Æ ég er bara....
Þriðjudagur, 5. ágúst 2008
Æ ég er bara sáttur við þetta framtak samkynhneigðra. Þetta vekur jákvæða athygli á málefnum fólks sem hefur þurft og þarf víst ennþá að þola mismunun byggða á fordómum og hugsunarleysi. Ég er alveg mótfallinn því að flokka fólk eftir kynhneigð eða húðlit. Ég verð að viðurkenna að mér fannst móðir ein, sem á dreng sem kom úr skápnum mjög ungur, vera gera skrítna hluti með því að láta hann tilkynna sínum nánustu um kynhneigð sína.
Ég varð fyrst mjög reiður en sá svo að mér. Það þjónaði engum tilgangi að vera neitt að reiðast einhverjum fyrir eitthvað sem ég var ekki sáttur við. Ég tók upp málið við tvær frábærar lesbíur sem ég þekki og við ræddum þessi mál. Þær voru sammála um að kannski hefði verið hægt að standa betur að hlutunum en finnst drengurinn var sáttur, þá var eiginlega málið leyst. Ég verð að viðurkenna að ég þekki því miður ekki nógu vel til drengsins til að hafa nokkra hugmynd um sálarlíf hans, hvorki fyrir né eftir skápaútkomu. En á öllu skilst mér að hann sé bara sáttur og það er fyrir öllu.
Af hverju varð ég reiður.... hmmm ég hugsaði mig vel og lengi um það. Ég var alls ekki reiður móðirinni, því ég veit að henni þykir afar vænt um drenginn, heldur þeirri fáránlegu staðreynd að einhver skuli þurfa að koma úr "skápnum" að einhver skuli þurfa að segja sínum nánustu og öðrum að hann/hún sé samkynhneigð
Ef þessu væri snúið við og drengurinn gengi um og segði öllum að hann væri gagnkynhneigður ! Væri það ekki nokkuð klikkað? Það bara hreinlega tíðkast ekki í okkar siðmenningu.... Af hverju þá að tilkynna hitt? Erum við að viðhalda fordómum með því? Eða erum við að berjast við fordómana með því að tala svona opinskátt, ég veit ekki.... hef kannski bara ekki þroska ennþá til að fatta það. En ég veit í það minnsta að ég er opinn fyrir því að samkynhneigð er eitthvað sem mér finnst vera einkamál fólks og ég hef engar áhyggjur af því þótt Jón sofi hjá Jóni eða Gunnu. Eyðum fordómum gegn samkynhneigð... hvernig? Með skilningi og opnum huga.... ásamt slatta af... mér kemur ekki við hvort Jón elski Jón eða Gunna elski Gunnu.
Takið mig til fyrirmyndar.... ég elska alla
Jac "Hinn elskulegi" Norðquist
PS
Ef móðir drengsins sem um ræðir les þetta. Þá vona ég heitt og innilega að hún sjái hvað ég er að fara með þessu bloggi. Ég er alls ekki, ég tek fram, alls ekki að dæma hana heldur það þjóðfélag sem neyðir fólk til að vera með "Út úr skápnum yfirlýsingar"
JN
Fjör í hinsegin halarófu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það þótti nú ástæða til að setja á forsíðu blaða að danski söngvarinn (sem var af íslenskum ættum) og söng evróvísíon lag Dana fyrir ekki mörgum árum, að hann væri hommi!!!! en það hefði ekki þótt fréttnæmt ef hann hefði verið fyrir kvenfólk!!! Eru fjölmiðlar ekki þeir sem skapa fordóma?
tatum, 5.8.2008 kl. 19:41
Jú ... það er ég viss um Tatum, ef maður spáir í ægivaldi fjölmiðlana.... úff ! Sjáðu bara Britney Spears dæmið.... need I say more ! Svo halda þeir (fjölmiðlar) því fram að við, lesendurnir, köllum á þessar fréttir af stjörnunum?
Jac Norðquist, 5.8.2008 kl. 19:46
Æi þetta sló mig nú svoldið....;( sem var ágætt...Ég er nefnilega þessi sem segir fjandans lespa eða hommi.....en það rann samt bara upp fyrir mér að það er rangt af mér,....ég vill hafa mitt líf i friði og er ekki týpan í að hlaupa um og segja ége r með þessum eða hinum það frekar kemur bara í ljós....og auðvitað á hommi eða að þurfa að segja hæ ég er Pétur og ég vil í rass...hehehe æi en án djóks takk....
Knús og kremj áþig ;)
Halla Vilbergsdóttir, 5.8.2008 kl. 20:03
Glæsileg hausmynd
Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.8.2008 kl. 20:38
Takk Gunnar..... ;)
Jac Norðquist, 5.8.2008 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.