Æ bara allt .....

IMG_7578Æ það er bara allt ágætt að frétta héðan úr Danaveldi. Reyndar gengur afar brösuglega að finna almennilegt húsnæði en það hlýtur að koma. Guðbjörg er reyndar aðeins farin að gefa sig með staðsetninguna þar sem að við erum búin að auglýsa bæði á netinu og í blöðunum ásamt því að fara með auglýsingar í búðirnar og nákvæmlega EKKERT komið inn á borð til okkar.

Við erum semsagt farin að leita út fyrir hverfið að húsnæði. Það er svolítið svekkjandi því að við vorum svo ákveðin í því að hafa drengina í sama skóla þótt við flyttum okkur í hentugra húsnæði.

Í dag er svo Matarklúbbur hjá Mikael :) 5 bekkjarsystkini hans koma og borða með okkur kvöldmat. Gabríel fær náðsamlegast að vera með ;) Ég hafði hugsað mér að fara bara með hann á rúntinn og gera honum lífið aðeins léttara því þetta er jú bundið við bekkinn hans Mikaels, það er ekkert svona hjá bekknum hans Gabríels og honum finnst hann vera útundan litla skinnið. En nei nei, Mikael bauð honum bara að vera með í morgun og Gabríel þáði það með þökkum og vandamálið leyst. Ég var ekkert smá stoltur af þeim bræðrum að leysa þetta svona fallega.

Nefið á mér er allt að koma til. Ég er reyndar frekar aumur í nefbroddinum en þar eru einmitt saumar (innanverðum nefbroddinum) en það hlýtur að fara að jafna sig. Það hefur ekkert blætt neitt að ráði síðustu tvo dagana svo allt er þetta að komast undir kontról.

Svo eru skemmtilegar fréttir !

Bjössi bróðir minn ásamt 3 börnum sínum, ætla að koma og vera hjá okkur yfir Páskahátíðina ! Bara frábært og er okkur bara farið að hlakka til.

Núna er ég á fullu í vinnunni að búa til Markaðsrannsókn á Íslandi. Ég er að reyna að skoða möguleika fyrir fyrirtækið sem ég vinn hjá að selja blómapotta til blómabænda uppi á Fróni. Þetta er svokallað "Added Value" fyrir blómabændur. Það er að segja, ef þeir senda tildæmis Orkídeuna sína eða Jólastjörnuna í fallega designuðum potti á markað, eykst verðmæti plöntunnar frekar en að senda blómið í brúnum plastpotti... ekki satt?

Ég er í það minnsta búin að fá nokkur svör frá formanni blómabænda á Íslandi og er í þessum skrifuðu orðum að vinna úr þeim svörum.

Myndin hér að ofan er tekin af mér og eru þetta blómapottar hannaðir af hönnuðinum okkar.

Bestu kveðjur í bili

Jac Norðquist


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Flottir pottarog já þú mátt alveg vera hreykinn af strákunum þínum...þetta lofar góðu með framtíðina hjá þeim,samrýmdir bræður

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 11.3.2009 kl. 13:17

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ææi synd ad tid fáid ekki íbúd í ykkar hverfi.Tad er örugglega gaman fyrir tig ad taka tátt í tessari markadsrannsókn í tínu heimalandi .Orkidean alltaf falleg og fallegir pottar líka.Gangi tér vel med tetta.Vid ¨förum svo brádum í gang med okkar  er tú hredssist.

Gott ad herra nebbi er ad koma til og allt hefur gengid vel med hann.Skil vel ad tig hlakki til ad fá gestina tína hér voru ad fara frá mér vinir mínir frá íslandi og tá er alltaf smá söknudur...En hann stendur stutt tví vid búum jú í ödrulandi og mjög sátt.

kvedja til Odense frá Hyggestuen.

Gudrún Hauksdótttir, 12.3.2009 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband