Skömminni....

Jæja þá er það ljóst að mín manneskja, frú Hillary Rodham Clinton, er fallin úr leik sem frambjóðandi til forsetakosninga í Bandaríkjum Norður Ameríku. Það þykir mér leitt því hún hefði verið tilvalin sem forseti og spennandi að sjá konu sem einn mesta áhrifaleiðtoga í hinum vestræna heimi. Ég verð þá að styðja Hr Barack því að ég er jú Demókrati inn að beini. Hr McCain er svosem ágætur kall er ég viss um, en ég er viss um að gömul stríðskempa finni bara enn eina leiðina til að fara í enn eitt stríðið. Það þarf persónu sem er kannski aðeins minna byssuglöð "TriggerHappy" en t.d. Hr. Bush Junior. Það ætti Hr. Barack að uppfylla með sæmd. Nú er bara að sjá hvað gerist í Nóvember, ég hef það sterklega á tilfinningunni að hann komist ekki í forseta stólinn samt sem áður.... það eru of miklar kreddur í bandarísku þjóðarsálinni til þess að "leyfa" svertingja til að sitja í æðsta embætti þjóðarinnar. Ég spái því að ef hann verður kosinn forseti, þá verður hann myrtur mjög fljótlega (Sic) Sorglegt en því miður alltof trúlegt. Ég sé hinsvegar fyrir mér að það verði mikil og löng barátta með atkvæði í Nóv. Kærur fram og til baka sem að verða að endingu til þess að Hr. McCain vinni að lokum. Eins og ég segi, þetta er mín spá og ég skal hundur heita ef þetta ræstist ekki. Nú ef svo Hr. Barack vinnur með afgerandi meirihluta, verður ekki myrtur og verður minnst sem einn af stóru forsetum Bandaríkjanna..... þá er það bara fínt mál :)

Jæja nóg um þetta í bili

Jac "Demókrati" Norðquist


mbl.is Obama fær stuðning kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband