OK en ef......!?

Já já ég kaupi þetta alveg, ég er ekkert eins og Rússarnir, grenjandi yfir því að bandaríkjamenn skuli nú nota tækifærið að prófa nýju geimvarnarflaugarnar sýnar, nei alls ekki, ég er bara sáttur við að það skuli yfirhöfuð vera til raketta til þess að taka niður þetta gerfitungl. Það gæti svo aftur á móti gefið góða reynslu sem yrði svo notuð til þess að sprengja loftsteina sem gætu ógnað lífinu á jörðinni. Já já minn er bara sáttur við þetta sprengjubrölt aldrei þessu vant...... en.... og það er alltaf þetta en..........

En hvað ef þessi hátækni-raketta, hittir ekki gerfihnöttinn? Hefur einhver spáð í það? Ég sé alveg fyrir mér þar sem að hún hittir ekki og heldur ferð sinni áfram út í óravíðáttur geimsins.....

Eftir milljón ár eru Stjörnuskoðarar á plánetunni Noarabs í fjarlægu stjörnukerfi veita athygli einhverju óþekktu fyrirbæri á himnum og komast að því að þetta er einhvað sem er ekki gert af náttúrunni heldur jafnvel óþekktri menningu í óþekktu stjörnukerfi.

Titrandi af æsingi kalla þeir saman yfirvöld og benda þeim á þetta fyrirbæri sem stefnir á plánetuna þeirra. Hvað gæti þetta verið?

Eftir langa yfirsetu og miklar pælingar komast þeir að þeirri niðurstöðu að fyrirbærið sé geimfar frá ókunnri plánetu, sem er sennilega sú þriðja í röð átta plánetna um bjarta sól í litlu stjörnukerfi. (Þeir eru löngu búnir að sjá að Plútó er bara stór steinn) og ætla þeir að taka á móti þessu geimfari með mikilli vinsemd og virðingu, enda ekki á hverjum degi sem þeir fá sönnun fyrir lífi utan þeirra litlu plánetu. Þeir hafa alltaf haldið að þeir væru sá einu í alheimi, en alltaf vonað hið gagnstæða.

Lendingin er útreiknuð klukkan 31:09  (Annað tímakerfi þú skilur) eftir tvo plánetuhringi og vill svo skemmtilega til að lendingin verður einmitt í miðbæ höfuðstaðarins Nobloody á Noarabs, tilhlökkun breiðist út um litla menningarsamfélagið og fólk fer að streyma til höfuðstaðarins.

Fagnaðarlæti fjöldans verður nánast ærandi þegar geimfarið kemur inn í lofthjúp plánetunnar og stefnir beint á höfuðstaðinn. Fólkið fagnar og hrópar "Lifi Geimverurnar, vinir okkar" Móttökunefnd á vegum æðstaráðsins ræskir sig og taugaóstyrkur formaðurinn fer yfir ræðuna í huganum. Við bjóðum ykkur velkomin í nafni friðar og velvilja allra þjóða, hér á Plánetunni og víðar. Verið velkomin kæru geimvinir okkar......

Hann komst ekki lengra í hugsunum sínum, því ærandi sprengingin reif hann í tætlur.... með kveðju frá USA.

Miðbærinn ásamt 200.000 manns þurrkaðist út í einu vetfangi og allar byggingar í 30 km radíus skemmdust verulega. 100.000 manns til viðbótar létust fljótlega af sárum sínum og 50.000 til viðbótar biðu aldrei þess bætur að hafa verið í höfuðstaðnum á sprengidaginn mikla.

Það tók hina nýju stórn plánetunnar ekki langan tíma að framkvæma gjöreyðingar áætlunina sem var samþykkt með öllum atkvæðum á þinginu. Öllum tiltækum eldflaugum var beint á litlu bláu plánetuna í fjarlæga sólkerfinu. Forsetinn hugsaði sig aðeins um rétt í þann mund sem hann setti fingurinn á hnappinn, er ég að gera rétt? Hann ýtti !

Ég legg til að við segjum komandi kynslóðum að fylgjast vel með himnunum og kannski vera ekkert að fagna komandi geimförum.... ef Bandaríkjamenn hitta ekki þennan blessaða gerfihnött !!!

Jac Norðquist


mbl.is Reyna að skjóta niður stjórnlaust gervitungl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson



Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.2.2008 kl. 17:44

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Flott færsla!

Villi Asgeirsson, 19.2.2008 kl. 22:57

3 Smámynd: Jac Norðquist

Takk Gunnar og Villi

Jac Norðquist, 20.2.2008 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband