Einn góður
Föstudagur, 6. júní 2008
Ég er búinn að senda þennan í Séð&Heyrt !!!
Eldri maður í Suður Karólínu, Tom að nafni, átti stóran búgarð í útjaðri bæjarins. Hann var með stóra fallega tjörn á lóðinni sinn ekki langt frá búgarðinum. Hún var útbúin þannig að það var afar auðvelt og jafnvel freistandi að synda í henni ef vel viðraði. Við tjörnina voru stór og falleg epla og perutré. Kveöl eitt eftir mat, ákvað Tommi gamli að ganga niður að tjörninni og athuga hvort ekki væri allt í lagi þar. Hann greip með sér 10 lítra fötu til að tína nokkur epli og perur í. Þegar hann kom nær tjörninni heyrði hann hlátrasköll og glaum. Svo sá hann að það var hópur af ungum konum sem voru að baða sig naktar í tjörninni hans. Hann ræskti sig hátt svo þær yrðu hans varar og ekki stóð á viðbrögðum. Þær þustu allar í dýpri enda tjarnarinnar og ein þeirra hrópaði Við komum ekki uppúr fyrr en þú ert farinn! Tommi gamli setti í brýrnar og sagði, Ég er ekki hér vina, til þess að glápa á berar konur eða til að reka ykkur uppúr! Hann lyfti fötunni hátt á loft og sagði svo
Ég kom bara til að fóðra Krókódílanna!Mórallinn með þessari sögu? : Gamlir menn geta sko hugsað hratt !Jac "The Crock" Norðquist
Athugasemdir
Góður mr. crock!!!
Kristín Guðbjörg Snæland, 6.6.2008 kl. 17:02
Hvaa - ertu þarna skottið mitt? Ekki skrítið þó maður hafi ekki tekið beint eftir þér - hver í fjáranum er Jac? Ætlar þú að segja mér að þú sért búinn að breyta nafninu þínu? Mér líkar miklu betur við "Bói" - enda þykir mér svo mikið helling vænt um það nafn.
Hmmm... gamlir karlar eru oft snillingar! Maður verður allavega að trúa því - enda er maður á hraðri leið í að verða einn slíkur sko!
Knús og kveðjur í hita og sólina ykkar. Bið að heilsa öllum.
Tiger, 6.6.2008 kl. 18:58
Hæ hæ minn kæri TC
Já ég er ennþá og mun alltaf vera gamli góði Bói :)
Frekar skýringar gætirðu fengið í emaili. Mitt er jac.nordquist@gmail.com
Bestu kveðjur vinur
Jac "OO7" Norðquist
Jac Norðquist, 6.6.2008 kl. 20:27
Ég ætla muna eftir þessu þ.e.a.s. ef ég þarf á þessu að halda einhvertímann
Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.6.2008 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.