Frábært !! Ég vann!

img_8510.jpg

Ég var að versla um daginn í nálægri kjörbúð þegar ég gekk framhjá fólki sem stóð í anddyri verslunarinnar og var að kynna banka sem það vann hjá og það voru smá leikir í gangi einnig. Til dæmis var hægt að vinna lyklakippur og þessháttar með því að leysa þrautir. Það var einnig í boði að giska á fjöldann á hvítum kúlum sem voru í glerskál á borði þar hjá. Ég notaði "Rainman" hæfileika mína og giskaði bara á 98 kúlur sem var næst þeim kúlufjölda sem í skálinni var. Þannig að ég vann !!!! Ég var svo boðaður í bankann í morgun og var afhennt þessi líka flotta karfa fullri af góðmeti og svo voru teknar myndir í auglýsingarskyni. Bara gaman.

img_8513.jpg

 

Já ég var bara lukkulegur með þetta allt. Hér eru svo myndir af góðmetinu.

Bestu kveðjur

Jac Norðquist

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Til lukku, vona að þetta hafi ekki verið íslenskur banki.

Marta Gunnarsdóttir, 23.4.2009 kl. 21:54

2 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Til hamingju með þetta og gleðilegt sumar vinur.Alltaf gaman að vinna

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 23.4.2009 kl. 23:57

3 Smámynd: Jac Norðquist

Takk fyrir kæru bloggvinkonur. Marta... nei sem betur fer var þetta nú ekki Íslenskur banki hehehehehe.

Gleðilegt Sumar til ykkar

Jac Norðquist, 24.4.2009 kl. 06:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband