Úps !
Miðvikudagur, 21. maí 2008
Verst að ég hlusta hvorki né horfi á DR1 ! En það verður gaman að sjá á morgun hvort Íslenska lagið komist áfram. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki einusinni séð eða heyrt danska lagið, hvað þá önnur lög í keppninni. Þess vegna held ég að það verði ennþá meira spennandi fyrir mig að horfa á Júróvisjón á laugardaginn. Við hjónin verðum reyndar með matarboð því við eigum ekki von á að íslenska lagið komist upp í aðalkeppnina og þá er nú lítil ástæða til að fylgjast með.... hver horfir á Júróvisjón til að njóta góðrar tónlistar? Ja fyrir utan Pál Óskar :) (er ekki að dissa hann á neinn hátt)
En ég hlakka til og vona að Eurobandið komist áfram og jafnvel alla leið í topp 3.
Kveðja
Jac
DR kemur íslenska laginu inn í undirmeðvitund Dana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég horfi á Eurovision í þeirri von að þar leynist góð tónlist inn á milli. Í gær var fyrri forkeppnin og þar voru nokkur góð lög svo ég bíð spennt eftir morgundeginum þegar Ísland er að keppa.
Kristín Guðbjörg Snæland, 21.5.2008 kl. 11:00
Ég er Eurovision fíkill og í ár er Frakkland með besta lagið að mínu mati.
Smelltu hér
Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.5.2008 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.