Eymingjans kallinn....

Hann fékk svo lánað hjól í Stykkishólmi en var ekki kominn nema 2 km fyrir utan Hólminn þegar það sprakk á framdekkinu, hnakkurinn datt af og keðjan flæktist. Hann bar sig aumlega við nálægan bónda og fékk lánaðan hest.... rétt um 2 km fyrir utan sveitabæinn, missti hesturinn 3 skeifur, hann sleit múlinn og hnakkurinn losnaði svo að Marcus snéri skyndilega á hvolf og rak höfuðið harkalega í jörðina eftir því sem hesturinn valhoppaði. Var Marcus orðinn töluvert fúll þegar hér var komið við sögu, fór af baki eða réttara sagt... fór undan maga, hestsins og gekk fúll í bragði til byggða. Ekki gekk það nú betur en svo að hann datt um skóreimarnar á scarpa gönguskónum sínum og hruflaði sig illilega á báðum hnjám, öðrum olnboganum og vinstri eyrnasnepli. Það má með sanni segja að Marcus hafi lent í ýmsum hremmingum á þessu ferðalagi og er nú svo komið að Björgunarsveitin Ísbirnir hafa ákveðið að fylgja Marcusi hvert fótmál út á Keflavíkurvöll og koma honum úr landi sem fyrst.

Kveðja

Jac


mbl.is Kajakræðari hættur við hringferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

HAhahahahahahhahah ég get svo svarið það ég hef sjaldan hlegið eins mikið Helber snillingur heheheh

Halla Vilbergsdóttir, 19.6.2008 kl. 19:41

2 Smámynd: Jac Norðquist

 Takk Halla.... ég reyni. Heheee hheee

Jac

Jac Norðquist, 19.6.2008 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband