Einkennilega hannað....
Þriðjudagur, 6. maí 2008
Sko, ég hef áður skrifað um flugsýningar og öryggi en ætla að bæta aðeins við hérna. Það vekur sífellt fuðru mína að sjá, það sem mér finnst vera illa hannaðar flugsýningar með tilliti til öryggis áhorfenda. Ég tek það fram að ég er leikmaður með mikinn áhuga á flugi.
Þessi skemmtilega "Þrautabraut" sem má sjá á þessu myndskeiði, sýnir vélarnar koma inn fyrir framan áhorfendaskarann og taka frekar þrönga beygju þar sem að útfallshorn er nánast beint fyrir framan fólkið !! Þetta þýðir að ef eitthvað gerist fyrir vélina, missir afl eða flugmaður missir meðvitund vegna G krafta (þyngdarafls), þá stefnir vélin beint inn í skarann. Þetta er svipað og setja fullt af áhorfendum inn í krappa beygju á rallkeppni og það er mikil hálka á brautinni. Mér finnst þetta vera svolítið vanhugsað af skipuleggjendum svona keppna/sýninga.
Jac
![]() |
Æsileg flugkeppni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hmmm, hefði ekki...
Þriðjudagur, 6. maí 2008
Þeir voru alltof fljótir að slökkva í kofanum, hefði ekki mátt nýta þetta eitthvað og t.d. reykja nokkur læri? Kofareykt lambalæri er auðvitað herramannsmatur !
En samt, það er ljótt að skemma og vonandi að það náist í rassgatið á kvikyndunum.
Jac
![]() |
Eldur í torfkofa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábært hjá þeim.... næst er
Mánudagur, 5. maí 2008
Frábært hjá þeim, næst er það Tunglið og svo Outer Space !!!
Jac
![]() |
Eldflaug skotið á loft |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvar fæ ég Sódavatn ??
Mánudagur, 5. maí 2008
Veit einhver lessandi bloggsins hvar ég fæ Sódavatn hér í Danmörku ? Þá er ég að tala um Sódavatn sem inniheldur Soda ?
Jac
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í guðana bænum.....
Mánudagur, 5. maí 2008
Kæri Áslansskóli, ekki sýna dönunum hvernig í háttin er búið með dönskukennslu í íslenskum skólum ! Það lá við að ég yrði tjargaður og ataður fiðri þegar ég svo reyndi að nota skóladönskuna mína hér úti.... og er ég tiltölulega þokkalegur í mörgum erlendum tungumálum. Annars finnst mér alltaf danskan vera drullupollurinn í hópi norðurlandamála. Hin eru frekar tær.
Jac
![]() |
Vel tekið á móti dönskum gestum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég þekki nú reyndar.....
Mánudagur, 5. maí 2008
Ég þekki nú reyndar foreldri sem að "bætti" við skammti barnsins síns við eigin fíkniefnabrölt ! Svo var barnið "áfram" á lyfjum....löööngu eftir að áætluðum bata hefði átt að vera náð. Ég fer ekki nánar út í þetta hér en því miður þá viðgekkst þetta of lengi með þetta tiltekna barn sem þurfti svo á lyfjunum sínum að halda. Það framdi sjálfsmorð 14 ára, foreldrið sex mánuðum síðar og það foreldri sem eftir var, er nú komið í farveg glötunar og ég bíð eftir að heyra fregnir af sjálfsmorði þess.
Jac
![]() |
Notkun barnageðlyfja eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Má þá ekki bjóða....
Mánudagur, 5. maí 2008
Má þá ekki bjóða ung-kvinnunum upp á völl og girða niður um sig ? Ég man eftir "Ástandinu" þegar Frönsku herskipin komu til hafnar og stúlkur á öllum aldri flyktust niður á bryggju með blautt niður um sig..... já þetta er gróflega orðað hjá mér en guð minn góður hvað ég dreg mikið úr því sem ég varð vitni af, og það oftar en einusinni og oftar en tvisvar strarfs míns vegna..... ætla ekkert að fara út í það hér á blogginu en ég fæ samt alltaf aulahroll þegar ég heyri að franskir einkennisklæddir gaurar koma til Íslands. Ekki misskilja mig, mér er svo nákvæmlega sama hvað þessar gellur eru að gera og ég var aldrei neitt hræddur um að fransararnir væru eitthvað að þrengja að kvenna-markaðinum.... nei nei, alls ekki. Það var bara staðreyndin hversu ógeðfelldar okkar fallegu íslensku stúlkur fóru með sjálfa sig.... og höfðu ekki einu sinni vit á því að þiggja aur fyrir dráttinn, það hefði verið amk smá skynsemi í biluninni. Enda var/er litið á ísland sem stærsta fría hóruhús evrópu fyrir erlenda hermenn...og það er bláköld staðreynd. Ég HEF samböndin, sjónarhornið og minnið til að muna allan sorann.
Jæja, þetta var nú aðeins of alvarleg færsla að mínu mati.... svo sláum á léttari strengi. Brosum í dag og kinkum kolli til samferðafólks okkar. Ég er búinn að brosa til allra í dag sem eru í kringum mig og allt í einu er andrumsloftið hér í skólanum orðið leikandi létt og brosandi :)
Jac
![]() |
Frönsku herþoturnar lenda um 11 leytið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Já já en er þá ekki.......
Mánudagur, 5. maí 2008
Ok, ef gistinóttum er að fækka, fer þá ekki andvökunóttum fjölgandi ? Er ekki hægt að gera meira út á þann markað ? Hehehehehehehe
Jac
![]() |
Gistinóttum fækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er málið með....???
Mánudagur, 5. maí 2008
Hvernig stendur eiginlega á þessum ógeðis "tískustraumum" að frysta börnin sín ? Þetta er bara klár hryllingur og algerlega óásættanlegt. Það vantar greynilega frekar úrræði fyrir svona mæður sem annaðhvort geta ekki alið börnum sínum önn eða af öðrum ástæðum vilja þau ekki. Það eru víst svona "drop-off" lúgur á spítölum í Þýskalandi og víðar í Evrópu, fyrir nýfædd, óæskileg börn. Það þyrfti að kynna þessar lúgur betur svo þessar örvæntingafullu mæður myndu ekki velja þessa leið út úr örvæntingunni.
Jac
![]() |
Barnslík fundust í frysti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sér grefur gröf.....
Sunnudagur, 4. maí 2008
Hef alls ekkert fylgst með þessu "Bubba bandi" en mér finnst þetta skringilega orðað hjá drengnum.... kominn með góða skóflu og ætlar að halda áfram að grafa? Þetta er undarlegt orðalag á máltæki sem heitir " Að hamra járnið meðan það er heitt" En svona er þetta nú, kannski er ég búinn að vera búsettur erlendis of lengi til þess að vera með nýjustu máltækin á hreinu? Veit ekki.
Vona samt að drengnum gangi bara vel.
Jac
![]() |
Eyþór kominn með góða skóflu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)