Tvíeggjað sverð

Að mínu mati, sem auðvitað er óbrigðult, er þetta tvíeggja sverð, þessi löggæsla okkar íslendinga. Það er nefnilega þannig að í pínulitlu þjóðfélagi eins og ísland óneytanlega er, þá þarf að stíga örlítið varlegra til jarðar en hægt væri í td Kaupmannahöfn eða New York, stórborgunum þeim arna.

Það er nefnilega þannig að sálsjúki ofbeldismótmælandinn Páll Smérumbolla Slepjuson á kannski bara heima í sama stigagangi og Óeirða-lögreglumaðurinn Pétur Passarþig Jónsson. Páll þekkir auðvitað ekki Pétur þegar hann er að rífa upp gangstéttarhellur með offorsi svo það hreinlega blæðir úr fingurgómunum, til þess að henda nú í hausinn á þessar ógeðs-löggu sem hlýtur að vera holur búningurinn en ekki ágætur fjölskyldufaðir sem býr í þarnæstu íbúð á stigaganginum hjá Páli.

Pétur Passarþig Jónsson, þekkir auðvitað Pál og ekki af neinu slæmu kannski, bara svona hefur séð hann á stigaganginum og niðri við póstkassana. Páll mætir ekki á húsfélagsfundi því hann leigir íbúðina sína af eldri konu sem á heima í minni íbúð á neðstu hæðinni og leigir út stóru íbúðina sem hún fékk í sinn hlut við skilnaðinn, svo að þeir hittast ekki þar. Pétri langar til að hrópa, Nei blessaður Palli.... en í staðinn horfir hann opinmynntur á Pál, rífa upp helluna og fleygja henni æi hausinn á sér.... Pétur man svo bara næst eftir sér á slysó. Það var svo erfitt að mæta honum Palla við póstkassann alla tíð eftir þetta tilgangslausa ofbeldi.....

Nú að hinni hlið eggjarinnar.......

Pétur fékk gríðarlega öfluga 6 vikna þjálfun í rósturstækni, hannaðri af virtum skóla í París... höfuðborg mótmælenda. Þar er kennt að við minnsta æðisráð í auga, skal gasa og það vel... passa sig líka að gasa sem flesta til vinstri við meintan ofbeldissegg og líka þá á hægri, þeir væru hvort sem er sennilega vinir seggsins.

Það sem var EKKI kennt, var.... Munið mannlega þáttinn og múgstjórnun með yfirvegun. Á okkar litla landi eru hreinlega bara öðruvísi reglur í mannlegum samskiptum og lögreglan má ekkert gleyma því að við erum ekki bara mótmælendur, heldur líka fólk. Það hreinlega gengur ekki að nota ákveðnar aðferðir á 50-60 manns sem ætlaðar eru fyrir 2-3000 manna hóp ! Það hefur alltaf gengið betur í íslendinginn að "tala" hann til á vinsamlegu nótunum heldur en að espa upp víkinginn í honum með fábjánaháttum og yfirgangi.

Ég virkilega finn til með lögreglunni, sem persónum í tafli BB, að þurfa að búa við þetta kjánalega skipulag deildarinnar. Það er ekki mönnum bjóðandi að starfa við þessi skilyrði. Þess vegna kætist ég yfir því að blessaða stjórnin virðist loks vera fallin og það er mótmælunum að þakka... engu öðru.

Ég finn til með konu þessa tiltekna lögreglumanns og honum sjálfum. Ég óska þeim alls hins besta og vona heitt og innilega að engin lögreglumaður eigi eftir að lenda í svona atburðum aftur.

Þeir verða hinsvegar "Lögreglumennirnir" að muna mannlega þáttinn.... eins og þessi blessaða lögreglukona sem gasaði blaðamanninn.... hún hefur greinilega verið að fletta í handbók óeirðalögreglunnar um stjórnun massans bls 235 þar sem segir: "Náðu tangarhaldi á fjöldanum (2-3000 manns með hnitmiðuðum gas-úða" 

Bestu kveðjur

Jac Norðquist


mbl.is „Innst inni er maður skíthræddur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband