Kæri Auli !

Við hjá SvikaMyllu ehf, höfum einmitt valið þig, herra Auli, til þess að verða nýjasti meðlimur í okkar glæsilega Sumarfrísklúbb og verðum við að segja að okkur hlakkar virkilega til að rýja þig inn eiga gott og farsælt sumar með þér. (setja inn nafn á fávitanum hér) Hr. Auli þú er einn af fáum sem við höfum frétt af, sem lest ekki blöðin, horfir á fréttir í sjónvarp eða hlustar á aðvaranir vina og vandamanna. Þessvegna teljum við þig hið ágætasta fórnalamb viðskiptatækifæri og erum við vissir um að samband okkar eigi eftir að vera langt og farsælt.

Við ætlum þess vegna að biðja þig um að legga samstundis inn á reikning okkar í hinum virta "DriveThru Bank of Nigeria" og er reikningsnúmerið 0989-2293992-303004002. Það er algjörlega áríðandi að þú hendir svo samstundis öllum kvittunum og brennir passann þinn. Gott væri einnig að fá bílinn þinn skráðan yfir á Hr Davis Nogoro Mumbutu, seljir hann svo og sendir andvirðið inn á ofannefndan reikning. Okkur hlakkar til að bjóða þér til að skoða glæsilega sumarhúsið sem er þitt frá byrjun Maí til loka september (að undanskyldum maí,júni,júlí,ágúst og semtember). Við bjóðum upp á algerlega fría lúxusgistingu á 6 stjörnu hóteli í Lagos (Bordello Big Momma) að verðmæti 90.000 Nígeríudollara. (vinsamlega sendu 90.000 ND fyrir kostnaði).

Það er áríðandi kæri Auli, að þú bregðist vel við þessu tilboði. Við höfum haft fyrir því að pikka þetta inn og ganga alla leið niður á pósthús. Frímerki eru heldur ekki gefin hér í Nígeríu svo vinsamlega bættu við 10.000 ND fyrir frímerkjum. Ef þér finnst 10.000 of mikið, hugsaðu þá um okkur sem þurftum að sleikja 10.000 frímerki sálfselski fávitinn kæri vinur.

Mér leiðist að þurfa að hóta minna þig á að borga og það ekki seinna en strax. Annars er mikil hætta á því að það verði send "móttökunefnd" til þín og þér verði "fagnað" "Innilega".... skilurðu?

vink vink

Jac Mubuntu

ps sendu þetta til 10 vina....annars !!!


mbl.is Svindl hjá sumarfrísklúbbum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.6.2008 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband