Heimspekilegar umræður við son minn

SpideyÉg kom heim í gær eftir vinnu með alveg gríðarlega magaverki. Ég hafði borðað tvær plómur fyrr um daginn og þoldi þær greinilega ekki í mallakútinn minn. Jæja, þegar heim var komið lagðist minn bara upp í rúm til að jafna mig og fljótlega kom Mikael inn til mín og settist upp í hjá mér til að spjalla og halda pabba sínum félagsskap. Þetta varð hin besta skemmtun því að við ræddum allt milli himins og jarðar. Hvernig Molekúlur og atóm virka, hvað er það sem heldur rafeindum saman og allt í það hvernig þróun lífs á jörðinni upphófst. Það var líka farið út í skilgreiningu á Spider-man og geislavirku kóngulónni sem beit hann og gerði hann að Kóngurlóamanninum.

Þetta var rúmlega einn og hálfur tími sem við sátum þarna uppi í rúmi og spjölluðum og ég verð að segja að þetta spjall gaf mér alveg ótrúlega skemmtilega innsýn í litla fallega drenginn minn. Ég upplifi það mjög sterkt gegnum samband okkar drengjanna minna, hversu ömurlegt það var fyrir mig að vera “föðurlaus” í æsku minni. Ég man að strax á unga aldri, þráði ég ekkert heitara en að fá að miðla þekkingu minni til barnanna minn, sem ég átti vonandi eftir að eignast. Núna er ég byrjaður að upplifa þennan draum minn og ég verð að segja að það er bara hreint út sagt dásamlegt.

Það var svo alveg brjálæðislega skondið þegar Mikael fór svo fram og sagði við bróðir sinn og átta ára gamlan frænda sinn sem er í heimsókn hjá okkur: “Strákar, vissuð þið að við erum búnir til úr Kúlum?” !

Annars eru frænkur Guðbjargar í heimsókn hjá okkur fram á Laugardag og er búið að vera ferlega skemmtilegt að hafa þær hjá. Það er reyndar alveg merkilegt hvað við erum farin að tala “bjagaða” Íslensku og fáum við óteljandi skot á okkur allan liðlangann daginn. Þetta er orðið eitthvað svo ómeðvitað að segja hlutina á DönSlensku að við tökum ekki eftir því lengur sjálf. Bætum úr því hið snarasta. Hreint mál, Fallegt mál. Íslenskt já takk.

Nú ætla ég bara að þakka þér sem lest þetta fyrir lesturinn. Megirðu eiga góðan dag

Bestu kveðjur héðan úr Danmörkinni

Jac Norðquist


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Alveg er þetta dásamleg saga,það er ekkert yndislegra en gott samband milli foreldra og barna hann er greinilega efnilegur sonur þin Jac minn og það er örugglega ekki síst fyrir gott samband ykkar á milli.Þakka þér fyrir að deila þessari sögu með okkur vinur

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 18.2.2009 kl. 14:15

2 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Það er svo gaman að lesa bloggið þitt þegar þú skrifar um börnin þín og samskiptin við þau. Takk fyrir mig og gangi ykkur allt í haginn, hvort sem það er á dönsku eða því ástkæra ylhýra.

Bestu kveðjur,

Marta

Marta Gunnarsdóttir, 24.2.2009 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband