Expresso planið

screaming-babySko, ég verð að gera eitthvað við þessari svefnþörf litlu dóttur okkar ! Litla krúttið sefur ca 23 tíma á sólarhring og leggur sig þess á milli. Það þýðir að ég fær ekki mikinn vökutíma með henni. Ef hún slysast til að vaka, gengur lífið út á það hjá henni að fá brjóst.

Ég á við svipaðan vanda að stríða svo hún er í beinni samkeppni við mig.... en það er ekki málið svosem, mig vantar meiri krútt-tíma með henni. Þegar, þessi örfáu skipti sem hún er ekki á brjósti og er vakandi, þá vill mamma hennar vera með hana..... grrrr !!!  Ég á tvíbura drengi sem eru að verða sex ára í Nóvember, þegar þeir voru litli þá var þetta ekkert vandamál, við einfaldlega skiptum þeim bróðurlega á milli okkar.... ekkert vandamál. Núna er bara eitt kríli og við viljum bæði meiri tíma með henni.... ég ætla að bera undir ykkur hugmynd.... ætti ég ekki bara að lauma tvöföldum expressó í pelann hennar? Sú yrði hress og vakandi skal ég segja ykkur !!! Svo þegar áhrifin fara að vara af... þá er bara að rétta hana til mömmu sinnar og segjast þurfa að læra undir próf.... er þetta ekki bara snilld?

Jac Norðquist

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Hmmmm expresso er kannski full gróft en ég man eftir að mamma setti hunang á snudduna hjá Sibba þegar hann var lítill. Kannski hressir það hana eitthvað við :)

Kristín Guðbjörg Snæland, 25.9.2008 kl. 13:57

2 Smámynd: Jac Norðquist

Hahahahaha auðvitað er það fullgróftþþþ þekkirðu mig öðruvísi en fullgrófan? Ja, fyrir utan nokkrar væmnar færslur hér um daginn.... en ég er nú að reyna að harka það af mér ;)

Jac

Jac Norðquist, 25.9.2008 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband