Í allri alvöru ?

Getur þetta virkilega verið... á því herrans ári 2009, að það sé reynt að "lækna" samkynhneigð ? Ég bara á ekki til orð.... eitt augnablik hélt ég að þetta væri fréttaskot frá 1809 en svo var víst ekki.

Merkilegt nokk þá er ég yfirlýst Lesbía. Ég hneigist kröftulega að konum... hmmm best að fara varlega enda þrælgiftur og í hamingjusömu hjónabandi svo ég segi bara að ég hneigjist að "Konu" :)...... og ekki vil ég að mér verði "kennt" að vera "hinseginn" !

Hver ætli svo fari á svona "námskeið" ?

Ef ég væri óbundinn og samkynhneigður..... þá mundi ég skella mér. Þetta væri jú perfect staður til að hitta áhugavert fólk :)

Hahahahah æ fyrirgefiði.... ég er bara með rugluna svona snemma morgns.

Bestu kveðjur......

Jac Norðquist

PS

Smá könnun

Ef þú smelltir á þessa frétt hér á MBL..... ertu þá samkynhneigð/ur ? eða áhugamanneskja um samkynhneigð?

 


mbl.is Enn reynt að lækna samkynhneigð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Þetta er stór bisness hérna í Ameríkunni - karakterer eins og Gunnar í Krossinum græða á tá og fingri á þessu.  Ungt fólk sem er svo óheppið að alast upp á trúuðum heimilum er jafnvel neytt af foreldrum sínum til að fara í "afhommunar-búðir" í kirkjunum - aðrir fara sjálfviljugir, plagaðir af sektarkennd, guðsótta og án allrar sjálfsvirðingar.  Oftast endar þetta svo með ósköpum...sjálfsmorðum eða mjög óheilbrigðum einstaklingum.  En allt í nafni Kristilegs kærleika að sjálfsögðu og skiptir þá engu hvort liðin séu 2009 ár frá fæðingu "frelsarans" eða bara 1809.

Það hafa því miður margir farið þessa leið á íslandi líka og það er nú bara þannig að ákveðnir safnaðarhirðar eiga nokkur mannslíf á samviskunni í gegnum tíðina.

Bloggarinn góðkunni Jón Valur Jensson ásamt vinum sínum á Omega sjónvarpsstöðinni hafa verið duglegir að mæla með "Exodus International" fyrir þá sem vilja "losna úr viðjum samkynhneigðar".  Auglýstu m.a. í Mogganum með heilssíðu-auglýsingu í hittifyrra á meða Gay Pride stóð yfir í Reykjavík.

Hér er áhugavert viðtal við "Ex-Gay Survivor" sem var sendur af foreldrum sínum í "meðferð" á því "herrans ári" 2008.  http://www.youtube.com/watch?v=5kPo7KGj1OE

PS. Svar við könnun: Já.

Róbert Björnsson, 27.3.2009 kl. 07:20

2 Smámynd: Anepo

Tví. og þetta er skondin frétt verð að segja það.

En spurningin er... er ísland eitthvað skárra í dag? eftir að hafa verið úti í meira en mánuð sýnist mér island vera enn í 1970 eins og í myndinni Milk.

Anepo, 27.3.2009 kl. 14:32

3 Smámynd: Anepo

og samkvæmt því sem ég hef heyrt er ekki hægt að lækna sam eða tvíkynhneigð. þetta er einhver efnablanda í líkamanum sem fer úr balance og maður er bara svona.

Lærði þetta af sálfræðingi sem hefur verði sálfræðingur í yfir 20 ár. Sam/Tví kynhneigð er ekki hægt að lækna.

þetta er einfaldlega vegna efnablandna "misferlis" í líkamanum. Til dæmis fæðist nú fólk sem er með bæði tólin frá kynjum og svo strákar með kvenkyns niðri. allt bara spurning um efnablöndun.

Eftir því sem mengun og rafbylgjur aukast í heiminum aukast svona hlutir. ásamt efnum sem við látum í okkur.Og ég ætla ekki að dæma hvort þetta sé gott eða slæmt. Skiptir mig engu máli svo framar sem fólk fari ekki að fæðast með tvo hausa á öxlinni hehehe ^^

Það er svosem hægt að "lækna" með því að láta fólkið fara í afneitun og að ljúga að sjálfu sér eins og það getur. En það virkar bara tímabundið og já því miður hafa ANSI margir fyrirfarið sér útaf svona búðum. Það er mjög sorglegt. Þeir segja að þeir sem sofa hjá sama kyni fari til helvítis.

En mér sýnist nú að þessir menn eigi ANSI mörg líf á samviskunni. Það eru meiri líkur á að þeir fari.

Anepo, 28.3.2009 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband