Draumurinn minn....
Fimmtudagur, 12. júní 2008
Ég verð að segja ykkur frá draumnum mínum... hann er svona:
Palli litli 18 ára, langar að fara á hátíðina Ein með öllu á Akureyri. Hann talar við mömmu sína og pabba og leggur dæmið upp fyrir þau. Auðvitað máttu fara Palli minn segir mamman, en Palli, þú verður að lofa mér því að vera edrú alla helgina ! Edrú mamma? Hvað er það?, segir Palli hálf hissa á þessu orðalagi mömmu sinnar. Sko, edrú er að neyta hvorki áfengis eða eiturlyfja. Palli roðnaði af skömm, mamma, heldurðu að ég sé einhver fáviti? Ég nota ekki áfengi, hvað þá að ég fari að dópa eins og aumingi! Mamma hans og pabbi brostu bæði, við vitum það vel Palli minn, að þú notar hvorugt, málið er bara að þegar við vorum ung, var það ekki séns í helvíti að fara eitthvað til að skemmta sér án þess að steikja heilann í sér duglega annað hvort með löglegum vímuefnagjöfum eins og áfengi eða ólöglegum efnum eins og hassi eða einhverju verra. Hér í denn var enginn maður með mönnum nema geta sagt eftir svona samkomur "Vá hvað ég var steiktur maður, ég man ekki rassgat eftir fjörinu en djöfull var samt gaman". Já Palli minn, því minna sem maður mundi því skemmtilegra hlaut að vera !
Svo fer Palli á Eina með öllu á Akureyri þar sem eru komnir mörg hundruð krakkar á hans aldri og skemmtunin fer fram áfallalaust og allir eru edrú, því annað er jú bara fáránlegt.
Ég segi eins og MLK " Ég á mér draum" !
Sorglegt hvað sumir draumar virðast fjarlægir
Jac "The Dreamer" Norðquist
Hvernig verður Ein með öllu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Well það eru mörg ungmenni sem eru edrú og sjálfum sér og öðrum til sóma. Það er ekkert sérstaklega stórt hlutfall ungs fólks sem skemmir fyrir öðrum en þeir eru alltaf mest áberandi.
Kristín Guðbjörg Snæland, 12.6.2008 kl. 09:06
unga fólkið er nú ekki verst alltaf held ég..;) en hvað er emailið þitt ég er að reyna að senda þér nokkur lög með ljótu hálvitunum,hehehe algjör snilld þar á ferð
Halla Vilbergsdóttir, 12.6.2008 kl. 12:06
Já Stína og Halla, það er alveg rétt hjá ykkur, auðvitað er unga fólkið ekki alltaf það versta. Ég var dyravörður í mörg ár í denn og það var nánast undatekning ef það var ekki mesta vesenið á miðaldra mönnum sem voru nýríkir hálfvi*** ! Það voru svo eldri konur sem voru oft til mikilla vandræða...merkilegt nokk. En draumur minn fjallar eiginlega um þá ósk að unga fólkið okkar í nánustu framtíð, taki ekki upp á þeim ósið að neyta heila-hamlandi efna. Það er of seint að kenna hinum það í dag, samanber "Þú kennir ekki gömlum hundi og allt það" Ef unga fólkið fær þau skilaboð frá okkur.... að þetta er bara ekki töff og börnin þeirra fá sömu skilaboð..... þá kannski rætist draumurinn..... hver veit. Sjáið bara draum MLK, nú er þeldökkur maður jafnvel á leið í forsetastól !!!
Hlakka til að fá tónlistina frá þér Halla !!
Emailinn er jac.nordquist@gmail.com
Bestustu kveðjur
Jac
Jac Norðquist, 12.6.2008 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.