Why ?
Mánudagur, 18. ágúst 2008
Ég bara skil ekki afhverju þær þurfa að vera opnar ? Er ég búinn að missa af einhverri mikilvægri umræðu um aðgengi að ritföngum? Hvað er eiginlega málið....!?
Ég, sem nemi í Markaðshagfræði, skil alveg að það fer auðvitað eftir framboði og eftirspurn...... en er í alvöru einhver þarna úti sem er alveg eyðilagður yfir því að það sé ekki hægt að versla ritföng eftir kl 18-19 á daginn?
Eða eru Office 1 búðirnar með aðra þjónustu sem ég vissi ekkert um? Eru reknir súlustaðir eða vafasamir næturbarir þarna innadyra?
Ég fagna verslunarfrelsi.... en langar samt til að skilja ástæðu fyrir opnunartímanum.
Jac
![]() |
Verslanir Office 1 opnar allan sólarhringinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bara með þessari frétt eru þeir væntanlega búnir að fá auglýsingu sem er ódýrari en einhverjir tveir láglaunastarfsmenn á næturvakt í viku...
...désú (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 15:58
Dýrari átti það að vera.
...désú (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 15:59
Jamm, ætli það sé ekki bara málið.... allt út á auglýsinguna :) þær eru máttugur andskoti....
Takk fyrir að nenna að kommenta hjá mér
Jac
Jac Norðquist, 18.8.2008 kl. 16:02
Thetta er ótrúlegt rugl. Hugsa sér, ég vona ad foreldrar skólabarna geti sofid á næturnar og ad nemendur passi upp á svefninn sinn. Thetta er bara svo langt úti og ég tek undir ad thetta hlýtur ad vera eingøngu upp á auglýsinguna. Verdur samt pínlegt ef thad er svo ekkert ad gera hjá theim.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 18.8.2008 kl. 20:45
Ef mann vantar yddara kl tvö ad nóttu Þá getur Þetta komid sér vel!...Hvernig fórum vid ad Þegar Kaupfélagid var lokad laugardaga og sunnudaga?
Gulli litli, 18.8.2008 kl. 20:48
Ég verd nú ad segja ...Tetta er bull og vittleysa.Hver verslar blíhant ad nóttu?????heyrdu ertu giftur til Sudureyrar???bara forvitin sko.Eins og mig minni tad
Knús á tig minn kæri frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 19.8.2008 kl. 09:00
Já kæra, ég er sko giftur til Suðureyrar :) Og hef tekið nokkru ástfóstri við vestfirði í kjölfarið. Á einmitt 9 ára brúðkaupsafmæli á fimmtudag ;)
Bestu kveðjur
Jac
Jac Norðquist, 19.8.2008 kl. 09:55
Já tetta minnti mig.Tó svo ég fylgjist ekki neitt vodalega vel med gangi mála tar.Hefur tú verid á sæluhelgji?´Eg var tar fyrir 5 árum og átti frábæra helgi í yndislega gódum súgfirskum felagsskap.Til hamingju med 9 ára brúdkaupsafmælid á fimmtudaginn.
Knús
Gudrún Hauksdótttir, 19.8.2008 kl. 11:44
Ég er búin að kaupa skóladót fyrir dóttur mína og mér dugði venjulegur opnunartími..... sef á nóttunni.... he he he
Kristín Guðbjörg Snæland, 19.8.2008 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.