Ógeðis fyrirsögn !!!

Enn og aftur koma svona "Ógðefelldar" fyrirsagnir, ætlaðar til að "fanga" athygli okkar lesenda ! En svona í alvöru... sjáið þið fyrir ykkur hverja eina og einustu fyrirsögn hjá MBL með þessum hætti ! Það væri nú fjári hálvitalegt ekki satt?

Prófum aðeins nokkrar af fyrirsögnunum í dag á MBL og snúum þeim í ógeðisstíl.....

Fimm togarar sokknir og einn Íslenskur, allir fórust utan einn.

Japanir eru geðfatlaðir upp til hópa

Hér er ein af Vísir.is

Eru læknar í Danmörku að slátra sjúklingum?

Sjáið fyrirsagnirnar og spáið í lélegheitin, þessa aumu tilraun til að fá okkur til að smella á fréttina. Er það ekki bara léleg blaðamennska að nota svona "Cheap" trikk ? Spyr sá sem ekki veit.

Allavega er ég á leið til Íslands og varð svolítið um og ó að sjá það að Leifsstöð væri sprungin, lái mér það hver sem vill.

Kveðja

Jac


mbl.is Leifsstöð sprungin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er ekkert athugavert við þessa fyrirsögn. Ef þú læsir fyrirsögnina STJÓRNIN SPRUNGIN, myndirðu þá halda að einhver hefði farið inn í alþingishúsið með sprengju? Oft má setja út á Moggann, en í þetta sinn voru þeir bara að fylgja íslenskri talhefð.

Villi Asgeirsson, 5.2.2008 kl. 12:01

2 Smámynd: Jac Norðquist

Jamm, það er alveg rétt hjá þér Villi.... og ef þú lest höfundarupplýsingarnar um mig.... þá tek ég það skýrt fram að ég bið fólk um að taka mig ekki of hátíðlegan...er það ekki

En takk fyrir að hafa skoðun.... það eru alltof margir sem hafa aldrei skoðun á einu eða neinu.

Kveðja

Jac

Jac Norðquist, 5.2.2008 kl. 12:09

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég er sammála þér ekki falleg fyrirsögn.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 5.2.2008 kl. 13:53

4 identicon

Mér skilst reyndar að það séu nokkrar sprungur í þakinu. Bæði í gömlu byggingunni og líka suðurbyggingunni hehehe. Kannski að það sé það sem verið er að tala um. Aaaaaah þeir gömlu góðu tollaradagar.

Ertu ekki alltaf jafn fallegur elskan híhí

Sibbi (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband