NoseJob

 

nose_gelÉg fór í nef-aðgerð á þriðjudaginn upp á OUH (Odense University Hospital) og gekk aðgerðin ágætlega. Það kom reyndar upp smá vandamál sem mér var sagt frá eftirá. Málið er að ég fór í svipaða aðgerð 2001 á Íslandi. Það átti að reyna að víkka aðeins nebbann minn innanfrá vegna þess að ég hef alltaf átt erfitt með að anda almennilega gegnum nefið. Jæja, ég fór í aðgerð 2001 eins og fyrr segir en því miður heppnaðist hún ekki nógu vel og læknirinn vildi taka mig aftur í aðgerð. Vegna tímaleysis og allskyns afsakana var ég bara ekki tilbúinn fyrr en núna.

Hér kom svo í ljós í miðri aðgerð að það var eitthvað brjósk fyrir sem hefði átt að fjarlægjast í síðustu aðgerð... hmmmmm þannig að læknirinn hér var eitthvað hikandi og kallaði á yfirlækninn og í sameiningu hömruðu þau nefið á mér í nothæft ástand. Ég missti víst helling af blóði og 30 mín aðgerðin tók víst bara 3 tíma þegar upp var staðið.... eins gott að ég var bara sofandi meðan á hasarnum stóð !!! :)

Ég vaknaði svo seint og síðarmeyr og lá uppi á deild í sólarhring eða þar til að Guðbjörg og Hekla komu að ná í mig í gær. Síðan er ég búinn að vera fastur við sófann hér heima og með nefið upp í loft. Ég lýt alveg eins út og Mr. PiggyMan.... Hahahaha nefið allt plástrað og það eru tvö lítil rör í sitthvorri nösinni.... oink oink !!!

Börnin mín hálf hrædd við mig en drengirnir komu samt og knúsuðu pabba sinn í bak og fyrir. Þeim finnst þetta voða skrítið að sjá mig svona. Hekla Rós bara brosir og er gleðin uppmáluð þegar hún sér mig... henni langar samt alveg rosalega að klípa í nebbann minn !!! Hahahahaha

Jæja ég ætti að losna við þetta á morgun vonandi, enda verðum við með matarboð annaðkvöld... það verður ekki boðlegt að bjóða gestunum upp á þetta við matarborðið hehehehehe.

Jæja best að fara halla sér aftur með nefið upp..... púha.

Bestu kveðjur til ykkar sem þetta lesið. Takk fyrir falleg komment á síðustu færslur, bæði þið sem senduð einkaskilaboð og þið sem skrifuðuð í kommentin.

Jac Norðquist

Gáttaþefur  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Þú ert nú ekki sá fyrsti sem lendir í svona ruglaðgerð á Íslandi,barnabarnið mitt (25ára) lenti í svipuðu,var búin að fara í svona fyrir nokkrum árum,lagaðist ekkert fór svo annað og þá kom í ljós eitthvað svipað og þú ert að lýsa,nema þessi fyrri aðgerð var gerð samhliða hálskirtlatöku,sem má víst ekki vegna hættu á blóðmissi,datt í hug að segja þér þetta í leiðinni,vonandi verður þú jafn fljótur að jafna þig og hún,kærleiksknús á þig vinur og góða helgi

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 26.2.2009 kl. 14:50

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

ÆÆ Snúllinn med nefid innvafid.

Gangi tér vel í tessu.Nefid alltaf svo vidkvæmt.

Kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 27.2.2009 kl. 14:29

3 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

thí híhí..væri gaman að sjá þig ;) en hafðu það glimrandi og láttu þér batna í nebbanum.

kveðja frá grindó...;)

Halla Vilbergsdóttir, 27.2.2009 kl. 18:34

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Atsjú - gangi þér vel

Páll Jóhannesson, 4.3.2009 kl. 10:14

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Jæja hvernig er heilsan hjá tér?

Ertu ad koma til med nefid titt.
kvedja frá Hyggestuen

Gudrún Hauksdótttir, 8.3.2009 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband