Auðvitað !

Ef svona dóna-nágranni, getur ekki notið góðrar tónlistar í sátt og samlyndi við hina grannanna sína, þáá hann ekkert annað skilið en góðann skalla beint á nefið ! Ég held meira að segja að í íbúðarlögum gr 123. lína 12 segir orðrétt " Skalla skal nágranna sinn amk. 2 svar duglega, í nefhluta andlits ef hann eigi nýtur tónlistar með samíbúum sínum" ! Sko, þarna hafið þið það.

Svo kemur bara Löggan og GAS ! GAS ! GAS ! Gasar liðið ? Hvað er málið með það? Er löggan á íslandi allt í einu orðin einhver "Tónlistarstjórnandi" ? Hér í Danmörku (Í Bogense á norður Fjóni) er ekki hægt að fá löggu á staðinn þrátt fyrir að skemmdaverkamenn séu að leggja rútu og heilt verkstæði í rúst með grjóthnullungum og bareflum.... bara út af því að þeir eru of uppteknir að skoða miðnæturlífið í Odense..... ! Svo bara rýkur löggan til á Íslandi og skipar mönnum að hækka og lækka í græjunum sínum, eftir höfði nágrannanns !

Ég er hinnsvegar alveg 100% ákveðinn í því að ef að ég þarf á lögreglu að halda vegna td innbrots hjá mér, þá mun eftirfarandi símtal eiga sér stað:

Jac: Lögregla, ég held að það séu innbrotsþjófar að brjótast inn í bílskúrinn hjá mér. Ég er með afar dýran og vandaðan sportbíl Þar inni, getiði komið og tékkað málið?

Löggan: Nei, veistu, það er bara svo mikið að gera hjá okkur núna, allir aflögufærir menn eru að rúnta um og passa upp á hávaðamengun frá steríógræjum og restin á á miðborgarsmápíkuvaktinni...ööö miðnæturvaktinni sko!

Jac: Fjárinn, ég hef áhyggjur af bílnum, ég er viss um að einhver er að böggast við bílskúrshurðina, ég sé tvo skugga.

Löggan: Eins og ég segi, allir uppteknir og enginn laus í svona .. lítilvæ... svona mál sko! (skellir á)

Jac: (Hringir 5 mínútum seinna) Heyðrðu, þetta er Jac hérna aftur, þú mannst í Villestofte, ég hringdi áðan út af mögulegum innbrotsþjófum.

Löggan: He hemm, já já ég man.... því miður höfum við ekki.....

Jac: (grípur frammí ) Ha, nei nei þetta er allt í lagi, það voru semsagt tveir þjófar að bardúsa við bílskúrinn en ég tók bara fram gömlu haglabyssuna mína, fór út og ætlaði að reyna að hræða þá í burtu, en var svo stressaður að ég skaut þá báða ... óvart ! (skellir á)

Það líða ca 4 mínútur og þá fyllist Villestoftehverfið af löggubílum, sjúkrabílum og sérsveitarmönnum.

Hinir misheppnuðu en sprell-lifandi innbrotsþjófar voru handteknir inni í bílskúrnum.

Löggan: kom til mín og spurði, frekar hissa og svolítið fúl, sagðistu ekki hafa skotið þjófana?

Jac: Sagðistu ekki hafa neina lausa menn?

Hahahahahahaha  í guðana bænum munið að bloggið mitt heitir ennþá "Bull&Vitleysa" ! Og þetta er ástæðan fyrir nafninu ! Ég bulla bara ;)

Kveðja

Jac Norðquist


mbl.is Slagsmál brutust út eftir nágrannaerjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Sigurðardóttir

Hehe, góð og fyndin færsla í morgunsárið

Valgerður Sigurðardóttir, 16.6.2008 kl. 07:27

2 Smámynd: Jac Norðquist

Takk fyrir Valgerður :)

Jac Norðquist, 16.6.2008 kl. 08:08

3 Smámynd: Tína

 Fjári góð færsla. Var sko alveg að sjá þetta fyrir mér.

Eigðu góðan dag.

Tína, 16.6.2008 kl. 10:22

4 Smámynd: Jac Norðquist

Takk fyrir Tína :)

Jac Norðquist, 16.6.2008 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband