Engin Samúð !!

Ég finn nú ekki fyrir neinni samúð í garð Íslendinga, heldur virðist vera miklu meira um Glaðhlakkalegar upphrópanir eins og "við vissum að þið færuð á hausinn" og "ykkur var andskotans nær með alla þessa sýndarmennsku". Ég hef ekki fengið nein "samúðarviðbrögð" frá neinum! Enda kannski ekkert að leita eftir því! Fyrir mér eru Danir gersamlega búnir að sanna að þeir eru ekki nein "frændþjóð" ! Það var gerð skoðanakönnun hér og hún var á þá leið að Íslendingar mættu bara eiga sig og ættu ekki skilið neina "ölmusu" frá hinni æðislegu herraþjóð Dönum! Við erum Niggarar Norðursins í þeirra augum núna..... En hvað um það.... ég er bara sáttur við að búa hér enda þjáist ég af sjálfspíningarhvöt á háu stigi... fell vel inn í þetta Jantelov umhverfi ;)

Að öðru !!

Ég sá fréttina frá SÍNE og verð að segja að ég styð þetta framtak hjá þeim.... hvernig væri að senda einhverja stuðningsyfirlýsingu á LÍN (lin@lin.is) og segjast styðja það að við, nemar í útlöndum, fáum lánin okkar hækkuð.... ekki gleyma því að þetta eru LÁN sem við erum að fá en ekki einhverjir styrkir.....

Annars á ég afmæli í dag og tek á móti sýndarblómum hér á blogginu mínu hihihihihihii Bestu kveðjur frá mér til ykkar

Jac "Þörtí-Næn" Norðquist


mbl.is Neyðaraðstoð fyrir Íslendinga í Óðinsvéum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jacky Lynn

Innilega til hamingju með afmælið þitt kæri Jac

Jacky Lynn

Jacky Lynn, 28.10.2008 kl. 08:20

2 Smámynd: Líney

Góður  dagur til að eiga afmæli,yngsti sonur minn á líka  fimm ára  afmæli í dag

Innilega til hamingju með afmælið kæri Jac,vona  að þú eigir góðan afmælisdag

Líney, 28.10.2008 kl. 08:52

3 Smámynd: Dóra

Til hamingju með daginn

Já ég verð nú að segja að ég hef nú ekki mikla samúð með námsmönnum.. Það eru öryrkjar sem þurfa að bíta í það súra hér. Þekki það af eigin raun.

En DANIR hafa hart hjarta.. að þetta skuli vera frændur okkar. En gott sem þeir eru að gera í Odense og Horsens.

Annað en hér á mörgum stöðum þar sem fólk á ekki fyrir lyfjum eða öðru .. þar ertu bara rekin út á gaddinn.

kveðja frá Esbjerg Dóra

Dóra, 28.10.2008 kl. 09:54

4 Smámynd: Gunnar Þór Gunnarsson

Á tímum sem þessum er alltaf of eða van. Sjaldan neitt meðalhóf. Eins er um þín skrif. Þakka ber það sem gott er og ég held að það séu flestir Danir sem hugsa hlýlega til okkar þótt það séu auðvitað alltaf einhverjir sem hlakka yfir óförum okkar. En þeir hlakka kannski yfir óförum allra.

Gunnar Þór Gunnarsson, 28.10.2008 kl. 10:18

5 Smámynd: Iris

Eg verd nu ad segja ad eg hef ekki upplifad neitt svona "told you so". Eg tekkji fullt af donum og er ad vinna a spitala herna i Danmorku. Tad eru margir bunir ad spyrja mig hvort ad tad se allt i lagi med fjolskylduna mina a Islandi og segja ad tetta se nu hrædinlegt astand.

Skodunakonunin sem tu ert ad visa til, er væntanlega tessi fra Ekstra bladet ik? Tu ættir ad vita tad ad tad er bara folkeparti aumingjar sem lesa tad. Aumingjar sem sitja bara heima og hafa ekkert annad ad gera vid timann en ad kvarta og væla. Allir danir sem eg hef talad vid segja tad sama.

Getur verid ad tu umgangist bara tessa fåu bitru dani sem stydja folkeparti??

Til hamingju med afmælid! :)

Iris, 28.10.2008 kl. 10:18

6 Smámynd: H G

Til hamingju með afmælið, sporðdreki góður!   Þú ert svo sposkur að sjá á myndinni og eiginlega soldið 'danskur' blær yfir svipnum. Mér dettur í hug að þér sé e t v meir strítt en sumum öðrum Íslendingum þarna.       það er misjafn sauður í mörgu fé, í Danmörku sem annarsstaðar. Tala af reynslu - frá Danmörku, m.a. Odense, og víðar    Kveðja frá öðrum Dreka!

H G, 28.10.2008 kl. 12:06

7 Smámynd: Jac Norðquist

Hahahahaha kæra fólk, takk fyrir kommentin ykkar, ég met þau mikils. Já það er rétt hjá ykkur, ég er kannski að lenda meiri í þessari umræðu en margir vegna þess að ég er í Markaðshagfræði og það virðast oft skapast afar heitar umræður í skólanum mínum um efnahagsmálin á Íslandi. Það er eins og með svo margt annað að það er misjafn sauður í mörgu fé (Íris bendir á það líka) og get ég þess vegna verið umkringdur af "Nei-kvæðu" fólki meðan aðrir sleppa betur undan því ! Sjálfur hef ég mjög jákvæða sýn á lífið og tilveruna og reyni að forðast bitra reiða fólkið... ég kýs að líta á kommentið hans Gunnars Þ Gunnarssonar hér að ofan, sem afar jákvætt komment og er sammála honum um að það séu nú flestir Danir sem hafa ekki neikvæðar hugsanir í garð okkar Íslendinga..... en ég er hinsvegar ekkert sérstaklega sammála honum um að mín skrif séu eitthvað of eða van !!! Hahahahahahaha og eitt enn... ég er hættur að lesa Extra-blaðið !

Takk svo kærlega fyrir afmæliskveðjurnar kæra fólk

Jac Norðquist

Jac Norðquist, 28.10.2008 kl. 12:41

8 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Til hamingju með afmælið Bói minn og vonandi áttu góðan afmælisdag. Verst ef þú þarft að eyða honum í fjármálaþref við skólafélagana

Kristín Guðbjörg Snæland, 28.10.2008 kl. 17:03

9 Smámynd: Jac Norðquist

Hahahahah já takk fyrir kveðjurnar Stína og Helga. Ég er orðinn nett þreyttur á þessu og er farinn að segja fólki að ég hef ekki áhuga á að ræða þetta neitt frekar ! segi bara fólki að blóm og kransar fyrir íslenska hagkerfið vinsamlega afþakkað í bili amk.

Jac

Jac Norðquist, 28.10.2008 kl. 18:32

10 Smámynd: Berglind Nanna Ólínudóttir

Til hamingju með daginn í gær, kæri vinur. Búin að liggja í pest og því ekki farið minn hefðbundna bloggrúnt, þannig að ég missti af veislunni í gær! En sendi hér með sýndarblómvönd og risaknús á þig í tilefni dagsins!

Berglind Nanna Ólínudóttir, 29.10.2008 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband