Skáldsaga
Sunnudagur, 15. mars 2009
Jæja, minn er bara byrjaður að skrifa "skáldsögu" !
Ég er að gera tilraun að skrifa hana hér á Moggablogginu því þannig ræð ég hraðanum betur finnst mér og svo er auðvitað ákveðið aðhald í því að vita að fólk er (kannski) að lesa söguna þannig að maður nær að halda sér betur við efnið. Ég hef gert fjöldann allan af tilraunum til þess að skrifa sögur en alltaf misst dampinn á byrjunarreit. Við sjáum hvað gerist með þessa sögu.
Ég fékk hugmyndina að henni á ferð heim úr vinnunni um daginn og hreinlega varð að rita hana niður. Grófhugmyndin fjallar um mann sem lendir í dái og hvernig hann tekst á við það.....
Ég stefni á að setja inn amk eina færslu í viku eða allt eftir því hvernig mér blæs í brjóst. Ég vona að þú sem þetta lest, kíkir á síðuna og jafnvel látir í ljós þitt álit ? Hvernig væri það nú :)
Mínar allra bestu kveðjur
Jac Norðquist
Rithöfundur Wannabe ;)
Athugasemdir
Jac minn...Ég hreinlega dáist af dugnadi tínum...Gangi tér vel.
Kvedja frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 15.3.2009 kl. 17:46
Takk fyrir hólið Guðrún mín. Tinna, ég ætla að reyna að koma með færslu í hverri viku á Coma.blog.is ! Það verður samt gaman að sjá hvernig þetta virkar hjá mér.
Ég skal láta vita við færslunar
Kveðja
Jac
Jac Norðquist, 17.3.2009 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.