Smá update....

img_2444.jpgHér er mynd af litlu dúllunni minni. Hekla Rós dafnar rosalega vel og er hraust lítil hnáta.

Ég þakka Geirdísi fyrir kveðjuna í Gestabókinni og bið jafnframt að heilsa til baka. Gaman að sjá sporin ykkar.

Það er alveg nett geðveikt að gera í skólanum hjá mér og sósíal líf drengjanna minna tekur einnig töluverðan tíma. Nú áttu þeir afmæli á föstudag (28 Nóv) og við héldum upp á afmælið fyrir Mikael á Laugardag og svo í dag er það Gabríel.

Þar sem að þeir eru í sitthvorum bekknum var þetta eiginlega eina leiðin.... húsið sem við leigjum gæti ekki rúmað báða bekkina með góðu móti. Þetta gekk samt alveg ágætlega hjá okkur í gær og allir virkuðu bara glaðir. Við fengum góða hjálp frá dóttir Sigfúsar bróðir konunnar minnar og Hildar, konunni hans. Hún kemur einnig á eftir til að aðstoða við skrílinn !

Best að fara að undirbúa komu krakkanna....

bið að heilsa þeim sem lásu

Jac Norðquist


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Gangi ykkur vel, sé að það er nóg að gera og litla dúllan hefur stækkað mikið og er óhemju falleg. Til hamingju með drengina og bara allt.

Marta Gunnarsdóttir, 30.11.2008 kl. 11:08

2 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Mikid er Hekla Rós falleg. Til hamingju med børnin.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 30.11.2008 kl. 11:26

3 Smámynd: Jacky Lynn

Alveg hreint yndislega falleg lítil stúlka sem þú átt Jac, og nafnið hennar er afar fallegt líka. Innilega til hamingju með afmæli drengjanna þinna.

Jacky Lynn

Jacky Lynn, 30.11.2008 kl. 13:35

4 Smámynd: Himmalingur

Segið svo að englar séu ekki til! Þessi litla dama er engill minn kæri Jac og það er fyrir þessar elskur sem lífið er þess virði að berjast fyrir betri heimi!

Kveðja á þig minn kæri bloggvinur!

Hilmar

Himmalingur, 30.11.2008 kl. 14:20

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Innilega til hamingju kæri frændi...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.11.2008 kl. 18:03

6 Smámynd: Gulli litli

Fallegt barn......þetta gastu!

Gulli litli, 30.11.2008 kl. 18:05

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Mikið er hun falleg, og til hamingju með synina

Kristín Gunnarsdóttir, 30.11.2008 kl. 18:48

8 Smámynd: Jac Norðquist

Takk kærlega fyrir falleg orð. Þau hittu svo sannarlega í mark.

Bestu kveðjur til ykkar allra

Jac

Jac Norðquist, 30.11.2008 kl. 20:24

9 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Vá hvað hún er falleg.... . Til hamingju með strákana. Það er alltaf spennandi að eiga afmæli og er Alma löngu byrjuð að telja niður í næsta afmæli... he he. Ég var svolítið hissa að þeir væru í sitthvorum bekknum því á Íslandi (a.m.k. þeim skólum sem ég þekki til í ) er það stefnan að hafa tvíbura í sama bekknum. Var þetta skólinn sem ákvað þetta eða þið?

Kristín Guðbjörg Snæland, 1.12.2008 kl. 09:07

10 Smámynd: Jac Norðquist

Takk fyrir Stína. Til að svara þér með tvíbura í sitthvorum bekknum, þá var ákvörðunin okkar. Við viljum að þeir fái að blómstra hver fyrir sig. Annars eiga þeir til að vera sífellt saman og jafnvel berjast um sama vininn.... núna eiga þeir sinn sérstaka vinahóp og fara í afmæli og svoleiðis hitting einir og sér, án hins. Við höfðum þá saman á leikskóladeild og þá varð annar meira ráðandi..... það eru 3 tvíburapör í 0 Bekkjunum 3 (0a,0b og 0c) og þeim er öllum skipt upp eins og drengjunum okkar.... veit samt ekki fyrirkomulagið með þá. En, við semsagt ákváðum þetta og sjáum ekkert eftir því.... að svo komnu amk :)

Jac Norðquist, 1.12.2008 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband