Tjónaveður hjá okkur.....
Þriðjudagur, 5. ágúst 2008
Já við urðum heldurbetur vör við veðrið... eða þannig. Það ringdi auðvitað duglega í gær og við fundum að það blés hressilega... en samt svona allt í kringum okkur... ekki beint á okkur, ef þið skiljið hvað ég meina. Jæja, svo í gærkvöld, heyrðum við eins og svo oft áður, í vindinum en hér í garðinum hjá okkur bærðist varla hár á höfði. Alt í einu tekur ein hviðan upp á því að stinga sér niður í garðinum hjá okkur og tók bara sólhlífina snyrtilega upp úr statífinu og smellti henni út á miðja lóð? Ég heyrði hávaðan og gekk út... og bara starði á kvikyndið liggja þarna eins og afvelta belja!? Fokk, og það var ekki einusinni rok til að blása logan af kerti hvað þá meira. Bölvuð sólhlífin þurfti auðvitað að brotna svo ég þarf sennilega að leita til áfallasjóðs eða kannski bara opna reikning og biðja um framlög.
Bestu kveðjur úr Rokrassgati Danmerkur....
Jac
(ps, nei nei,við hér í Odense sleppum nú oftast ef veður eru válynd)
Óveður á Norðurlöndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.