Enn og aftur !!

Mér finnst bara að 17 ára börn ekki hafa þann þroska sem þarf til að keyra bíl ! Það er greinilegt að aldurinn 17 er bara ekki það sama og hann var þegar við, sem erum 69 árg eða eldri. Krakkar í dag eru einhvernvegin mun meiri "krakkar" en þegar við vorum að alast upp. Í guðana bænum ekki misskilja mig, ég geri mér fulla grein fyrir því að við erum jú öll mjög misjöfn og það eru 17 ára krakkar þarna úti sem eru aleg 100% fólk og keyrir eins og englar. En það eru bara svo mörg börn þarna úti sem eiga ekki að fá bílpróf fyrr en í fyrsta lagi um 20 ára að mínu mati.

Jac


mbl.is Telur sig vita hverjir stóðu á bak við árásirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

og ég er enn og aftur sammála þér.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.5.2008 kl. 11:05

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ég get ekki skilið að á meðan allt hefur breyst frá því að 17 ára aldur þótti hæfilegur fyrir bílpróf, hafa kröfur til ungra ökumanna ekki aukist. Í dag geta 17 ára börn sest beint undir stýri á mörg hundruð hestafla bíl og fyllt hann af jafnöldrum sínum. Ég er með hugmynd; reynsluakstur með stigvaxandi réttindum frá 17 ára aldri til tvítugs. Takmörkun á vélarstærðir og farþegafjölda, og snarhækkun trygginga fyrir yngstu ökumennina. Þetta gerir örugglega einhvern brjálaðan, en það er betra en að vera dauður. Það voru mistök að setja æfingaakstur inn fyrir 17 ára aldur. Það átti að snúa á hinn veginn. FRIÐUR (á slysó)

Haraldur Davíðsson, 18.5.2008 kl. 11:21

3 Smámynd: Jac Norðquist

Takk Gunnar og Haraldur.

@ Haraldur: Já þetta er hárrétt hjá þér og ég vona bara að það komi sá dagur að stjórnvöld ranki við sér og geri eitthvað í málinu.

Jac

Jac Norðquist, 18.5.2008 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband