ekki frá mér svo mikið er víst.

Ég er ekki þekktur fyrir húmor frekar en ég veit ekki hvað. Guðbjörg er hinsvegar mikill húmoristi, enda sést það á makavalinu !!! Hahahahahaha.

Gabríel kom afar vel út úr viðtalinu og þykja Kennaranum hans og skólaliðunum hann vera með mikið og fallegt hjartarlag. Alltaf tilbúinn að hjálpa þeim sem honum finnst vera útundan og minnimáttar. Ég klökknaði næstum við að heyra það því þetta er einmitt það sem við höfum verið að kenna drengjunum, en kannski ekki orðið mikið vör við það sjálf. Gott að einhver annar sjái það og taki eftir því.

Hann náði svo að koma okkur hjónunum rækilega á óvart í dag eftir skóla. Við, pabbi Guðbjargar, fórum að versla og þegar við komum heim aftur, var Gabríel að kalla á mig að koma og sjá eitthvað. Guðbjörg sagði að ég yrði að fara og kíkja inn í herbergi til hans þrátt fyrir að ég væri svolítið upptekinn í öðrum verkefnum….. jæja, ég fór inn í herbergi og þá var litli drengurinn okkar búinn að taka allt til í herberginu þeirra Mikaels, óaðfinnanlega og óumbeðinn !!! Til að setja þetta í samhengi, gæti ég allt eins verið pabbi hans Móses og horft á hann aðskilja Rauðahafið, svo mikil var undrun mín.

Eftir milljón kossa og knús, náðum við báðir andanum og gengum stoltir fram. Þetta var eitt af þessum mómentum sem maður á alltaf eftir að muna. Hver veit líka hvort hann taki nokkurn tíman til óumbeðinn aftur? Æ þetta var bara æðislegur endir á frábærum degi.  

 

Jac Nordquist


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

HAhahahaah koma á óvart þessir guttar þínir ehehe ;)nei þú ert náttúruega snilld....og Hekla Rós algjör draumur !!  Guð hvað þið megið vera montin..

Halla Vilbergsdóttir, 16.9.2008 kl. 23:06

2 Smámynd: Jac Norðquist

Takk vina

Jac Norðquist, 16.9.2008 kl. 23:19

3 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

En gaman að heyra að strákunum gengur vel. Það er svo gaman að geta verið montinn af börnunum sínum. Þetta eru náttúrlega vel upp aldir og skemmtilegir drengir. Má samt til með að segja þér að ef þú og þínir  berast í tal þá man Alma aldrei hverjir þeir eru nema þegar ég segi... æi mannstu tvíburastrákarnir sem við heimsóttum og annar þeirra lamdi þig!!!!! he he he he Bara fyndið. Ég man ekki einu sinni lengur hvor það var eða af hverju en hún man aldrei eftir þeim öðruvísi. Það er svo sem ekki skrýtið. Hún hefur ekki hitt þá síðan. Annars er ég voðalega stolt af minni dömu núna. Hún er svo til orðin læs og les á matseðla, tannkremstúpur, oststykki og bara allt sem hún kemst í. Ég ákvað því að hafa samband við kennarann hennar og fá fyrir hana léttlestrarbók til að hafa heim. Æi þetta er svo gaman þegar þeim gengur vel.

Kristín Guðbjörg Snæland, 17.9.2008 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband